Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 30
Það lá engin lognmolla yfirandlegu lífi þjóðarinnar um aldamótin 1900. Ísland var að vakna. Ferskir vindar úr öllum áttum léku um landið. Blöðin voru taugamiðstöð þjóðlífsins: þar skáru menn upp herör gegn fortíðinni og tókust hraustlega á um markmið og leiðir til betra lífs. Blaðaútgáfan var blómleg, þótt bókaútgáfan væri ennþá fá- tækleg. Aldamótablöðin voru sum firnagóð af sjónarhóli nú- tímans: þau birtu fréttir, kveð- skap og fróðleik frá Kína og hvaðanæva að – það er næstum sama, hvað nefnt er – og einnig ýmsar leiðbein- ingar um hvers- dagslíf og land- búnað, verzlun og sjósókn o.s.frv. Blöðin voru hvort tveggja í senn, fréttamiðlar og fræðirit, og yfir- full af rógi í ofanálag. Þjóðina þyrsti í rökræður að morgni nýrrar aldar, og blöðin svöluðu þorstan- um. Þegar mikið lá við, þótti mönn- um stundum ekki duga að skrifa greinar í blöðin til að koma sjón- armiðum sínum á framfæri: þeir héldu þá opinbera fyrir- lestra. Alþýðufyrirlestrar voru jafnan fjölsóttir: þeir voru mið- punktur andlegs lífs um landið. Eitt þeirra málsefna, sem var ofarlega í hugum manna á þess- um árum, var ættjörðin og ástin, sem menn bera til hennar, hver með sínum hætti. Þeir, sem einna mest kvað að í þessum rökræðum, stóðu á öxlum Jóns Sigurðssonar forseta. Þeir elsk- uðu landið af öllum mætti óska sinna og vildu, eins og Jón, byggja og treysta á landið með því að opna það upp á gátt. Falskar andstæður Grípum niður í Bjarka á Seyð- isfirði, en þar sagði í ritstjórnar- grein 18. maí 1901: „Eftir því sem viðskipti þjóðanna fara vax- andi og kynni þeirra hverrar af annarri, hlýtur hugsunarháttur þeirra að verða líkari og líkari. Þetta er óhjákvæmilegt. Við kynninguna læra þjóðirnar hver af annarri. Allar nýjar skoðanir berast fljótt um, frá einni þjóð til annarrar, og umhugsunarefn- in verða hin sömu hjá öllum þjóðum, sem standa á líku menn- ingarstigi.“ „Þá er það málið; tungan. Ég hef sagt, að við stæðum miklu betur að vígi, ef móðurmál okkar væri enska. ... Erum við til fyrir málið, íslenskuna, eða er hún til fyrir okkur? Ég get ekki ætlað, að menn svari þeirri spurningu nema á einn hátt: Málið er auð- vitað til í okkar þarfir. Með hjálp þess viljum við getað gert okkur skiljanlega fyrir öðrum hvenær sem við þurfum á að halda. Og við viljum geta haft gagn af ann- arra skoðunum, skilið aðra. Ekk- ert mál getur fullnægt þessu í öllum tilfellum. En næst tak- markinu komast þau mál, sem töluð eru af flestum og flestir skilja; hin, sem fæstir tala og fæstir skilja, eru fjarst.“ „Bókmenntir okkar hljóta alltaf að verða ófullkomnar í samanburði við bókmenntir stórþjóðanna. Sá maður, sem á aðgang að fjölskrúðugum bók- menntum á móðurmáli sínu, stendur betur að vígi til að afla sér þekkingar en hinn, sem verð- ur að læra til þess útlend tungu- mál.“ „Og hvert væri svo tapið, ef við gætum skipt allt í einu á kunnáttunni á ensku og ís- lenzku? Tapið er það, að við ætt- um ekki eftir á kost á að lesa þær bókmenntir, sem við nú eig- um, öðruvísi en svo, að við lærð- um íslenzku sem útlent mál. En hvað væri unnið á móti? Meðal annars jafngreiður aðgangur fyrir okkur að enskum bók- menntum og við nú eigum að ís- lenzkum.“ „Vinningurinn er auðsær. Hjá hinum, sem mótmæla þessu, ræður óljós tilfinning.