Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 39
39FIMMTUDAGUR 1. apríl 2004 ■ Út í heim ■ Um landið Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is Spennandi ævint‡rafer›ir til allra heimsálfa me› Encounter, Dragoman, Contiki, Intrepid, Imaginative Traveller, Tucan o.fl. Allar nánari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu okkar eða á www.exit.is. Færð þú MasterCard Ferðaávísun? Þú tekur flugið frá BSÍ frá og með 1. apríl til og frá BSÍ www.re.is flybus sími: 461 2500 • gsm: 895 0625 • fax: 461 2502 www.akurinn.is • info@akurinn.is HÓTEL SKÍÐAMANNSINS FRÁBÆR OPNUNARTILBOÐ Gistiheimilið Akur Inn FISKUR TIL SÖLU Mikið er borðað af fisk í Maputo og fiskur alls staðar til sölu. VOPN VERÐA LIST Eftir að borgarastríðinu í Mósambík lauk 1992 hafa vopnin fengið nýtt hlutverk í höndum listamanna. NÝKOMINN AF VEIÐUM Og fiskurinn að sjálfsögðu til sölu. CATEMPE Huggulegt er að fara í göngutúr á þessari strönd. Við eyddum nýverið fjórum dög-um í paradís á jörð. Við ferðuð- umst til eyjunnar Sipadan sem er utan við austurströnd malasíska hluta Borneo. Sipadan er best lýst sem paradís kafara og er eyjan tal- in vera meðal bestu köfunarstaða í heimi. Það sem gerir hana sérstaka er gríðarlegt magn sjávardýra sem sækja heim þessa eyju sem stendur eins og 600 metra Hallgrímskirkju- turn (reyndar eins og 8 turnar) af sjávarbotninum og það er því magn- að að kafa meðfram þverhníptum veggnum sem umlykur hana. Það var því eins gott að missa ekki neitt, því það hefði endað á 600 metra dýpi. Þarna sáum við ýmsa kynjafiska, marga þeirra mjög litfagra og sér- kennilega í útliti. Einna eftirminni- legast var þó að sjá ýmsar hákarla- tegundir eins og svartugga og hví- tugga en það var þó stórkostlegast að sjá hlébarðaháf (e. Leopard shark) og torfu af sleggjuhausum (e. Hammerhead shark). Við feng- um nokkur tækifæri að synda við hliðina á risaskjaldbökum, það er ólýsanleg tilfinning að synda við hliðina á þessum fallegu skepnum. Að auki fengum við að sjá þegar skjaldbökuungum var sleppt frá eldisstöðinni á eyjunni. Það var ekki hægt að kvarta yfir hitastiginu í sjónum sem var að jafnaði 28˚ C og lofthitinn 32˚ C. Þegar við vorum ekki í kafi skiptumst við á sögum við aðra kafara, spiluðum pool og nutum þess að slappa af á skjanna- hvítri ströndinni á þessari frábæru eyju. Þess má geta að Nemo (e. False Clown Anemonefish) og flest- ir félaga hans eru í hafinu umhverf- is Sipadan. Eftir fjögurra daga frá- bæra köfun urðum við að kveðja eyjuna og halda áfram ferð okkar um Suðaustur-Asíu. Sjáið myndir úr köfuninni og pistla á heimsfari.com. Með kveðju frá Borneo, Þórir og Gunnar. GUNNAR OG ÞÓRIR Nutu þess að kafa við eyjuna Sipadan við Borneo. Heimsferð GUNNAR OG ÞÓRIR ■ skrifa ferðapistla úr 120 daga heimsreisu sinni. Synt með risaskjaldbökum Lundúnir í miklu uppáhaldi: Eins og að ganga inn í litla hippaborg Mér tókst að villast á Oxford-stræti miðju og það þrátt fyr- ir ofurtrú mína á eigin áttaskyn í útlöndum. Auðvitað þykist ég vera sérfræðingur um leið og út fyrir landsteinana er komið, þó ég rati ekkert í Reykjavík. Ég hafði enga hugmynd um hvert göturnar sneru og leið eftir nokkur skref eins og ég væri kominn hálfa leiðina upp í Kópavog. Konan mín hlær ennþá að þessum skelfilega hlægilega at- burði. Þrátt fyrir þetta er London ein skemmtilegasta borg sem ég hef heimsótt. Borgin er einhvern veginn svo uppfull af lífi og fjöl- breytileika. Við hjónin reynum að komast þangað á hverju ári.