Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 34
20 1. apríl 2004 FIMMTUDAGUR Þjóðin fagnaði þegar skip Sam-herja náðist á flot og öllum sem að því verki komu hælt á hvert reipi. Stjórnnendur Sam- herja lýstu þakklæti til allra, sem að verkinu komu, fyrir frábæra frammistöðu og þjóðinni fyrir stuðninginn. Allt var það ánægju- legt og við hæfi. Ekkert við þjóðina að tala Það vakti hins vegar athygli mína að strax og skipið losnaði af strandstað höfðu þeir Sam- herjamenn og íslenskt trygg- ingafélag þeirra ekkert við þjóðina að tala lengur og alls ekki við íslenskan skipaiðnað en létu þess í stað draga skipið til Noregs til viðgerðar. Mér er kunnugt um að þeir létu ekki svo lítið að kanna hvort hægt væri að taka skipið til viðgerðar í sinni eigin heimabyggð, Akur- eyri. Þar er þó allt til alls, en þessir herramenn höfðu ekki einu sinni fyrir því að hafa sam- band við þá, eða aðra aðila hér á landi, og kanna hvort og hvernig þeir gætu komið að viðgerð skipsins. Því var borið við að í Noregi fengju þeir fljótari af- greiðslu sinna mála og styttra væri í aðföng en heima. Hvernig þeir hafa komist að þessu án þess að kanna málið við landa okkar í skipaiðnaðinum er auð- vitað hrein og klár vanvirða og stenst enga skoðun. Sjaldan launar kálfur ofeldi Allt þetta ferli sannar fyrir mér að sjaldan launi kálfurinn ofeldið. Þjóðin afhenti þessu aðilum að- gang að sameiginlegri auðlind en þeir láta eins og þessi sama þjóð sé ekki til nema þegar það hentar þeim. Svo á íslenskur skipaiðnaður að vera klár með aðstöðu, vélar, tæki og hæfan mannskap þegar í nauðir rekur og þeir geta ekki far- ið með allt til útlanda í skjóli næt- ur. Þannig breytist gleði mín vegna giftusamlegrar björgunar í ógleði og sorg yfir því hvað menn eru fljótir að gleyma þeim sem að baki standa – þjóðinni allri. Öll er þessi atburðarás þó í hæsta máta þjóðleg og gæti hvergi átt sér stað nema á Íslandi. Mikil samstaða um björgun manna og verðmæta en síðan fullkomið skeytingarleysi fyrir því að halda verkum í landinu og nýta þau til að efla innlendan skipaiðnað og bæta um leið þjónustu við þá sjálfa. Víð- ast hvar annars staðar leggja menn metnað í að beina verkefn- um af þessu tagi til innlendra aðila eða a.m.k. að hafa samband við þá áður en þau eru færð á silfurfati í hendur útlendinga. Samstöðu þjóðarinnar á líka að nýta til að efla og bæta íslenskt at- vinnulíf en ekki að hlaupa í fang út- lendinga hvenær sem færi gefst. ■ ■ Bréf til blaðsins Enn borgað með rollukjöti Margrét Jónsdóttir skrifar: Fréttir berast af þingi umaukningu á sölu rollukjöts til útlanda á síðasta ári og hvað það kostaði þjóðina mikið. Svo og hvað menn hafa í hyggju í þeim efnum á næsta ári. Ráða mann, á kaupi frá ríkinu, til að annast sölu kjötsins í útlöndum og borga svo með auglýsingaher- ferðinni. Hvers vegna þurfum við landsmenn að bera kostnað af að auglýsa svona vörur frá framleiðendum? Því sjá þeir ekki alfarið um það sjálfir? Það er kunnara en frá þurfi að segja að Færeyingar eru hættir að framleiða kindakjöt en flytja það allt inn frá Íslandi. Þess í stað hafa þeir fáeinar tjóðraðar skjátur til skrauts. Sama er að segja um Ítali. Þeir fórna ekki sínum fagra gróðri í framleiðslu á rollukjöti en flytja það inn frá Ástralíu. Íslendingar fundu smugu á þessum markaði á haustin og eru farnir að selja þeim kjöt á þeim tíma. Þessar tvær fyrrnefndu þjóðir eru svo gáfaðar að fórna ekki gróðri síns lands til rollu- eldis en nota sér skammsýni annarra þjóða við verknaðinn. Í mínum huga er hvert kíló af kjöti sem selt er til