“ Opingáttarhugsjónin, sem markar þennan málflutning, virðist vitna um falslausa ást til ættjarðarinnar. Þeir, sem elska landið og vilja því vel, leggja á ráðin um það, hvernig þjóðinni muni geta vegnað sem bezt í landinu til frambúðar og á hvaða tungumáli. Alþjóðahyggju og ættjarðarást er stundum stillt upp sem andstæðum, en það er fölsk uppstilling. Lokum okkur ekki inni Ritstjóri Bjarka, Þorsteinn Gíslason, reri ekki einn á báti. Hlýðum á Einar H. Kvaran, einn fremsta rithöfund Íslands um aldamótin 1900. Þannig lauk hann fyrirlestri sínum, „Um ættjarðarást“ í Reykjavík 5. jan- úar 1896: „Ekkert gönuskeið ættjarðarástarinnar er háska- legra hjá fámennri og af- skekktri þjóð heldur en innilok- unarlöngunin. Í öllum lifandi bænum – hvað sem öllu öðru líð- ur – þá lofum lofti heimsmenn- ingarinnar, heimshugsananna að leika um okkur. Hræðumst ekki, þótt í því kunni stundum að ber- ast skarpar skúrir, þrumur og eldingar, og jafnvel óhollir eyði- merkurvindar. Það er eina ráðið til að viðra okkur, láta baðstofu- lyktina rjúka af ættjarðarást okkar og öllum okkar tilfinning- um og öllum okkar hugsjónum, eina ráðið til að fá nýtt loft ofan í lungun. Lokum okkur ekki inni. Það skal vera mitt síðasta orð í kvöld“. ■ Það var sögulegt um daginn þegarþingmenn stjórnarandstöðunnar létu það að mestu vera að spyrja ráð- herra ríkisstjórnarinnar í óundir- búnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Hingað til hafa þessar fyrirspurnir verið óskatími stjórnarandstöðun- nar; tækifæri til að sauma að ráð- herraliðinu um stefnu eða stefnu- leysi. Því hafa menn velt því fyrir sér hvort engin teljandi átök séu í stjórnmálunum eða hvort stjórna- randstaðan sé dauð úr öllum æðum. Þegar rýnt er í niðurstöður skoð- anakannana sem Fréttablaðið birti í síðustu viku kemur í ljós að staða ríkisstjórnarinnar er ekki sterk. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna myndi skila flokkunum eins manns meirihluta á þingi. Framsóknar- flokkurinn er aftur fallinn niður eft- ir að hafa toppað í kosningunum í vor. Í síðustu könnun reis Sjálfstæð- isflokkurinn upp í 40 prósent en hef- ur rokkað á milli 35 og 38 prósenta í könnunum það sem af er kjörtíma- bilinu. Þótt það sé yfir kjörfylginu í vor vilja sjálfstæðismenn vera ríf- lega yfir kjörfylgi í könnunum. Eins og þær mæla fylgi Framsóknar lágt mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins í þeim alltaf hátt yfir kjörfylgi. Fylgi við ríkisstjórnina rétt skríður nú yfir 50 prósentin en það er ákaflega fátítt að ríkisstjórnir á Íslandi njóti ekki meirihlutafylgis í könnunum. Staða ríkisstjórnarinnar er því ekki sterk og stjórnarflokkarnir eru ekki að skora í könnunum. Það sama má segja um ýmis mál ríkisstjórnar- innar. Fylgi við ákvörðun hennar um stuðning við innrásina í Írak er enn hverfandi. Áhersla ráðherra á vald- leysi forsetans er sömuleiðis skoðun mikils minnihluta fólks. Og þannig má áfram telja. En staða ríkisstjórnar verður aldrei veikari en styrkur stjórnar- andstöðunnar. Samanlagt hafa stjórn- arandstöðuflokkarnir lítið bætt við fylgi sitt frá kosningunum í vor. Vinstri grænir hafa bætt sig, Sam- fylkingin tapað litlu en Frjálslyndir meiru. Fyrir utan Íraksstríðið má ekki merkja neinn teljandi stuðning við áberandi baráttumál stjórnarand- stöðunnar – ef þau eru þá einhver. Persónulegur