Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 1. apríl 2004 35 ■ Af netinu Allir farþegar, sem mæta í innritun fyrir kl. 6 að morgni, fá páskagjöf og njóta sértilboða í verslunum flugstöðvarinnar. Þeim sem mæta á einkabílum fyrir kl. 6 býðst jafnframt að geyma bílinn frítt í tvo sólarhringa á bílastæði Securitas. Þeir sem taka rútu Kynnisferða kl. 4.45 fá 15% afslátt. Miðar eru afhentir í innritunarsal og í afgreiðslu Securitas á bílastæðum. Athugið að innritun hefst kl. 5.00. Tilboðið gildir til 12. apríl. Það er vor í lofti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Dagana frá 31. mars til 12. apríl verða verslanir á svæðinu með spennandi tilboð á ýmsum vörum. tilboðsdagarí Leifsstöð Morgunstund gefur gull í mund – sérstakur glaðningur fyrir árrisula Þórunn Ólafsdóttir hjúkrunar-forstjóri heimahjúkrunar! Reynsla er dýr kennari, það hafa margir reynt. Sumir læra af henni, aðrir ekki. Að gleyma að hugsa getur skilið milli lífs og dauða. Það hefur komið fram í viðtölum við þig að í starfi þínu séu aðalatriðin aukaatriði. Getur verið að störf stjórnar þinnar tengist pólitískum draumórum Framsóknarflokksins og tipli hans til að lifa af? Vald án hugsun- ar um afleiðingar setur borgarana í hættu. Í nýafstaðinni deilu, þar sem stjórn heimahjúkrunar misskildi hlutverk sitt gróflega, er heil- brigðiskerfið pólitískt bitbein embættismanna. Svo er og með uppsagnirnar á sjúkrahúsunum. Hlutverk stjórnar þinnar er ekki að vera í stríði fyrir ráðuneyti Framsóknarflokksins gegn starfs- konum þínum og skjólstæðingum. Að haga sér eins og ísdrottning við eigin stétt sæmir ekki mann- eskju sem vill láta gott af sér leiða. Góðir stjórnendur vita að vellíðan í vinnu fylgir góður andi og það skilar sér. Tilfinningakuldi er einkenni fátæktar í mannleg- um samskiptum. Friður fylgir alvöru fagfólki Ekki veit ég hvort er brjóstum- kennanlegra, ráðherra sem stríðir við kvennastétt, aldraða og veika, eða forstjóri sem telur tölur mik- ilvægari fólki. Ef alvöru fagfólk, þá á ég við fólk sem hefur tilfinn- ingar og skilning á mannlegum samskiptum, skipaði stjórn heimahjúkrunar, ríkti friður. Það tilheyrir ekki að beita sverði til að ná samningum. Á sama tíma og dugmiklir einstaklingar hafa skorið upp herör gegn þeirri þjóð- félagsplágu sem einelti er nýtir Framsókn sér stjórn þína. Óþol- andi er að þessi litli flokkur kom- ist upp með að níðast endalaust á hjúkrunarfræðingum, sjúkralið- um og skjólstæðingum þeirra. Ég skil ekki hvaða hag þú hef- ur af að fjandskapast við starfs- systur þínar. Hvers vegna viltu bæla konurnar sem höfðu kjark til að láta ekki kúga sig og fórnuðu sér fyrir félaga sína svo kaup- skerðingin yrði minni? Þú fékkst tækifæri til að biðjast afsökunar á brigslyrðum eins og Guðmundur Einarsson kaus að gera. Þú valdir verri leiðina og nú sitja óvild og leiðindi eftir. Það var rangt hjá þér að telja neyðarástand létt- væga röskun og að álasa konunum fyrir að gefa skjólstæðingum símanúmer sín, því það gera þær til öryggis fyrir þá. Hverfastjórar eiga ekki að þurfa að óttast stjórn- anda og hann má ekki vera ósjá- andi á hvort hann veldur saklausu fólki óþægindum. Tókst að reka fleyg Þér tókst að reka fleyg á milli starfskvennanna og valda samfé- lagslegum örðugleikum sem eru andlegir fjötrar og hverjum manni vorkunn að bera. Ef Fram- sókn væri ekki