Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 LAUGARDAGUR LEIKIÐ Í KÖRFU- OG HAND- BOLTA Keflavík mætir Snæfelli í úrslitum Intersport-deildarinnar í körfubolta karla. Leikurinn hefst klukkan 17 í Keflavík. Þrír leikir verða í úrslitakeppni Remax-deildar kvenna í handbolta. Klukkan 13 tekur KA/Þór á móti íBV, Valur sækir Víking heim klukkan 16.15 og Grótta KR tekur á móti Stjörnunni klukkan 16.30. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BESTA VEÐRIÐ Á AKUREYRI og þar í kring enda þurrast og trúlegast hlýjast þar. Í borginni verður úrkoma, vindur þó hægur og milt. Sjá síðu 6 3. apríl 2004 – 93. tölublað – 4. árgangur SKORAR Á HELGU AÐ LESA YFIR Hannes Hólmsteinn skorar á Helgu Kress að lesa yfir handrit að næstu bindum hans um Laxness. Telur óvini betur fallna en vini til yfirlestrar. Sjá síðu 4 VANDRÆÐI VEGNA KATTASKÍTS Garðar í íbúðahverfum víða í Reykjavík eru löðrandi í kattaskít. Íbúarnir hafa reynt öll ráð til að halda köttunum frá lóðunum, en allt kemur fyrir ekki. Sjá síðu 2 VISSU UM ÁFORM AL-KAÍDA Bandarískir embættismenn vissu mörgum mánuðum fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. sept- ember að al-Kaída hygðist ræna flugvélum til að ráðast á Bandaríkin. Sjá síðu 6 HARMAR HÆKKUN RÚV Formaður Neytendasamtakanna harmar að stjórnvöld skuli hafa ákveðið að hækka afnotagjöld Ríkis- útvarpsins um sjö prósent 1. maí. Sjá síðu 2 VERSLÓ VANN Í GETTU BETUR Lið Verslunarskólans bar sigurorð af liði Borgarholtsskóla í spurningakeppni framhaldsskólanna í gær í æsispennandi keppni þar sem úrslit réðust í bráðabana. Síðustu vikur hafa verið gjöfular fyrir Versló því skólinn vann einnig sigur í Mor- fís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna. KJARADEILA Mikill viðsnúningur hef- ur orðið hjá samninganefnd ríkisins eftir að ljóst varð að starfsmenn að- ildarfélaga innan Starfsgreinasam- bandsins voru reiðubúnir að hefja verkfallsaðgerðir um miðjan mán- uðinn. Nýtt tilboð hefur verið lagt fram til lausnar kjaradeilunni og sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins er það nokkuð betra en fyrra tilboð rík- isins, sem þótti með öllu óviðunandi. Hefur harka samninganefndar Starfsgreinasambandsins komið á óvart, sem og einarður vilji félags- manna til að gera alvöru úr verk- fallshótun sinni. Starfsgreinasambandið hefur hótað því að hefja verkfall föstudag- inn 16. apríl en nú eru góðar líkur taldar á því að Starfsgreinasam- bandið og ríkið nái samkomulagi, jafnvel fljótlega eftir helgina. Fleiri fundir eru ráðgerðir um helgina þar sem reyna á að taka á smærri deilu- málum en menn telja að nú sjáist til lands í helstu ágreiningsmálunum eins og varðandi jöfnun lífeyrisrétt- inda. Verulegar breytingar hafa náðst í gegn þar og enn fremur hef- ur ríkið í auknum mæli komið til móts við verkalýðshreyfinguna í launamálum. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, er mun bjartsýnni en fyrr í vikunni og seg- ist gæla við að lending náist í kjara- deilunni fljótlega eftir helgina. „Nú sitja nefndirnar yfir út- reikningum og reyna að gera sér fulla grein fyrir hvar við stöndum. Það er annar fundur boðaður í dag en það má fullyrða að málin eru komin á rekspöl sem þau voru ekki áður. Það er í það minnsta von mín að þessu megi ljúka farsællega fljótlega.