útlanda að- för að gróðri landsins. Og ekki bara gróðri, heldur líka hálftóm- um buddum landsmanna. Auk þess fá bændur hvort sem er lít- ið sem ekkert fyrir sinn snúð. Til hvers að vera að þessu? Ekki segja að það sé til þess að halda uppi byggð í sveitum landsins, það er svo þvæld af- sökun. Það er vel hægt að lifa á landsbyggðinni án sauðfjár- búskapar. Ég mótmæli harðlega þessum peningaaustri í sauð- fjárbændur á þeim forsendum að með því er verið að neyða mig til að taka þátt í að fórna þessum fátæklega gróðri lands- ins. ■ Umræðan KOLVIÐUR HELGASON ■ blikksmíðameistari telur Samherjamenn hafa sýnt innlendum skipaiðnaði skeytingarleysi. UMRÆÐAN Nokkrum dögum eftir aðhryðjuverkamaðurinn Ariel Sharon forsætisráðherra Ísrael skipulagði og stjórnaði morðárás á leiðtoga Hamas samtakanna í Palestínu, Sheik Yassin, var hann sakaður um að hafa misfarið með fé til að tryggja flokki sínum Likud bandalaginu betra gengi í kosningum. Morðið á manninum í hjólastólnum, atbeini Sharon að því tilræði og áhrif peninga á borgaralegt lýðræði eru hlutir sem vekja mann til umhugsunar um réttlæti, mann- réttindi, lýðræði, áhrif peninga á stjórnmál og spill- ingu stjórnmála- manna. Þegar ríkis- stjórn Ísrael stend- ur fyrir skipulögð- um hryðjuverkum þá ætti það að kalla á einróma fordæmingu en gerir það ekki vegna sterkrar stöðu Bandaríkja- manna. Bandaríkin verja hryðjuverk sem framin eru af stjórn Ísrael. Sam- bærileg hryðju- verk hafa þó stundum kallað á hernaðarleg afskipti Bandaríkja- manna í öðrum löndum. Öll hryðjuverk eru fordæmanleg en alþjóðasamfélagið ætti samt að beita ríki refsiaðgerðum fram- kvæmi þau eða standi fyrir hryðjuverkum. Spilling stjórnmálamanna Það kæmi ekki á óvart þó að Sharon yrði ákærður. Sumir hafa haldið að hann yrði fyrr lát- in svara til saka fyrir hryðju- verk í Líbanon og Palestínu. Ástæða vanda Sharons nú er að hann hefur ekki fylgt reglum og að því er talið er gerðist of gráð- ugur til þess að fá peninga í kosningasjóð sinn. Ísrael er þrátt fyrir allt réttarríki þegar kemur að stjórn innri mála og þar gilda ákveðnar reglur sem stjórnmálamenn verða að fara eftir. Reglur sem eiga að tryggja lýðræði og koma í veg fyrir peningaþvætti. Verði Shar- on ákærður fyrir að hafa tekið fé til stjórnmálaflokks síns er hann ekki fyrsti stjórnmálamað- urinn sem gerist sekur um slíkt. Fyrir nokkrum árum voru réttarhöld í Þýskalandi yfir fyrrverandi kanslara Þýska- lands Helmut Kohl þar sem fram kom að hann hafði farið á svig við reglur um fjármuni í kosningasjóði flokks síns. Á tímabili töluðu menn í Þýska- landi um gangverð á þingmönn- um. Enskir stjórnmálamenn hafa svarað til saka fyrir að hafa ekki gætt reglna um að gefa upp hagsmunatengsl við fyrirtæki og stofnanir og fara að í andstöðu við reglur um fjár- mögnun stjórnmálaflokka. Halda mætti áfram að telja upp svipuð brot í fleiri löndum. Á Íslandi væru þessir hlutir hins vegar ekki brot. Við höfum valið þann kost að gefa stjórn- málamönnum frjálsar hendur til að fara að eins og þeim sýnist og haldi einhver að íslenskir stjórnmálamenn séu heilagri og betur gerðir en stjórnmálamenn á öðrum Vesturlöndum þá gæti sá hinn sami gert söguna um Lísu í Undralandi að stjórnmála- legu fræðiriti sínu. Máttur peninganna Borgaralegu lýðræði stafar e.t.v. mest hætta nú af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að stjórnmál vekja litla at- hygli og áhuga almennings. Auglýsingar rétt fyrir kosning- ar, fjáraustur og skrum hafa því stöðugt meiri áhrif á gengi stjórnmálaflokka og manna. Í öðru lagi er pólitískt