Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 22
22 1. apríl 2004 FIMMTUDAGUR ■ Asía MINNA Á SKULDIRNAR Stúdentar mótmæltu í gær fyrirhugaðri hækkun á skólagjöldum í háskólum í Bret- landi. Miðar með nöfnum stúdenta og upp- hæðinni sem þeir segjast skulda voru hengdir á girðingu í nágrenni við West- minster, þar sem breska þingið starfar. Væntingavísitala Gallups: Fleiri ætla að kaupa íbúð og bíl VÍSITALA Væntingavísitala Gallups hefur aðeins einu sinni mælst hærri frá því að mælingar hófust. Hún mælist nú 132,9 stig og hefur hækkað þrjá mánuði í röð. Bjart- sýni Íslendinga hefur vaxið nán- ast línulega með hækkandi sól. Hæsta gildi sínu náði vísitalan í maí í fyrra, 136,8 stigum, þegar gengið var til alþingiskosninga. Vísitalan er samsett úr mati á núverandi ástandi og væntinga til stöðunnar eftir sex mánuði. Neyt- endur eru samkvæmt mælingunni bjartsýnir á stöðuna eftir sex mánuði. Þannig mælist vísitalan fyrir efnahagsástandið eftir hálft ár 143,1 stig. Það þýðir að mikill meirihluti aðspurðra telji ástand- ið verða gott að þeim tíma liðnum. Undirliggjandi vísitölur benda til þess að bjartsýnir Íslendingar ætli ekki að sitja við orðin tóm. Við mælingu vísitölunnar er spurt um fyrirhuguð stórkaup á næstu sex til tólf mánuðum. Mun fleiri hyggja á bifreiða- og íbúðakaup á tímabilinu en í sama mánuði í fyrra. Hafi þessi liður vísitölunn- ar forspárgildi má búast við að fasteigna- og bílamarkaður verði líflegir á haustmánuðum. ■ Rót siðferðisbrestsins í viðskiptamenningu Hneykslismál í kringum stjórnendur fyrirtækja eins og Enron og WorldCom hafa blásið lífi í umræðu um viðskiptasiðferði. Lori Tansey Martens er sérfræðingur í viðskiptasiðfræði. Hún telur að opna þurfi umræðu og breyta fyrirtækjamenningu. VIÐSKIPTI „Við erum á byrjunarreit hvað varðar umhverfi sem hvetur fólk til að stíga fram og segja sann- leikann,“ segir Lori Tansey Mart- ens, sérfræðingur í viðskiptasið- ferði. Hún er stofnandi og fram- kvæmdastjóri International Business Ethics Institute í Banda- ríkjunum og Lundúnum. Hún hefur haldið námskeið um við- s k i p t a s i ð f e r ð i víða um heim og er talin vera einn helsti skoðana- leiðtoginn á þessu sviði í Bandaríkjunum. Hún segir þá sem stigu fram og flettu ofan af svik- semi bandarískra fyrirtækja eins og Enron og WorldCom ekki hafa átt auðvelt uppdráttar á vinnumarkaði í kjölfarið. Lori Tansey Martens hélt fyrir- lestur um siðferðiskreppu í við- skiptum í kjölfar hneykslismála. Rætur siðferðisbrota í viðskiptum eru gamalkunnar; mannlegt eðli þar sem græðgin stýrir för. Martens segir himinháa kaupréttarsamninga og skort á eftirliti hafa ýtt undir freistinguna að teygja sig út fyrir ramma siðferðisins. „Þeir brotlegu vissu að það sem þeir gerðu var rangt, en gerðu það samt.“ Hún segir að því miður liggi hluti ástæðu siðferðisbrestsins í viðskiptamenningu Bandaríkjanna, þar sem menn meta sig eftir laun- um og verði hlutabréfa. Því sé mik- ilvægt að byggja upp siðferðilega fyrirtækjamenningu með eðlilegri hvatningu og endurgjöf. „Við þurf- um að skapa umhverfi fyrir opna umræðu sem hvetur fólk til þess að segja frá því sem miður fer.