Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 40
Ich bin ein Berliner sagði John F.Kennedy við Berlínarmúrinn í júní 1963 og vitnaði í sjálfan Cicero sem hafði miklast af því að vera fullgildur rómverskur borg- ari: civis romanus sum. Með orð- um sínum vildi Kennedy samsam- ast Berlínarbúum í miðju kalda stríðinu, tveimur árum eftir að múrinn var reistur. Nú þessa dökku daga eftir sprengjutilræðið hér í Madríd 11. mars leyfi ég mér að stæla Kennedy og segja á spænsku: Soy madrileño/Ég er Madrídingur. Ég þarf þó ekki að samsamast borgarbúum, ég er einn þeirra. Slíkt er reyndar ekk- ert afrek; það tekst ekki að vera aðkomumaður lengi í Madrídar- borg. Fólk þarf að leggja sig í líma til þess að standa utandyra. Þessi borg hér uppá miðri Spánarheiði býður mönnum strax að stíga inn- fyrir, gerir þá að heimamönnum. Kannski af því að hér eru allir nánast nýkomnir. Hrein- ræktaðir Madríd- ingar, þeir sem geta rakið madr- ískar ættir sínar lengra en í tvo-þrjá ættliði, eru svo fáir að þá má næstum því telja á fingrum annarrar handar. Madríd er deigla Spánar, íbúarnir úr öllum áttum/af öllum ættum. Hún varð ekki höfuðborg landsins fyrr en 1561 að Filippusi öðrum Spán- arkóngi veltist þannig vömbin að setja hirðina hér niður. Og Madríd var vart nema bær þartil á sjötta áratug 20. aldar þegar fólk fer að flykkjast á mölina og hún tekur að þenjast út. Madríd, þrátt fyrir langa sögu, er því eiginlega ný- flutt inntil sjálfrar sín. Og enn- meiri er sá sannleikur nú allrasíð- ustu ár með komu tugþúsunda, ef ekki hundraða þúsunda, erlendra innflytjenda sem skyndilega hafa málað mannlífið öllum regnbog- ans litum. Ég er Madrídingur Ég er Madrídingur og hef ver- ið það alveg frá fyrstu stundu að ég settist hér að fyrir mörgum árum, nánar tiltekið á sjöunda tímanum síðdegis hinn 30. desem- ber 1977. Þá steig ég útúr þotu á Barajasflugvelli, kominn alla leið frá Heimaey, um Reykjavík/- Keflavík og Kaupmannahöfn, með bakpoka einan hafurteskis og í honum nokkra fatalarfa. Innan- klæða bar ég sjóð minn sem átti að nægja fyrstu vikurnar: nokkur- þúsund peseta í ávísun frá Út- vegsbankanum heima í Eyjum. Til viðbótar átti ég síðan þúsund bandaríkjadollara í veskinu en þá hafði ég keypt á svörtu svoað- segja í skjóli nætur af ónefndum Eyjamanni sem trúði á frjáls gjaldeyrisviðskipti á tímum bjór- banns og fjármagnsfjötra. Sagan endurtekur sig Daginn sem ég kom hingað, fyrir 26 árum, 3 mánuðum og 3 dögum, höfðu eflaust flestir Madrídingar verið búnir að kaupa sér katalónskt kampavín og hefð- bundin áramótavínber, einsog þorri annarra Spánverja. Kvöldið eftir gleyptu þeir hver sínar 12 þrúgurnar á miðnætti og skáluðu til að fagna nýju ári – og ég, nýbú- inn, líka. Og margur hefur litið yfir farinn veg þetta mikla breyt- ingaár í Spánarsögu, árið sem landsmenn höfðu fengið að ganga til fyrstu þingkosninganna í 40 ár – 15. júní þá um sumarið – að lýð- ræði endurreistu, eða hálfendur- reistu enn, aðeins tæpum tveimur árum eftir að El Generalísimo, þ.e. Franco einræðisherra, hafði loksins lagt upp laupana. En lýð- ræðisendurreisnin var sársauka- full, ekki laus við blóðsúthelling- ar: 30 Spánverjar höfðu látið lífið þetta ár í tilræðum ýmissa inn- lendra ógnarverkasamtaka eða í átökum við lögreglusveitir. Nú eru fórnarlömb hryðjuverka hér í landi komin yfir þúsund síðustu 4 áratugi. Spánverjar eru því ekki óvanir slíkri ógn, þvímiður. Merkilegt – rek ég augun í nú þegar ég grúska í gagnasafninu hjá dagblaðinu El País – að þennan dag sem ég varð Madrídingur sagði blaðið í baksíðufyrirsögn: Auðvelt að ræna dýnamíti á Spáni en hundruðum kílóa sprengiefnis hafði verið stolið á ýmsum stöðum í landinu þetta ár. Böndin bárust að hryðjuverkahópum með tor- ræð fangamarkanöfn á borð við ETA, GRAPO, MPAIAC eða að ótilteknum stjórnleysingjahreyf- ingum. 