Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 54
54 1. apríl 2004 FIMMTUDAGUR KEPPT UM SÆTI Á ÓL Ástralinn Jim Piper í keppni í 200 metra bringusundi á úrtökumóti fyrir Ólympíu- leikana í sumar. Sund hvað?hvar?hvenær? 29 30 31 1 2 3 4 APRÍL Fimmtudagur Louis Saha ekki hrifinn af Van Nistelrooy: Henry er miklu betri FÓTBOLTI Franski framherjinn Louis Saha er ekki hrifinn af félaga sínum í framlínu Manchester United, Ruud van Nistelrooy, ef marka má orð sem hann lét falla í enskum fjöl- miðlum í gær. Saha telur að Thierry Henry, framherji Arsenal, sé mun betri leikmaður í alla staði. „Ruud vantar reynslu af stórleikjum. Thierry hefur spilað í úrslitaleikjum stórmóta og veit hvernig hann á að undirbúa sig fyrir slíka leiki,“ sagði Saha. Hann gagn- rýndi van Nistelrooy ennfremur fyrir að taka lítinn þátt í spili liðsins og skoraði aldrei fyrir utan teig. „Hann tekur lítinn þátt í spili liðsins enda snýst all- ur hans leikur um að afgreiða boltann í netið af stuttu færi. Hann skorar aldrei fyrir utan vítateig og tekur aldrei auka- spyrnur. Það er afskaplega sjaldan sem hann skýtur á markið fyrir utan teig.“ Ekki er vitað hvaða hvatir liggja að baki þessum orðum Saha sem eru síst til þess fallin að skapa góðan anda í leikmannahópi Manchest- er United. ■ Spáir hnífjöfnu einvígi Hafnarfjarðarliðanna Stefán Arnarsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, spáir í spilin fyrir átta liða úrslit RE/MAX-deildar kvenna sem hefjast í kvöld með þremur leikjum. HANDBOLTI Átta liða úrslit RE/MAX- deildar kvenna hefjast í kvöld með þremur leikjum og sá fjórði fer fram í Eyjum annað kvöld. Það félag sem sigrar í tveimur leikjum kemst í undanúrslit. Spennan verður líklega mest í Hafnarfirði í leikjum erki- fjendanna Hauka og FH. „Ég spái því að þessi viðureign fari í þrjá leiki,“ sagði Stefán Arnars- son, þjálfari A-landsliðs kvenna. „Það hefur verið jafnræði með liðunum í vetur og FH vann á Ásvöllum í fyrsta sinn í átta eða níu ár að mig minnir. Þær eru þá búnar að kveða niður þann draug að þær geti ekki unnið á Ásvöllum.“ FH-ingar sigruðu 30-27 á Ásvöllum í lok janúar en Haukar unnu hina tvo leikina. „Þetta verður hnífjafnt einvígi og ég treysti mér ekki til að spá um það,“ svaraði Stefán þegar hann var spurður um hvort félagið kæmist í undanúrslit. Stefán á einnig von á skemmtilegum leikjum milli Stjörnunnar og Gróttu/KR. „Ég á von á að Stjarnan vinni í tveimur leikjum. Stjarnan er komin með gríðarlega skemmti- legt lið sem hefur góða breidd.“ Valur, sem varð í öðru sæti í deildinni, leikur við Víking sem lenti í sjöunda sæti, fjórtán stig- um á eftir Val. Valur vann alla þrjá leiki félaganna í vetur frek- ar örugglega. Stefán reiknar engu að síður með þriggja leikja eingvígi. „Drífa Skúladóttir, einn lykilmanna Vals, meiddist á ökkla á æfingu á þriðjudag og verður ekki með í leikjunum gegn Víkingi.“ Fyrr í vetur fór annar lykilmaður Vals, Brynja Steinsen, í barneignarleyfi. „Brynja er gríðarlega mikill leiðtogi og Valsstúlkur lentu í smá lægð eftir að hún hætti að leika. Þær eru búnar að ná sér upp úr lægðinni og hafa leikið mjög vel að undanförnu.