Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 30
Golden Kaan er ný vörulína frá Suður-Afríku, nánar tiltekið frá svæðunum Stellenbosch og Paarl sem eru í Western Cape. Vínin eru einkar aðlaðandi og bera vel sólríkan og villtan ávöxt Afríku. Golden Kaan var kynnt í fyrsta sinn hér á landi á stórsýningunni Matur og vín 2004 og fékk þar afar góðar móttökur. Golden Kaan shiraz er kryddað og hefur einkenni dökkra berja. Afar kraftmikið sem gerir það tilvalið með stór- um steikum og ostum. Shiraz eða syrah eins og þrúgan er kölluð í Frakklandi, er gamalt afbrigði frá Persíu sem gefur af sér mikil vín. Fæst í Kringlunni og Heiðrúnu á 1.290 kr. Golden Kaan shiraz Nýtt frá Suður-Afríku Nýtt í vínbúðum Frá Bodegas y Bebidas á Spáni kemur þetta tæra og fallega vín. Opið með töluverðan pipar og sætu frá vanillu, áberandi karamella og aðlaðandi ávöxtur. Kröftugt en mjúkt með milda eik og hvítan pipar og mikil karamella í eftirbragði. Mjög gott með lambakjöti, sér- staklega grilluðu. Nautakjöt, kálfakjöt grís og kjúklingur eiga vel við með þessu víni. Salt- fiskur smellpassar einnig. Það er fágætt að rekast á reserva vín á svo góðu verði, og Condestable er ákaflega traust kaup með páskamatnum. Fæst í Kringlunni og Heiðrúnu á 990 kr. Condestable reserva Reserva vín á góðu verði Vín vikunnar Lax Var einn vinsælasti matfiskurinn í Evrópu á miðöldum og lengur. Mengun af völdum iðnvæðingar útrýmdi laxi í flestum ám meginlandsins. Laxinn varð því víða að lúxusvöru – og dýr eftir því. Laxinn er borðaður reyktur og grafinn, en mörgum finnst hann bestur soðinn. Eitt sterkasta leynivopn Sólveigar Eiríksdóttur veit- ingakonu í eldhúsinu mun vera tamarisósa, sem hún segir ómetanlega við alla matargerð. Sólveig kynntist kostum tamari, sem er eins konar japönsk sojasósa, á sínu fyrsta matreiðslunám- skeiði í Kaupmannahöfn fyrir einum 24 árum og seg- ir hún sósuna hafa fylgt sér allar götur síðan. „Ég nota hana mikið og þá í ólíka rétti. Hún er afar góður kraftur og getur hæglega komið í staðinn fyrir salt,“ segir Sólveig, sem notar ávallt lífrænar afurðir í eld- húsinu. Tamarisósunni svip- ar til hefðbundinnar soja- sósu, en til að geta heitið tamari er hún látin gerjast í sérgerðum eikartunnum og það í átján mánuði. Við þessar ákveðnu gerjun myndast lactobacillus aci- dophilus og bifidobacterium bifidum, sem einnig er að finna í AB mjólk og auð- velda meltinguna, en tamarisósa ku vera rík af B 12 vítamíni, sem styrkir taugar og stuðlar að heil- brigðum vexti. „Tamari- sósan gefur salt bragð og þess vegna þarf ég ekki salt í matinn. Hún er líka góður kraftur. Stundum set ég ólífuolíu á pönnuna, sneiði rauða papriku í teninga og tamarísósu með. Ólífuolíuna nota ég af pönnunni með sósunni og saman myndar þetta dressingu, sem ég set síðan yfir grænt salat. Þetta er sannkallað sælgæti og mjög skemmtilegt að bera fram yfir vetrarmánuðina. Í kvöld snæddum við til dæmis fylltan kúrbít, en ég notaði salat frá Lambhaga ásamt íssalati og fersku basil. Þetta gaf græna lit- inn, en ég notaði tamarísósu í bland við ólífuolíu sem ég steikti á pönnu, en bætti í rauðu paprikunni ásamt brokkolíblómum, sem ég smellti á pönnuna. Undir rest bætti ég svo furuhnet- um við, en ég þurrsteiki þær yfirleitt. Þessi hráefna- blanda er algert sælgæti.