tómarúm þar sem að á það skortir að átakalínur hafi myndast um við- fangsefni framtíðarinnar. Í þriðja lagi hafa fjársterkir aðil- ar og fyrirtæki beina hagsmuni af því að koma mönnum sér þóknanlegum til valda. Til að tryggja eðlilega stjórn- málastarfsemi og koma í veg fyrir óréttmæta markaðsstarf- semi og jafnvel á stundum skipulagða glæpastarfsemi er því nauðsynlegt að hafa löggjöf um fjármál stjórnmálaflokka og skyldu stjórnmálamanna til að gefa upp hagsmunatengsl og stuðningsaðila. Á Íslandi er eng- in slík löggjöf. Sharonar ís- lenskra stjórnmála yrðu því ekki dregnir fyrir dóm ákærðir fyrir brot sem Sharon er gefið að sök. Slíkt er ekki refsivert hér. Lög vantar hér á landi Engin viðurlög eru við óeði- legum fjárreiðum stjórnmála- flokka sem njóta þess að vera einskonar fríríki í þjóðlífinu og taka sér vænan stuðning frá skattgreiðendum. Stjórnmála- flokkarnir eru sæmilega sáttir við þetta kerfi. Kerfið er þannig að stjórnmálaflokkarnir skammta sér sjálfir að geðþótta og þörfum nokkur hundruð milljónir árlega í fjárlögun en tryggja jafnframt að engar aðr- ar greiðslur komi til að efla ann- að lýðræðisstarf í landinu. Ekk- ert eftirlit er með bókhaldi eða fjárreiðum stjórnmálaflokkana. Stjórnmálamenn hér yrðu því ekki ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í afgreiðslu mála vegna hagsmuna fyrirtækja sem þeir tengjast hagsmunatengslum eins og t.d. bandaríska fyrirtæk- isins í Vatnsmýrinni. ■ Nú liggur fyrir Alþingi frumvarpVinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í frumvarpinu er lagt til að heimildir Jafnréttisstofu verði auknar þannig að stofnuninni verði heimilt að fara inn í fyrirtæki og leggja hald á gögn þeirra ef rök- studdur grunur leikur á því að um kynjabundinn launamun sé að ræða innan fyrirtækisins. Atli Gíslason, flutningsmaður frumvarpsins, hefur ásamt fleiri stuðningsmönnum sértækra að- gerða ríkisvaldsins til að bregðast við meintum launamun kynjanna haldið því fram að kynjabundinn launamunur sé brot á jafnræðis- reglu stjórnarskrárinnar og sé þar með mannréttindabrot. Jafnvel þótt ákvörðun atvinnurekenda að greiða kvenfólki lægri laun en körlum, ein- göngu á grundvelli kyns þeirra, telj- ist brot á lagalegum rétti einstak- linga er ekki þar með sagt að launa- munurinn sjálfur sé mannréttinda- brot. Aðrar ástæður liggja nefni- lega að baki honum. Eðlilegar skýringar Því hefur verið haldið fram að konur hafi um 60% af heildarlaun- um karlmanna. Ef fullyrðingar um launamun reynast á rökum reistar tel ég að launamuninn megi útskýra með því að konur og karlar sækja í ólík störf og vinnutími þeirra er mjög breytilegur eftir störfum. Til að mynda vinna karlmenn fleiri yfirvinnustundir á meðan konur vilja frekar fastan vinnutíma. Karl- menn vinna frekar á vöktum á sama tíma og konur gera það ekki. Einnig starfa konur í meiri mæli við hluta- störf og fleira mætti nefna. Þegar af þessum ástæðum er ekki óeðlilegt að nokkur launamunur sé fyrir hendi. Einnig má benda á að það hefur aldrei verið markmið að út- rýma launamun kynja í ólíkum störfum. Varla er ætlast til þess að Jafnréttisstofa eigi að sekta fyrir- tæki vegna þess að það greiðir karl- kyns forstjóra hærri laun en kven- kyns ritara. Á móti benda stuðningsmenn sértækra aðgerða á að launamunur sé einnig til staðar á milli karla og kvenna sem vinna sama fjölda vinnustunda, en þá hafi konur um 72% af launum karla. Líkt og áður kom fram, starfa konur og karlar oft á tíðum við ólík störf. Til eru svokölluð karlastörf og kvennastörf og oftar en ekki er minna greitt fyr- ir