Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 8
8 3. apríl 2004 LAUGARDAGUR Kannski ágætis hugmynd „Hvernig þætti þingmönnum það að eiga von á lífsýnatöku hvenær sem er?“ Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar. Fréttablaðið 2. apríl. Engin samúð með bleikj- um „Ef þetta væru kindur, hestar eða önnur dýr myndi sam- félagið trúlega bregðast harkalega við.“ Valdimar Leó Friðriksson, varaþingmaður og fiskeldisfræðingur, um gjaldþrot fiskeldis- stöðvar sem olli dauða 400 þúsund bleikja. DV 2. apríl. Ólíkir frændum vorum „Ólíkt Danmörku er Ísland enn nokkuð opið fyrir innflytj- endur.“ Toshiki Toma, prestur innflytjenda. Morgun- blaðið 2. apríl. Orðrétt Landspítali - háskólasjúkrahús: Göngudeildin fyrir hjartabilaða opnuð HEILBRIGÐISMÁL Göngudeild hjartabilaðra hefur verið opnuð á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Tilurð hennar má fyrst og fremst þakka stuðningi Gjafa- og styrkt- arsjóðs Jónínu S. Gísladóttur en hann styrkti nauðsynleg búnaðar- og tækjakaup og laun hjúkrunar- fræðings sem stýrir starfinu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2000 með 200 milljóna króna framlagi Jónínu, ekkju Pálma Jónssonar sem kenndur var við Hagkaup, auk 17 milljóna króna viðbótarframlags hennar síðar. Eignir sjóðsins í árslok 2003 námu um 185 milljónum en frá stofnun hefur verið úthlutað 97 milljónum króna. Stefna sjóðsins er að örva framfarir í hjartalækningum og þjónustu við hjartasjúklinga á LSH. Einnig að opinberir aðilar, jafnt sem einkaaðilar, leggi nokk- uð af mörkum til góðra málefna í formi mótframlaga. Andvirði tækja sem keypt hafa verið að frumkvæði sjóðsins nemur um 160 milljónum króna. Má þar nefna styrk til búnaðar sem ætl- aður er til að greina og með- höndla hjartasláttartruflanir, hjartaþræðingartæki, hjarta- ómtæki og hjartarafsjár. ■ Dró sér tjald- vagn og sex bíla Fyrrverandi innkaupastjóri Sölunefndar varnarliðseigna var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann dró sér um 2,3 milljónir króna þegar hann starfaði hjá Sölunefndinni. DÓMSMÁL Fyrrverandi innkaupa- stjóri Sölunefndar varnarliðs- eigna var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðs- dómi Reykjaness í gær fyrir fjár- drátt, skjalafals, umboðssvik og rangfærslu skjala. Hann dró sér um 2,3 milljónir króna. Í desem- ber 2002 reyndi hann að endur- greiða 1,8 milljónir króna. Brotin voru framin frá seinni hluta árs- ins 2001 til haustsins 2002 þegar upp komst um brot hans. Maðurinn starfaði á Keflavík- urflugvelli þar sem hann annaðist innkaup fyrir Sölunefndina. Með- al þess sem hann aðhafðist var að selja flatvagna til fyrirtækis í Kefla- vík í nafni Sölu- nefndar en rang- færa sölunótur. Þannig hagnaðist hann um 600 þús- und krónur. Þá falsaði hann sölunótur á þvottavélum og tækj- um sem seld voru þvottahúsi og hagnaðist þar um 820 þúsund krónur. Þá keypti hann Opel-bifreið á Vellinum og skráði á sambýlis- konu sína með þeim hætti að svo virtist sem viðskiptin væru á veg- um Sölunefndarinnar. Mestan hagnað hafði innkaupastjórinn af kaupum á Toyota-jeppa sem hann keypti af varnarliðsmanni og seldi síðan þriðja aðila undir því yfirskini að um væri að ræða við- skipti Sölunefndarinnar. Hann hagnaðist um 1,8 milljónir króna, meðal annars með því að losna við að greiða aðflutningsgjöld. Þá dró innkaupastjórinn sér tjaldvagn sem hann gaf frænku sinni. Alls dró innkaupstjórinn sér verðmæti af sex bifreiðum með þessum hætti. Þá átti hann í svip- uðum viðskiptum með hliðgrindur sem hann seldi. Maðurinn dró sér um 2,3 millj- ónir króna, með refsiverðum hætti, í starfi sínu hjá Sölunefnd- inni. Hann hefur ekkert greitt af upphæðinni til baka. Þá þykir sú aðferð sem hann beitti sýna fram á einbeittan brotavilja. Maðurinn gerði hins vegar tilraun til að greiða hluta fjárins til baka og sendi sýslumanninum á Keflavík- urflugvelli ávísun að upphæð 1,8 milljónir króna í desember árið 2002. Ávísunin var endursend þar sem mál mannsins var enn til rannsóknar og kröfugerð ekki lok- ið. Við þingfestingu málsins kom fram að maðurinn hafði fengið peninga að láni til að endurgreiða hluta fjárins sem hann hafði dreg- ið sér. hrs@frettabladid.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 40 xx 03 /2 00 4 Nokia 3200 Myndavélasími Stærð myndar 352 x 288 punktar Litaskjár 4.000 litir Minni 1 MB Verð 19.900 kr. Verslanir Og Vodafone: Kringlunni, Smáralind, Síðumúla 28, Skífunni Laugavegi 26, Hafnarstræti Akureyri og umboðsmenn. Þjónustuver sími 1414, www.ogvodafone.is Frítt að senda Myndskilaboð til 1. sept. 2004. Símann er eingöngu hægt að nota með símkorti frá Og Vodafone. Risapáskaegg fylgir! M yndskilab oð Frí tt að senda – hefur þú séð DV í dag? YNGSTA MAMMA Á ÍSLANDI Þrettán ára og fermist í vor HJARTALÆKNINGAR Göngudeild fyrir hjartabilaða hefur verið opnuð á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Hún stuðlar að því að bæta meðferð hjartabilaðra og draga úr þörf fyrir innlagnir á sjúkrahús. VARNARLIÐIÐ Innkaupastjórinn fyrrverandi gerði tilraun til að endurgreiða 1,8 milljónir króna en fékk ávísunina endursenda í pósti þar sem mál hans var enn í rannsókn. ■ Í desember 2002 reyndi hann að endur- greiða 1,8 millj- ónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.