“ Tamarisósan er afar góð til marineringar, en Sólveig notar tofu, sem hún segir að gott sé að borða hrátt og bætir hún safa af rifnum, ferskum engifer út í þessa blöndu. Þar sem tamari svipar til sojasósu, eru eftirréttir ekki það fyrsta sem kemur í hugann, þegar sósan er nefnd til sögunnar. Sólveig segir þetta byggt á algerum misskilningi. „Ég nota tamarisósu ekkert síð- ur í sykurlausa eftirrétti. Stundum sýð ég perur upp úr eplasafa, að viðbættu fersku engiferi. Til að dýpka keiminn, bæti ég þá einmitt nokkrum dropum af tamari út í, en það dregur sætubragðið ennþá betur fram.“ Carmen er eitt þekktasta vín- fyrirtæki Chile og stendur á traustum grunni, stofnað árið 1850 af Christian Lanz, sem nefndi fyrirtækið í höfuðið á ástkærri eiginkonu sinni, Car- men. Eitt helsta vín þeirra, Car- men reserve carmenere caber- net sauvignon 2001, fékk nýlega fimm stjörnur í einkunn í hinu virta tímariti Decanter en tíma- ritið var með sérstaka úttekt á vínum frá Chile. Vínið var hið eina sem hlaut fimm stjörnur. Það er ræktað úr 36 ára göml- um vínvið á ekrum í Maipo- dalnum í hlíðum Andesfjalla og geymt á amerískri og franskri eik í 12 mánuði. Það er blanda af þrúgunum carmenere (60%) og cabernet sauvignon (40%). Þykir frábært með lambakjöti og fer sérstaklega vel með grill- uðu kjöti. Fæst í Heiðrúnu og Kringl- unni og kostar 1.590 kr. Tertuskreytingar við öll tækifæri er nafnið á fyrstu bók nýs bókaklúbbs sem heitir Hugmynda- banki heimilanna. Á næstu mánuðum eru svo væntanlegar bækur um blómaskreytingar, föndur- leir, málun á tré og leir, þæfingu og textíl. Ráð- gjafi klúbbsins er Guð- björg Ingólfsdóttir sem oft er kennd við Föndru. Bækurnar eru einungis fáanlegar hjá klúbbnum en ekki á almennum markaði. Í bókinni Tertuskreyt- ingar við öll tækifæri eru fáar en góðar uppskriftir að kökum. Höfðuáherslan er á skreytingarnar, eins og titillinn ber með sér. Þar kemur meðal annars fram að útlit tertu og bragð haldast oft í hendur og ef boðið er upp á tertu sem ekki er sérlega girni- leg vaknar ekki mikil löngun til að bragða á henni. Í bókinni er meðal ann- ars mæði girnileg og fal- leg páskaterta. Sólveig Eiríksdóttir notar tamarisósu ekki síður í sykurlausa eftirrétti. Leynivopnið í eldhúsinu: Japönsk sojasósa sem leysir salt af hólmi Carmen: Fimm stjörnur í Decanter Bók frá nýjum bókaklúbbi: Tertuskreytingar við öll tækifæri Páskaterta Sultaði sítrónubörkurinn er eina skrautið á tertunni. Hann gefur bæði tertunni og frómasnum frískandi, súran keim. Frískandi páskaterta Eftir saðsama páskamáltíð er fátt betra en hressandi terta með miklu sítrónubragði. Sult- aði sítrónubörkurinn er að sjálf- sögðu heimagerður. Það er gaman að gera hann, hann er bragðgóður og gefur tertunni skemmtilegt yfirbragð. Tertubotn 50 g smjör 2 egg 2 dl sykur 3 dl hveiti 2 tsk. lyftiduft 1dl mjólk 1 1/2 vanillusykur smjör og brauðmylsna fyrir formið. Form og fylling Bakið tertuna í kringlóttu formi. Kreistið gjarnan nokkra sítrónu- dropa út í deigið. Kljúfið botn- inn í tvennt eða þrennt. Í fyll- inguna er notaður sítrónu- frómas úr pakka. Búið hann til samkvæmt uppskrift á pakkan- um. Þannig verður fljótlegt að gera tertuna án þess að slegið sé af kröfunum um gott bragð. Sultaða sítrónubörkinn er hægt að gera nokkrum dögum áður. Hann geymist lengi ef hann er látinn í ílát með þéttu loki. Smyrjið sítrónufrómas milli botnanna og ofan á. Geymið tertuna í ísskáp þar til veislan hefst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.