stuðningur við einstaka forystumenn í stjórnarandstöðunni er einnig lítill miðað við kannanir undanfarin misseri. Ef ríkisstjórnin er ekki í stuði er stjórnarandstaðan að sama skapi heldur bragðdauf. Kannski er ástæðan sú að átökin í stjórnmálunum eru ekki svo mikið á milli stjórnar og stjórnarandstöðu heldur fremur á milli stjórnar og við- skiptalífsins, stjórnar og forsetaemb- ættisins, stjórnar og fjölmiðla. Hvort sem það hefur verið af ásettu ráði eða ekki hefur ríkisstjórnin með þessu stolið glæpnum af stjórnarandstöð- unni; ráðherrarnir spanna bæði hlut- verk stjórnar og stjórnarandstöðu. Á meðan finnur stjórnarandstaðan sér ekkert hlutverk; varla getur hún ver- ið á móti því sama og stjórnin og ekki hentar það stjórnarandstöðu að verja ástandið í samfélaginu fyrir gagnrýni ríkisstjórnarinnar. Og á meðan þetta ástand varir er þagað í fyrirspurna- tímum á þingi. ■ Loksins er Árni MagnússonBjarnfreðssonar að meikaða í félagsmálaráðuneytinu. Hann ætlar að skrúfa fyrir fjáraustur- inn sem viðgengist hefur til há- tekjufólks í fæðingarorlofi. Fyrir það fær hann prik frá mér og von- andi sem flestum félags- hyggjusinnuðum mönnum og kon- um.“ Þannig byrjar pistill sem Hákon Baldur Hafsteinsson birtir á vefnum sellan.is í gær í tilefni af frumvarpi félagsmálaráðherra um að greiðslur úr fæðingar- orlofssjóði verði ekki hærri en 480 þúsund krónur á mánuði. Og Hákon heldur áfram: „Helsti gallinn við fæðingar- orlofslögin frá árinu 2000 var nefnilega ekki markmið þeirra. Markmiðið var einmitt að jafna rétt foreldranna til samvista við nýfædd börn sín og satt að segja hefur hið háa Alþingi vart stigið þarfari skref í langan tíma“. Helsti gallinn við lögin? Hver var þá gallinn? Hákon svarar því: „[H]nökrarnir eru vitaskuld hin arfavitlausa tilhög- un að greiða út fæðingarorlofið með hliðsjón af fyrri tekjum (80%). Nú geta rök staðið til þess að kjör fólks vegna atvinnumissis eða barneignafría taki að ein- hverju leyti mið af lifistandard. En þátttaka ríkisins á að beinast að foreldrum með almennum hætti en ekki með ,,jákvæðri“ tekjutengingu. Eins mikið og ég andæfi ,,neikvæðri“ tekjuteng- ingu (skerðingu opinberrar að- stoðar vegna tekna yfir ákveðnu marki) – þá er ég einnig á móti þeirri ,,jákvæðu“ (hliðsjón af fyrri tekjum). [...]“. Pistlahöfundur Vefþjóðviljans á andriki.is skoðar málið á annan hátt. Hann undrast þau ummæli í greinargerð frumvarpsins að meginmarkmiðum laga um fæð- ingar- og foreldraorlof væri stefnt í tvísýnu ef þak á greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði yrði lægra en 480.000 krónur á mán- uði. „Lögin ná með öðrum orðum ekki markmiði sínu nema allir launþegar aðrir en þeir sem hafa yfir 600.000 krónur í laun á mán- uði fái fullar félagslegar bætur fyrir að eignast börn. Jafnvel þeir sem hafa laun vel yfir meðallaun- um, til að mynda 400 til 500 þús- und krónur á mánuði, verða að fá óskerta félagslega aðstoð til að markmið laganna náist. Hvað skyldi það nú segja um lögin og markmið þeirra?