Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 44
Amma þín var tvo tíma að eldakvöldmatinn, mamma þín klukkutíma, þú sjálfur hálftíma og fyrir börnin þín tekur það 10 mínútur.“ Þetta segja forystu- menn í matvælaframleiðslu og lýsa orðin, betur en margt annað, þeim miklu breytingum sem orðið hafa í eldhúsum landsmanna á síð- ustu árum. Það er þó ekki þar með sagt að maturinn sjálfur hafi breyst, hann er sumpart sá sami en munurinn liggur í fyrirhöfn- inni. Gríðarleg aukning hefur orðið á framboði skyndi- og foreldaðra rétta sem aðeins þarf að hita upp í skamma stund. Kælar verslana eru fullir af bökkum sem stinga á beint í ofn og tilbúnar sósur fyrir kjöt og pasta þekja marga hillu- metra. Í ofanálag er búið að skera grænmetið og forsjóða kartöfl- urnar. Það er orðinn leikur einn að framreiða mat, bæði hversdags- mat og dýrindis veislurétti. 1944 Fyrir 12 árum setti Sláturfélag Suðurlands, SS, 1944 skyndirétt- ina á markað. Í upphafi voru þeir nokkrir en í dag telja þeir á þriðja tuginn. Úrvalið er talsvert, allt frá þjóðlegum íslenskum mat á borð við fiskibollur og hangikjöt til er- lendra rétta eins og Lasagne og Tikka Masala. Fyrir voru á mark- aði innfluttir skyndiréttir sem reyndar voru og eru frosnir en engu að síður foreldaðir og þarfn- ast aðeins afþíðingar og hitunar. Kaupmönnum, sem rætt var við, ber saman um að allt miði í eina átt; að tilbúnum lausnum. Fólk er á endalausu spani og gríp- ur tilbúnum réttum því fegins hendi. Sögðu þeir að héðan í frá yrði þróunin aðeins á einn veg, til- búnu réttunum muni fjölga, úrval þeirra aukast og ferskleikinn líka. Saxbauti og fiskbollur í dós Þó að framboðið á skyndirétt- um hafi snaraukist á undanförn- um árum eru slíkir réttir síður en svo ný bóla. Rekja má upphaf þeir- ra mörg ár aftur eða til þess tíma er KEA kynnti Saxbautann til sög- unnar og Ora bauð upp á fiskboll- ur í dós. Þó þar hafi framsýnir menn ráðið för er óvíst að þeir hafi séð þróunina fyrir, þ.e. að fáum áratugum síðar verji fólk að- eins fáeinum mínútum við undir- búning og eldamennsku kvöld- verðarins. Saxbautinn er reyndar ekki framleiddur lengur en Ora bollurnar njóta enn vinsælda. Tilbúnir réttir til upphitunar fást ekki einvörðungu í hefð- bundnum matvöruverslunum heldur hafa sérverslanir með slíka rétti orðið til og þá helst með fisk- rétti. Má þar nefna Fylgifiska og Gallerý fisk sem bjóða upp á vand- aða og fjölbreytta fiskrétti sem fólk grípur með sér og hitar upp. Fjölmargar hefðbundnar fiskbúð- ir hafa að sama skapi rétti í borð- um sínum til upphitunar sem njóta vinsælda. Stórveislur um helgar Það er athyglisverð staðreynd að um leið og fólk ver æ skemmri tíma og fyrirhöfn til matseldar á venjulegum dögum er þeim mun meira lagt í eldamennsku um helgar. Framboð á fersku hráefni er enda gott, áður framandi grænmetis- og ávaxtategundir eru á hverju strái, úrval krydda og kryddjurta hefur stóraukist og nýjar ostategundir auka enn á fjölbreytnina. Úrvalið í fersk- borðum stórverslana vex að sama skapi með nýju kjöti og sjaldgæf- um fisktegundum og boðið er upp á villibráð frá fjarlægum löndum. Stórfengleg matarboð, þar sem undirbúningur og eldamennska taka langan tíma, eru með helstu skemmtunum landsmanna enda áhugi á matarlist almennur. Þetta endurspeglast líka í mikilli um- fjöllun fjölmiðla á mat og matar- gerð, tíðri útgáfu glæsilegra mat- reiðslubóka