“ segir Björgvin Gíslason leikari kíminn á svip þegar hann aðspurður rifjar upp kómískar minningar frá síð- asta ferðalagi sínu til skemmtileg- ustu stórborgar sem hann hefur heimsótt. „Kannski London sé þó í sér- stöku uppáhaldi hjá mér því ég hef í raun ekki farið víða. Auðvit- að hefur maður heimsótt ein- hverjar sólarstrandir. Prag þótti mér afskaplega falleg borg og Danmörk skemmtilegt land, en ég átti þar stutt stopp og ég fann ekki til sömu áhrifa.“ Camden-markaðurinn vann hug og hjarta þeirra hjóna, en leikhús borgarinnar fengu einnig sinn skerf. „Við þræddum leik- húsin nú í ágúst, á síðasta ferða- lagi okkar til London. Sáum eina þrjá söngleiki á jafn mörgum dög- um. Þar sáum við Chicago, Bombay Dreams og svo Lion King, sem situr mjög í mér. Dýrin voru svo risavaxin á sviðinu að það var hrikalegt á að líta.“ En hvað olli áhuga Björgvins á úti- mörkuðum borgarinnar? „Að stíga fæti inn á Camden- markaðinn er eins og að ganga inn í litla hippaborg. Þarna ægir öll- um lífsstefnum saman. Týpurnar eru æðislegar. Ráðandi þótti mér listamannsbragurinn. Að þræða þessar litlu verslanir, setjast að því loknu niður á kaffihúsum og mæla rómantíkina, sem smýgur gegnum hverja glufu, er alveg með ólíkindum.“ ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SI G U RÐ SS O N BJÖRGVIN FRANZ GÍSLASON „Útsmoginn sérfræðingur í gatnakerfum stórborga.“ SKÍÐAFERÐ Í SKAFTÁRHREPPI Útivist efnir til sex daga skíða- ferðar í Skaftárhrepp 7. til 12. apr- íl. Farið á skíðum frá Skaftárdal um Leiðólfsfell í Hrossatungur. Þar verður gist í þrjár nætur. Gengið um Lakagíga og ef hægt er á Laka en þaðan er gott útsýni yfir Síðumannaafrétt og Lakagígaröð- ina. Gist í Tunguseli síðustu nótt- ina. Göngunni lýkur í Skaftárdal. Brottför kl. 20, 7. apríl. SKÍÐAFERÐ UM KJÖL Fjögurra daga skíðaferð verður farin um Kjöl á vegum Útivistar um pásk- ana, 8. til 11. apríl. Ekið að Hvera- völlum og gengið þaðan um Þjófa- dali í Þverbrekknamúla. Haldið meðfram Fúlukvísl og Hrefnu- búðum að Árbúðum og gist þar. Þaðan verður farið yfir Bláfells- háls þangað sem hópurinn verður sóttur. Brottför kl. 8 á skírdag. PÁSKAR Í ÞÓRSMÖRK Ferðafélag- ið verður með opið í Langadal yfir hátíðirnar 8.-12. apríl 2004. Boðið verður upp á gönguferðir með leiðsögn, allt eftir veðri og aðstæðum. Ferðalangar koma á eigin vegum og geta dvalið í eina til fjórar nætur í Skagfjörðs- skála. Svefnpokagisting kostar kr. 1.100 fyrir félagsmenn og 1.600 fyrir aðra. Hálft gjald fyrir börn og frítt fyrir 7 ára og yngri. Kveikt verður á grillinu um kvöldmatartímann. PÁSKAR Í BÁSUM Um páska er hægt að njóta friðsældar í Básum 10. til 12. apríl. Farið verður í gönguferðir, skíðaferðir og/eða sleðaferðir, allt eftir veðri. Brottför kl. 8 laugardaginn 10. apríl. DAGSFERÐ Á PÁSKADAG Ekið verður um uppsveitir Árnessýslu og komið við á ýmsum stöðum. Einnig verður gengið um Hauka- dalsskóg og farið í hátíðamessu í Skálholti. Prestur séra Egill Hall- dórsson. Brottför frá Mörkinni 6 kl. 10. Verð kr. 4.000 fyrir félags- menn og 4.500 fyrir aðra. GOLF Á ÍRLANDI GB Ferðir hafa gert samning við Mount Juliet Conrad á Írlandi. Þessi frægi golfvöllur er sá fyrsti sem Jack Nicklaus hannaði í Evrópu. Völl- urinn var vígður árið 1991 og hafa mörg stórmóti farið fram á honum. Hótelið er glæsilegt og var valið 25. besta hótel í Evrópu af Condé Nast. PÁSKAR Á BENIDORM Heims- ferðir bjóða 14 daga páskaferð til Benidorm 7. apríl. Verðið er frá kr. 39.995 miðað við að bóka strax og fjórum dögum fyrir brottför er tilkynnt um hótel. Verðið mið- ast við hjón með tvö börn, 2-11 ára og að bókað sé á netinu á www.heimsferdir.is. Ef tveir eru saman í stúdíói er verðið frá kr. 49.990.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.