“ Skattar verða hækkaðir Síðan segir í Vefþjóðviljanum: „Annað sem ekki vekur síður athygli við frumvarpið, en hefur af einhverjum ástæðum ekki fengið sömu umfjöllun og þakið sem sáralítil áhrif hefur á útgjöld úr sjóðnum, er sú staðreynd að skattar verða hækkaðir um 1.150 milljónir króna á ári til að standa straum af þeim viðbótarkostnaði sem lögin valda. Rétt er að endur- taka þetta: Skattar verða hækkað- ir um 1,15 milljarða króna til að standa undir þessum lögum sem þegar hafa kostað umtalsverða skattahækkun. Eins og áður er skattahækkunin nú falin með hundakúnstum. Annars vegar með tilfærslu á framlagi úr Atvinnuleysistryggingasjóði og hins vegar með því að færa stofn- un sem fengið hefur eyrnamerkt framlag af tryggingagjaldi beint undir ríkissjóð. Hreinlegra hefði vitaskuld verið að hækka trygg- ingagjaldið einfaldlega um 1.150 milljónir króna, en þá hefðu allir séð að verið væri að hækka skatta.“ ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um stjórn og stjórnarandstöðu. Hlerað á netinu ■ Skiptar skoðanir á netinu um fæðingarorlofssjóðinn 30 1. apríl 2004 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Leikskólagjöld eru tímaskekkja Þrátt fyrir að um 17.000 börn séu nú í leikskólum landsins gleym- ist þetta fyrsta skólastig oft. Þetta sést vel í þeirri umræðu sem nú er í samfélaginu um skólagjöld. Þá hugsa fáir til leik- skólanna þar sem skólagjöld eru þó hæst. Nú geta skólagjöld í leikskóla oft verið yfir 30.000 kr. á hverjum mánuði fyrir eitt barn. Það er alveg ljóst að slík gjöld, upp á um 400.000 kr. árlega, eru gríðarlega þungur baggi fyrir flestar fjöl- skyldur. Einn mánuður í leikskóla kostar svipað og eitt ár í háskóla. Fjölskyldur leikskólabarna eru iðulega sá hópur sem hefur hvað þrengstu fjárráðin. Hér er oftast um að ræða unga foreldra sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið og hefja þátttöku á vinnumarkaðinum. Nú er það nær almenn regla að börn fari í leikskóla enda er það eðlilegur hluti af skólagöngu hvers barns. Um 90% allra tveggja ára barna og eldri eru í leikskóla. Þessi háu skólagjöld eru mikil tímaskekkja og ber að afnema. ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Á AUGUSTOLAFUR.IS Frábært menningarfyrirbæri „Á ríkið að styrkja menningu?“ er í raun fáránleg spurning því menning er okkur jafn mikilvæg og heilbrigðiskerfið. Hún er svo stór partur af okkur að hún er í raun alls staðar þannig að ríkið er alla daga að styrkja menningu. Ríkið styrkir menningu með menntastefnu sinni, með sjúkra- húsum sínum, með virkjunum við Kárahnjúka og svo má lengi telja. Til gamans má geta að ríkið hefur líka alið af sér alveg frábært menningarfyrirbæri eins og t.d. Guðna Ágústsson með öllum sín- um frægu tilsvörum sem er á vör- um allra Íslendinga. Hann kemur samt oftast fram með góðfúslegu leyfi Framsóknarflokksins. HÁKON SKÚLASON Á HRIFLA.IS ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um ættjarðarást. ■ Af netinu FÆÐINGARORLOF Feðrum sem taka fæðingarorlof fjölgar ört Stjórn og stjórnarandstaða ■ Opingáttar- hugsjónin, sem markar þennan málflutning, virðist vitna um falslausa ást til ættjarðarinnar. Þeir, sem elska landið og vilja því vel, leggja á ráðin um það, hvernig þjóðinni muni geta vegnað sem bezt í landinu til frambúðar og á hvaða tungu- máli. Föstudaginn 2. apríl klukkan 20 • Vatnaveiði - Þorsteinn Vilhjálmsson • Helstu vorveiðisvæði SVFR kynnt • Kynning á nýrri heimasíðu SVFR. • Happahylurinn - glæsilegir vinningar og veiðileyfi. Stelpurnar í skemmtinefndinni Opið hús Deilt um fæðingarorlof Um daginnog veginn Um ættjarðarást
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.