“ Martens segir ákveðin vandamál fylgja hlutabréfamarkaði þar sem stjórnendur eru mældir eftir verði hlutabréfa sem breytist jafnvel oft á dag. Hún segir fjölmiðla hafa brugð- ist með því að gera stjórnendur fyr- irtækja sem hækkuðu ört á markaði að stjörnum, án þess að kafa dýpra í málin. „Þau fyrirtæki sem breyta rétt eru arðsamari til lengri tíma. Þannig að það eru einnig viðskipta- leg rök fyrir réttri breytni.“ Martens segir að mikil áhersla hafi verið lögð á viðskiptasiðfræði í bandarískum fyrirtækjum á tíunda áratugnum. Þrátt fyrir það hafi al- varleg siðferðiskreppa orðið í lok áratugarins. „Maður hlýtur að spyrja hvers vegna það hafi gerst,“ segir hún og bendir á að siðfræði- fræðslan hafi sjaldnast náð til þeirra sem stjórna fyrirtækjunum. Lægra settir starfsmenn hafi hins vegar notið hennar. haflidi@frettabladid.is Vatnaskógur – sumarbúðir fyrir hressa stráka – og það er bara það sem ég geri fyrir hádegi! Upplýsingar í síma 588 8899 og á www.kfum.isNON N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 7 0 3 • s ia .i s Skráning hefst 31. mars kl. 8.00 HRYÐJUVERKAÁRÁSUM AFSTÝRT Yfirvöld á Filippseyjum hafa handtekið fjóra liðsmenn ís- lömsku skæruliðasamtakanna Abu Sayyaf og lagt hald á 36 kíló af sprengiefninu TNT. Að sögn forseta Filippseyja voru fjór- menningarnir að skipuleggja hryðjuverkaárásir í lestum og verslunarmiðstöðvum í höfuð- borginni Manila. Teygjuæfingar: Minnka ekki meiðsla- hættu BANDARÍKIN, AP Bandarískir vís- indamenn hafa komist að því að þvert á viðteknar skoðanir draga teygjuæfingar ekki úr líkum á íþróttameiðslum. Niðurstöður vísindamann- anna benda til þess að flest meiðsl, þar á meðal tognanir, eigi sér ekki stað þegar teygja á vöðvunum er óvenjulega mikil. Tognanir eigi sér oftast stað þegar álag á vöðvana breytist snögglega og því er talið að jafn- vægisæfingar geti verið gagn- legri en teygjuæfingar til að koma í veg fyrir meiðsl. Rannsóknir hafa hins vegar staðfest að upphitun sé gagnleg forvörn gegn íþróttameiðslum. ■ TÍMI Á NÝJAN BÍL Það er misjafnt hversu lengi fólk á bíla áður en það ákveður að endurnýja. Samkvæmt væntingavísitölu Gallups eru landsmenn bjartsýnir og fleiri hyggja á bíla- og íbúðarkaup en í sama mánuði í fyrra. Febrúar 106,6 Mars 115,8 Apríl 125,8 Maí 136,8 Júní 117,9 Júlí 112,6 Ágúst 115,3 September 116,8 Október 125,2 Nóvember 120,9 Desember 104,2 Janúar 123,7 Febrúar 127,5 Mars 132,9 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ERFITT AÐ KJAFTA FRÁ Lori Tansey Martens, sérfræðingur í við- skiptasiðferði, segir þá sem afhjúpuðu hneykslismál Enron og WorldCom hafa átt erfitt uppdráttar í kjölfarið. Hún segir að skapa þurfi menningu sem auðveldi starfsmönnum að greina frá því þegar fyrirtæki breyta siðferðilega rangt. „Þeir brot- legu vissu að það sem þeir gerðu var rangt, en gerðu það samt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.