“ Íslands- og bikarmeistarar ÍBV leika við KA/Þór í Eyjum annað kvöld. „Ég held að það sé borðleggjandi að ÍBV vinni þetta einvígi 2-0. Mér skilst að báðir leikirnir verði í Eyjum.“ Stefán á ekki von á að ÍBV hvíli sína lykilmenn í átta liða úrslit- unum vegna leikjaálags. „Í úr- slitakeppninni skiptir máli að halda mönnum í leikæfingu. Lykilmennirnir hafa líka fengið ágætis hvíld í síðustu leikjum.“ Telur Stefán að eitthvert lið- anna geti haft betur í keppni við sigursælt lið Íslandsmeistara ÍBV? „Eins og í öðrum hóp- íþróttum getur allt gerst,“ sagði Stefán. „Stjarnan hefur alla burði til þess og Valsliðið er sterkt. Þessi lið geta unnið ÍBV á góðum degi.“ ■ 95.000 TÖL VA 34.990 Skj ár 6.990 pren tari 5.990 stól l 5.990 borð 129.990 frítt frítt frítt TILB OÐ #1 PRENTARI • TÖLVUBORÐ • SKRIFBORÐSTÓLL • LIFE 2.6 GHz • 15" flatur TFT skjár • HP 3520 Bleksprautuprentari • Intel Celeron 2.6 GHz • 512 MB DDR háhraða minni • Radeon 9200 LE Skjákort - 128MB, Tv out • 80GB 7200 snúninga hraðskreiður diskur • DVD Drif og geislaskrifari • Þráðluast netkort 11mbps/802.11b • Þráðlaus mús og lyklaborð • PowerCinema Suite DVD hugbúnaður • Tveggja ára ábyrgð ALLT NEMA HERBERGIÐ SJÁLFT SkeifunniSmáralindAkureyriwww.office1.is550 4100 ■ ■ LEIKIR  19.15 Fyrsti úrslitaleikur Snæfells og Keflavíkur í úrslitum Intersport- deildarinnar í körfubolta.  19.15 Stjarnan keppir við Gróttu/KR í Ásgarði í átta liða úrslitum 1. deildar kvenna í handbolta.  19.15 Hafnarfjarðarfélögin Haukar og FH leika á Ásvöllum í átta liða úrslitum 1. deildar kvenna í hand- bolta.  19.15 Valur mætir Víkingi í Vals- heimilinu í átta liða úrslitum 1. deildar kvenna í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Skíðamót Íslands á RÚV. Samantekt frá fyrsta keppnisdegi skíðalandsmóts á Ísafirði.  17.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.00 Sterkasti maður heims á Sýn. Upprifjun á mótunum Sterkasti maður heims. Í kvöld verður sýnt frá keppninni árið 1990.  19.00 Intersport-deildin á Sýn. Bein útsending frá fyrsta úrslita- leik Snæfells og Keflavíkur í úr- slitum Intersport-deildarinnar í körfubolta.  20.00 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. Bein útsending frá seinni hálfleik leiks Hauka og FH í átta liða úrslitum kvenna.  22.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Enski boltinn frá ýmsum hliðum. Sýnd verða öll mörkin úr leikjum úrvalsdeildarinnar frá síðustu helgi.  22.50 Skíðamót Íslands á RÚV. Samantekt frá öðrum keppnisdegi skíðalandsmóts á Ísafirði. SAHA OG VAN NISTELROOY Félagarnir fagna væntanlega ekki næstu mörkum sínum á þennan hátt eftir útspil Saha. ÁTTA LIÐA ÚRSLIT Í 1. DEILD KVENNA Leikir í kvöld 19.15 Stjarnan - Grótta/KR Ásgarður 19.15 Haukar - FH Ásvellir 19.15 Valur - Víkingur Valsheimili Leikur annað kvöld 19.15 ÍBV - KA/Þór Vestmannaeyjar Leikir á laugardag 13.00 KA/Þór - ÍBV Vestmannaeyjar 16.15 Víkingur - Valur Víkin 16.30 Grótta/KR - Stjarnan Seltj.nes Leikur á sunnudag 19.15 FH - Haukar Kaplakriki NÁGRANNASLAGUR Haukar og FH keppa um sæti í undanúrslitum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.