26 árum síðar er fyrrver- andi spænskur námumaður grun- aður um að hafa stolið 110 kílóum af dýnamíti úr námu í Astúrías- héraði á N-Spáni og selt það fyrir eiturlyf íslömskum ofsamönnum sem notuðu það til að myrða nær 200 Madrídinga, jafnt innfædda sem innflutta, og særa 1900 í sprengjuárásinni á grannlestirnar fjórar 11-Madríd. ■ ■ Ég er Madríd- ingur og hef verið það alveg frá fyrstu stundu að ég settist hér að fyrir mörgum árum, nánar til- tekið á sjöunda tímanum síð- degis hinn 30. desember 1977. 28 3. apríl 2004 LAUGARDAGUR FYRIR HANA: Bolir frá kr. 490 Peysur frá kr. 1.990 Buxur frá kr. 1.490 Úlpur frá kr. 2.990 kápur kr. 8.990 FYRIR HANN: Bolir frá kr. 990 Skyrtur frá kr. 1.990 Peysur frá kr. 2.990 Buxur frá kr. 2.990 Úlpur frá kr. 2.990 Frakkar kr. 8.990 RISA ÚTSALA helgina 2.-4. apríl 40-70 % afsl. af völdum vörum KRINGLUNNI, 1. HÆÐ Venus as a Boy er heiti á einu afþekktari lögum Bjarkar og komst árið 1993 á vinsældalista víða um heim. Nú hefur rithöfundurinn Luke Sutherland sent frá sér nýja skáldsögu og fengið titil hennar að láni frá þessu lagi Bjarkar. Gagnrýn- andi The Guardian segir að við lestur bókarinnar taki það lesandann nokkra stund að víkja laginu úr huga sér. Það takist samt vegna þess að bókin sé sérlega góð og hafi sterka eigin rödd. Í bókinni, sem er að nokkru leyti ævi- söguleg, er sögumað- ur fallegur drengur sem elst upp í Orkneyjum innan um hóp af öðrum börnum. Þar á meðal er blökku- drengur sem hann stríðir miskunnar- laust. Blökkudrengur- inn er greinilega Sutherland, en hann var ættleiddur af hvítum foreldrum. Hann er þó einungis aukapersóna í bók- inni. Fallegi drengur- inn sem segir söguna býr yfir sérstakri gáfu; með því að snerta fólk með höndum sínum getur hann fært því kyn- ferðislega fullnægju. Venus as a Boy er þriðja skáldsaga Sutherlands og hún virðist ætla að fá góðar viðtökur. Höfundurinn þekkir vel til í tónlist- arheiminum en hann starfaði með- al annars áður fyrr í hljómsveitun- um Mogwai og Long Fin Killie. Hann er sannarlega ekki eini höf- undurinn sem hefur fengið titil að skáldsögu að láni frá dægurlagi. Ian Rankin fékk titil að einni af Rebus-glæpasögum sínum frá lagi Rolling Stones, Let It Bleed. Bret Easton Ellis valdi sér lag Elvis Costello, Less than Zero, sem bók- artitil, Ray Davies kallaði smá- sagnasafn sitt Waterloo Sunset eft- ir lagi Kinks og ein vinsælasta skáldsaga Haruki Murakami heitir Norwegian Wood eftir samnefndu lagi Bítlanna. Hér heima fékk Stef- án Máni titilinn að skáldsögunni Hótel Kalifornía frá Eagles og glæpasögur Árna Þórarinssonar hafa nokkrar fengið titla sína frá þekktum dægurlögum. ■ KRISTINN R. ÓLAFSSON skrifar frá Madríd. ■ Skámánifrá Spáni Soy madrileño LUKE SUTHERLAND Ný skáldsaga hans, Venus as a Boy, virðist líkleg til að vekja at- hygli. Titillinn er fenginn frá lagi Bjarkar. Venus as a Boy á bók BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Á GÓÐRI STUNDU Nafnið á laginu hennar Venus as a Boy er titill nýútkominnar skáldsögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.