kvennastörfin. Samkvæmt skýrslu nefndar um efnahagsleg völd kvenna má skýra 21-24% af þessum launamun með ólíkum starfsvettvangi, starfi, menntun og ráðningarfyrirkomulagi kynjanna. Hinn óeðlilegi munur En þá kemur að hinum eina sann- gjarna mælikvarða á launamun kynjanna, þ.e. samanburður á laun- um tveggja einstaklinga af hvoru kyni fyrir nákvæmlega sama starf. Það hlýtur að vera eini mælikvarð- inn á launamun, sérstaklega ef menn ræða um að launamunur kynjanna sé mannréttindabrot. Ótækt væri að bera saman ólík störf eða ólíkan vinnutíma til að skera úr um slík brot. Samkvæmt ofan- greindri skýrslu forsætisráðuneyt- isins stendur eftir 7-11% launamun- ur ef um er að ræða einstaklinga af ólíku kyni í sama starfi. Nú hafa kannanir á vinnumarkaði leitt í ljós að konur sækjast ekki eftir jafn háum launum og karlar í sömu vinnu. Þær eru af einhverjum ástæðum ekki reiðubúnar til að fara fram á hærri laun þegar kemur að því að semja við vinnuveitendur sína. Könnun Verslunarmanna- félags Reykjavíkur á launamun kynjanna innan VR sýndi að konur í fullu starfi vilja að meðaltali 258 þúsund kr. í dagvinnulaun á mánuði en karlar í fullu starfi 310 þúsund kr. Um er að ræða 20% mun á launa- kröfum kynjanna en hann fer í 12% þegar tekið er tillit til starfs, aldurs og starfsaldurs. Er þetta ekki ástæðan? Má ekki rekja launamuninn til einstaklings- bundinna samninga launþega við vinnuveitendur sína? Ef þetta er niðurstaðan, eins og tölurnar benda skýrt til, hverju myndu þá sértækar aðgerðir ríkisvaldsins breyta? Myndu valdheimildir Jafnréttis- stofu hvetja konur til að krefjast hærri launa og þar með útrýma kynjabundnum launamun? Það leyfi ég mér að efast um. Afnám samningafrelsis? Í hverju er mannréttindabrotið fólgið sem stuðningsmenn sértækra aðgerða vilja meina að sé framið og hver er það sem fremur það? Ef það er atvinnuveitandinn, er launþeginn þá ekki samsekur vegna þess að hann samdi jú sjálfur um lægri laun við atvinnurekandann en hann hefði getað fengið? Með því að skylda atvinnurek- endur til að greiða starfsfólki sínu sömu laun værum við að afnema frelsi launafólks til að semja um launakjör sín. Við værum að skylda alla til að fylgja sömu kjarasamn- ingum þannig að enginn megi semja um hærri eða lægri laun en sam- starfsmaður hans fær. Atvinnurek- endur myndu aldrei hækka laun ein- stakra starfsmanna vegna þess að þá neyddust þeir um leið til þess að hækka alla samstarfsmenn þeirra um leið. Laun á vinnumarkaði eiga að vera samningsatriði launafólks og atvinnurekenda byggð á hæfileik- um launþegans, hvort sem það er gert á einstaklingsgrundvelli eða með aðild verkalýðsfélaga. Réttur launafólks til að semja um kjör sín er löngu viðurkenndur. Sértækar aðgerðir ríkisvaldsins senda launafólk marga áratugi aftur í tímann. ■ Galli blandin gleði Umræðan JÓN MAGN- ÚSSON HRL. ■ telur nauðsyn- legt að setja lög um fjármál stjórnmálaflokka. Umræðan HAUKUR ÖRN BIRGISSON ■ formaður Frjálshyggju- félagsins telur að laun eigi að vera sam- komulagsatriði á vinnumarkaði. Hættunni boðið heimEiga allir að vera með sömu laun? ■ Kerfið er þannig að stjórnmála- flokkarnir skammta sér sjálfir að geð- þótta og þörfum nokkur hundruð milljónir árlega í fjárlögun en tryggja jafnframt að engar aðrar greiðslur komi til að efla annað lýðræðisstarf í landinu. [...] Stjórnmálamenn hér yrðu því ekki ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í afgreiðslu mála vegna hagsmuna fyrirtækja sem þeir tengjast hagsmunatengsl- um           
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.