Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 16
Knattspyrnukappinn góðkunni,Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH-inga, er 35 ára í dag og er ekki annað að sjá en hann beri aldurinn vel. Afmælisdeginum ver hann á Spáni en þar er hann í æfingaferð með félagi sínu en hvernig leggst dagurinn í Heimi og ætla strák- arnir í liðinu að gleðja gamla manninn eitthvað? „Það er alltaf gaman að eiga af- mæli og maður hlýtur að þroskast og skána eitthvað með aldrinum og ég hef tröllatrú á því að strák- arnir eigi eftir að koma mér eitt- hvað á óvart enda miklir snilling- ar á ferð í þessum hópi. Ég veit hins vegar að þessi dagur mun byrja vel. Þannig er mál með vexti að í dag spila eldri á móti yngri og eins og venjulega mun- um við þessir eldri vinna léttilega, þannig að þetta getur ekki orðið annað en góður dagur.“ Heimir reiknar ekki með því að halda upp á afmælið þegar heim er komið en stefnir á góða keppn- isveislu þegar hann verður fer- tugur: „Sko, þegar maður er enn á fullu í boltanum, kominn á þennan aldur, þá er maður ekkert að aug- lýsa afmælisdagana.“ En er einhver afmælisdagur öðrum eftirminnilegri? „Það var mjög gaman þegar ég hélt upp á þrítugsafmælið á Astro og nokkr- ir félagar, Rúnar Kristinsson og fleiri góðir menn, oft nefndir Breiðholtsklíkan, gáfu mér kassa af banönum en ég er einmitt með ofnæmi fyrir þeim en hafði þó lúmskt gaman að. Svo eru önnur minnisstæð atvik sem eiga hrein- lega ekkert erindi í blöðin,“ segir Heimir léttur í bragði. En aftur að boltanum. Hvert er markmiðið í sumar, liðið er klár- lega jafn sterkt og í fyrra, ef ekki sterkara? „Við stefnum ótrauðir á toppbaráttuna og það er löngu kominn tími á að FH taki aðra hvora stóru dolluna og ég er á því að við séum alveg í stakk búnir til þess.“ En er Heimir ennþá fljót- astur í FH eins og hann hefur oft látið í veðri vaka? „Ég er ennþá fljótastur í FH en ekki lengur langfljótastur,“ segir Heimir og hlær dátt. ■ Jesse James, einn þekktasti útlagiBandaríkjanna, var skotinn til bana á þessum degi árið 1882. Hann fæddist í Clay County, Mis- souri 1847 og gekk í fyrsta gengið sitt, sem gekk undir nafninu skæru- liðar Quantrill, þegar hann var ein- ungis 15 ára. Í því gengi voru marg- ir sem áttu síðar eftir að fylla bófa- flokk James. Menn Quantrills ógn- uðu friði í Kansas og Missouri í þrælastríðinu og eru þekktastir fyr- ir að hafa stráfellt almenna borgara í hrottalegri árás á bæinn Lawrence í Kansas árið 1863, en bæjarbúar voru fylgjandi aðskilnaði. Þegar stríðinu lauk 1865 ákváðu Jesse og bróðir hans Frank, ásamt bræðrun- um Cole, James og Robert Younger, að nýta hernaðarþjálfun sína í þágu vopnaðra rána. Fyrsta bankaránið var framið í febrúar 1866, þegar Jesse var 18 ára. Þetta var fyrsta bankaránið framið að degi til í sögu Bandaríkj- anna. Jesse skipulagði það rán, en tók ekki þátt í að fremja það sjálfur. Þessi hópur varð síðar kjarninn í James-genginu. 1880 ákvað ríkisstjórinn í Misso- uri að setja peningaverðlaun til höf- uðs Jesse, lífs eða liðnum. Robert Ford, félagi hans úr genginu valdi fyrri kostinn og skaut hann í bakið í von um verðlaunin. ■ ■ Þetta gerðist 1936 Bruno Hauptmann, sem var fund- inn sekur um að ræna og myrða barn Lindberghs, er tekinn af lífi í rafmagnsstól. 1946 Lt. General Homma, japanski yfir- maðurinn sem stjórnaði Bataan- dauðagöngunni í seinni heims- styrjöldinni er tekinn af lífi. 1948 Harry Truman samþykkir Marshall- aðstoðina, sem veitti 16 evrópsk- um ríkjum alls fimm milljarða dala til að endurbyggja Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina og bjarga þeim frá ógn kommúnismans. 1974 Gífurlegir fellibylir geisa fráSuður- ríkjum Bandaríkjanna til Kanada og verða þess valdandi að 300 deyja. 1996 Carl Stokes, fyrsti borgarstjórinn í bandarískri stórborg af afrískum uppruna, deyr 68 ára. 1996 Unabomber sprengjumaðurinn Theodore Kaczynski er tekinn höndum. 2000 Alríkisdómstóll í Washington, DC, dæmir Microsoft sekt fyrir að brjó- ta gegn lögum um hringamyndun. 