heillum horfin, yrði Jóni vikið fyrir Siv og þú lát- in fara svo starfskonum og skjól- stæðingum liði betur. Hafi skrif mín um stjórn heimahjúkrunnar angrað þig er ég til í að ræða það við þig á openberum vettvangi. Að lokum, húmorsleysi þitt kemur ekki í veg fyrir glettnina í samskiptum starfskvenna og skjólstæðinga. Einum, sem beið hjálpar til tvö um nótt, varð að orði þegar yfirhlaðin konan var búin að koma honum í rúmið: Fleiri menn þú háttað hefur heldur en drottinn konum gefur. Þegar þú við rúm mitt tefur þá vaki ég og borgin sefur. ■ Lúpulegur ráðherra Það var lúpulegur verðandi for- sætisráðherra sem mætti í Kast- ljósið í gærkvöldi og reyndi af veikum mætti, og sennilega gegn betri vitund, að réttlæta stríðs- mangið í Írak, eða ölluheldur hlut Íslendinga í því. [...] Mikið væri ánægjulegt að sjá loksins íslenskan ráðamann við- urkenna mistök og að tiltekin ákvörðun hafi verið illa upplýst, óábyrg og hefði raunveruleg, nei- kvæð áhrif á einstaklinga úti í heimi. Það er ekki nóg að klappa sjálfu sér á öxlina og hossa flokksbræðrum á hnjám sér þeg- ar vel tekst til. En Halldór kýs að beita því sem kalla má „þeir létu mig gera það“ taktíkinni. Það mætti einnig útleggjast sem aumingjasyndrómið. BERGSTEINN SIGURÐSSON Á SELLAN.IS Samkeppni orkufyrirtækja Orkumálastjóri hreyfði mikil- vægu máli á ársfundi Orkustofn- unar í liðinni viku. Hann benti á þann vanda sem væri í uppsigl- ingu vegna samkeppni orkufyrir- tækja um virkjanlegar orkulindir. [...] Sem dæmi rifjaði orkumálastjóri m.a. upp að tvö fyrirtæki, Norður- orka og Orkuveita Reykjavíkur, hafa þegar lýst áhuga sínum á virkjun í Skjálfandafljóti. Það kom svo í ljós á ársfundi Ís- lenskra orkurannsókna á föstu- dag, að Landsvirkjun dreif líka í því í vikunni að sækja um rann- sóknarleyfi, einkaleyfi til rann- sókna í sjö ár, í Skjálfandafljóti. Þar með eru fyrirtækin orðin þrjú sem sækjast eftir þessum réttind- um. Og hvað á nú að gera? Ekki auðvelt verk fyrir ráðherra, en ekki svo sem óvænt því ef fólk heykist á því að vinna sína heimavinnu þá kemur það venju- lega í hausinn á því. Nú væri nefnilega gott að hafa auðlinda- stefnu og geta vísað til hennar í stað þess að þurfa að móta regl- urnar undir áhrifum hagsmuna- aðila. SVANFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR Á SAMFYLKING.IS Aukin afköst og árangur Aukin afköst og árangur í námi á öllum skólastigum ættu að vera kjörorð umræðu um menntamál. Tillögur um ,,styttingu“ fram- haldsskólans taka alls ekki á meginkjarna málsins, sem er: Samþætting allra skólastiga, mikið brottfall framhaldsskóla- nema og takmarkað námsfram- boð til þeirra, þróun nýrra náms- leiða og kennsluaðferða til að koma til móts við nemendur á öllum aldri. STEFÁN JÓN HAFSTEIN Á SAMFYLKING.IS Menn sem girnast börn Menn sem girnast börn og láta það eftir sér eru með þeim allra hættulegustu mönnum sem fyrir- finnast í samfélaginu. Slíkir glæpir eru í raun skilgreiningin á réttlætingu fyrir frelsisviptingu glæpamanna. Samfélag sem ekki gerir allt sem mögulegt er til að vernda fólk frá slíkum skaðvöld- um á ekki skilið að kalla sig siðað. ÞÓRLINDUR KJARTANSSON Á DEIGLAN.COM Umræðan ALBERT JENSEN ■ segir að hjúkrunarforstjóri heima- hjúkrunar megi ekki haga sér eins og ísdrottning. Ekki beita sverði til að ná samningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.