“ albert@frettabladid.is Viðsnúningur eftir verkfallshótanir Annað hljóð kom frá samninganefnd ríkisins eftir að hvert aðildarfélagið af fætur öðru innan Starfsgreinasambandsins samþykkti verkfallsboðun um miðjan þennan mánuð. Fundur í dag. Spænska lögreglan: Hindraði hryðjuverk MADRÍD, AP Sprengjusérfræðingar spænsku lögreglunnar fundu sprengju undir lestarteinum hrað- lestar sem fer á milli Madrídar og Sevilla í gær. Um var að ræða um tólf kíló af sprengiefni sem tengt var við 136 metra langan kveikjuþráð. Spænskur járnbrautarstarfsmað- ur kom auga á dularfullan böggul við brautarteinanna og gerði lögreglu viðvart. Lokað var fyrir alla umferð um teinana og farþegar fluttir með rútum á milli Madríd og Sevillu. Að sögn Angel Acebes, innanrík- isráðherra Spánar, er ekki vitað hver kom sprengjunni fyrir en ETA, að- skilnaðarhreyfing Baska, hefur áður falið sprengjur við lestarteina á Spáni. Fyrir rúmum þremur vikum sprungu tíu sprengjur í fjórum far- þegalestum í Madríd með þeim af- leiðingum að 191 maður lét lífið og yfir 1.800 særðust. Rannsókn lög- reglu beinist að marokkóskum hryðjuverkasamtökum sem tengjast al-Kaída. ■ Kvikmyndir 46 Tónlist 40 Leikhús 40 Myndlist 40 Íþróttir 42 Sjónvarp 48 Síðasti séns! Það reynir á leikmenn Manchester United í dag þegar þeir mæta Arsenal í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Úrslit fyrri viðureigna liðanna í bikarkeppninni eru rifjuð upp í dag. r ir l i t r it í r ir t r l í r lit i r i r. r lit f rri i r i li í i r i i r rifj í . ▲ SÍÐA 30 & 31 Enski boltinn: Tíska: Þeir sem fylgja tískunni horfa til ákveðinna einstaklinga til að sjá hvernig á að klæða sig og hvernig ekki. Fámennur hópur leggur línurnar, bæði meðvitað og ómeðvitað. Sagt er frá þessu fólki. Þau leggja línurnar! SÍÐA 24 & 25 ▲ Heimir Guðjónsson: ● 35 ára í dag Enn fljótastur í FH SÍÐA 16 ▲ Mireya Samper: ● fyrsta sýningin á fimm árum á Íslandi Hugarástand stjórnar heiminum SÍÐA 41 ▲ TÓNLEIKAR Þungarokksveitin Metall- ica heldur tónleika í Egilshöll þann 4. júlí næstkomandi. Sveitin er ein sú stærsta í heiminum í dag. Egils- höll tekur rúmlega 10 þúsund manns og verða þetta því stærstu innanhústónleikar sem nokkru sinni hafa verið haldnir hér á landi, fyrr og síðar. Sveitin kemur hingað með 60 tonn af tækjabúnaði og kaupa þarf 15 tonn af öryggisbúnaði til þess að tryggja öryggi tónleikagesta. Einnig þurfa tækjaleigur hér á landi að kaupa mikið af aukabúnaði vegna gífurlegra krafna sveitarinnar. Metallica var stofnuð árið 1981 og hefur á ferli sínum gefið út átta breiðskífur og er sveitin sjöundi söluhæsti flytjandinn í sögu Banda- ríkjanna frá upphafi. Samtals hafa plötur sveitarinnar selst í tugmillj- ónum eintaka um heim allan. Sölu- hæsta platan „svarta platan“ svokallaða, kom út árið 1991 og hef- ur ein og sér selst í um rúmlega 15 milljónum eintökum. Þetta verða síðustu tónleikar Metallicu í Evrópu í heimsreisu sem fylgdi í kjölfar plötunnar St. Anger frá því í fyrra. Búist er við mikilli fjölmiðlaathygli vegna þessa. Það er RR ehf. sem flytur Metall- icu til landsins en það fyrirtæki er rekið af Ragnheiði Hanson og Hall- dóri Kvaran. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Ein stærsta rokksveit heims boðar komu sína: Metallica til Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.