16 3. apríl 2004 LAUGARDAGUR ■ Andlát Ragna Róbertsdóttir myndlistarkona er 59 ára. Tinna Traustadóttir varaborgar- fulltrúi Sjálf- stæðisflokks er 30 ára. Eiðanemar koma saman Gamlir nemendur sem sóttuEiðaskóla á árunum í kringum 1950 ráðgera nú að koma saman þann 16. apríl. Samkoman mun verða að Stangarhyl 4 í Reykjavík og hefst klukkan 20. Eiðanemar munu fá sér kaffi og kræsingar og eiga ánægjulega stund við minn- ingar, söng og dans. Þeir sem minnast þess að hafa sótt skólann á þessum árum geta tilkynnt komu sína hjá Ólafi Ein- arssyni í síma 551 7284, Eddu Emilsdóttur í síma 553 1452, eða Jóhanni Antoníussyni í síma 553 4087. Skipuleggjendur segja að nú muni forn Eiðagleði gjalla, svo glymja megi alla leið austur í Eiða. ■ 3. apríl 1882 JESSE JAMES ■ er skotinn í bakið af félaga sínum. EDDIE MURPHY Grínistinn sem stundum er fyndinn og stundum ekki er 43 ára í dag 3. apríl Júlíus Vífill Ingvarsson stendur áákveðnum tímamótum í dag, en þessi fyrrum borgarfulltrúi, óperu- söngvari og stjórnarformaður Ingvars Helgasonar, hefur í vik- unni sem var, verið á fullu að und- irbúa að hleypa af stokkunum nýju og öflugu félagi á sviði innheimtu- þjónustu, sem ber heitið Fjár- heimtan. Ætlun Júlíusar er að hella sér af fullum krafti út í lögfræði- störfin að nýju enda býr hann að mikilli reynslu á sviði viðskipta og samningagerðar í alþjóðaviðskipt- um, en einnig á sviði skipulagsmála og stjórnsýslu eftir störf sín í borg- arstjórn.“ En hvað með söluna á Ingvari Helgasyni – saknar Júlíus fjöl- skyldufyrirtækisins? „Ég var tutt- ugu ár í þessari grein. Þegar maður hefur í mörgu að snúast á spenn- andi vettvangi saknar maður einskis nema auðvitað þess góða fólks sem maður starfaði með í þennan tíma. Það má bæta úr því síðar.“ Júlíus er ekki maður einhamur og lætur hann einnig til sín taka á sviði lista og menningar og er í stjórn Íslensku óperunnar og Sin- fóníuhljómsveitar Íslands: „Ég er formaður fyrir Tónlistarfélag Reykjavíkur og formaður stjórnar Tónlistarskólans í Reykjavík og held þannig tengslum við tónlistar- lífið mér til skemmtunar. Þetta er mitt hobbý,“ segir Júlíus, sem hef- ur greinilega í mörg horn að líta. En hvað með sönginn, er honum ekki haldið vel við? „Jú, jú, öðrum fjölskyldumeðlimum til mikillar armæðu, maður fær ekki skilning alls staðar en þó sérstaklega ekki hjá táningunum,“ segir Júlíus og skellihlær. ■ Vikan sem var JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON ■ fær ekki mikinn skilning hjá táningunum. Syngjandi lögfræðingur á nýjum vettvangi JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON Stendur á ákveðnum tímamótum en er drekkhlaðinn hinum ýmsu störfum og ekki hættur að syngja Hálf fertugur og enn fljótastur í FH ■ Afmæli Eggert Thorberg Björnsson skipstjóri frá Arney, Stykkishólmi, lést þriðjudaginn 30. mars. Einar Gunnar Þórhallsson, Vogum I, Mývatnssveit, lést þriðjudaginn 30. mars. Elínborg Sigurðardóttir, lést fimmtu- daginn 1. apríl Guðmundur Einar Sveinsson, Furu- grund 42, Akranesi, lést þriðjudaginn 30. mars. Herdís Erlendsdóttir frá Kálfatjörn er látin. Karl Rósinbergsson, Ránarbraut 1, Skagaströnd, lést mánudaginn 29. mars. Kristinn Rafn Ragnarsson, Garðsenda 5, lést þriðjudaginn 9. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Margrét Guðbrandsdóttir, Furugrund 42, Akranesi, lést þriðjudaginn 30. mars. Ólafur Halldórsson, Breiðvangi 63, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 30. mars. 13.30 Ásdís Kjartansdóttir, Bugðustöð- um, Hörðudal, verður jarðsungin frá Snóksdalskirkju. 14.00 Baldur Skarphéðinsson frá Dag- verðarnesi, verður jarðsunginn frá Hvanneyrarkirkju. 14.00 Bjarni Ársælsson, bóndi í Bakka- koti á Rangárvöllum, verður jarð- sunginn frá Akureyjarkirkju, Vestur-Landeyjum. 14.00 Helga Stefánsdóttir, Þykkvabæ III, Landbroti, verður jarðsungin frá Prestsbakkakirkju. 14.00 Pétur Jakob Skúlason frá Tjörn í Aðaldal, verður jarðsunginn frá Neskirkju í Aðaldal. 14.00 Ólafur Pálsson, Mýrarbraut 7, Blönduósi, áður Ytri-Björgum, verður jarðsunginn frá Hofskirkju. ■ Jarðarfarir HEIMIR GUÐJÓNSSON Eyðir afmælisdeginum á Spáni þar sem hann er í æfingaferð með félögum sínum í FH. Afmæli HEIMIR GUÐJÓNSSON ■ æfir knattspyrnu á Spáni á afmælis- daginn en gefur sér tíma til að rifja upp þrítugsafmælisdaginn. Svikinn af félaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.