og fjölda uppskrifta sem eru aðgengilegar á netinu og víðar. Það virðist því sem í stað fárra og stuttra stunda við eldamennsku á virkum dögum komi stórveislur með miklum og löngum undirbún- ingi um helgar. Eldhúsið nánast óbreytt Þó að fólk verji að jafnaði styttri tíma til eldunar nú en áður gætir þess ekki sérstaklega í eld- húsum landsmanna. Áfram er lagt upp úr stórum eldhúsinnrétting- um með mörgum skápum og skúffum. Á framleiðendum inn- réttinga má þó skilja að ofur stór- ir pottar sjáist vart lengur og því óþarfi að verja miklu plássi undir slík tól. Sú breyting hefur raunar orðið að eldhús eru víða hluti af stofum og borðstofum en ekki af- mörkuð og lokuð eins og var. Hvað eldhústæki áhrærir virð- ast litlar breytingar hafa orðið. Örbylgjuofnar eru reyndar orðinn sjálfsagður búnaður í eldhúsum og bætast við bakaraofninn og fjögurra til fimm hellna eldavél- arnar. Stórar frystikistur virðast á útleið en ísskáparnir eru þeim mun stærri. ■ 32 3. apríl 2004 LAUGARDAGUR Landsmenn verja sífellt skemmri tíma til eldamennsku enda eru flestir á eilífum þönum og finnst tímanum betur varið til annarra verka en að standa yfir pottum. Matvælaframleiðendur hafa komið til móts við þróunina og bjóða upp á gríðarlegt magn skyndirétta sem aðeins þarfnast upphitunar. Eldað í snarheitum Eggert Skúlason leggur mikiðupp úr verkaskiptingu þegar kemur að eldhúsmálum: „Ég ein- beiti mér að því sem ég er bestur í, þ.e. að leggja á borð og borða. Þegar ég var barn var ég í mesta lagi tíu mínútur að borða en eftir því sem ég varð eldri hefur þetta ferli tekið lengri tíma. Ég segi nú ekki að það nái klukkutímanum en það tekur góða stund að raða í belginn.“ Eggert býr svo vel að konan hans, Anna Guðmundsdóttir er lærður matreiðslumaður. „Þau eru því ófá kvöldin sem ég tárast að ítölskum sið yfir því hnoss- gæti sem borið er á borð. Ég er í raun kóngur. Hver máltíð á mínu heimili er ígildi fermingarveislu, þegar kemur að gæðum. Anna vinnur á veitingastaðn- um Gallerí fiskur í Nethyl og þar er ekki barasta eldaður matur heldur einnig framleiddir skyndiréttir. Nú erum við því ógeðslega fljót að elda, t.d. for- soðnar kartöflur, ásamt tilbúnum rétti frá Gallerí fisk. Mér sýnist það taka um 15 mínútur að gera þetta allt klárt. Í gær var t.a.m. keila með sérstakri sósu – blað- laukur, rækjur, chilli, og eitthvað gums. Ég hef ekki borðað keilu fyrr, en hún var stinn undir tönn og afar ljúffeng,“ segir Eggert og vill nota tækifærið og ráða hús- mæðrum landsins holt: „Eldið fiskinn í styttri tíma.“ Þó Eggert virðist gæða sér á veisluréttum á hverju kvöldi er enn lagt í um helgar. Þá fjölgar líka við matarborðið. „Um helgar býður einhleyp systir mín, Anna Huld, sér iðulega í mat og þá er virkilega farið í að gera gott úr helstu landbúnaðarafurðum okk- ar Íslendinga með orð ráðherrans að leiðarljósi „gott fyrir lík- amann“. Anna Huld tekur ofboðs- lega hraustlega til matar síns svo unun er að horfa á. Sérstaklega er hún veik fyrir lífrænt ræktuðu grænmeti. Kona sem virkilega hugsar um heilsuna. Þetta eru frábærir tímar sem við lifum á,“ segir Eggert Skúlason og strýkur belginn. ■ Hvernig háttar til í eldhúsunum hjá þeim? Helgi Jóhannesson er af gamlaskólanum þegar kemur að eldamennsku og matreiðir hefð- bundinn mat frá grunni í stað þess að kaupa tilbúna rétti úti í búð. „Við verjum samt ekkert mjög miklum tíma í þetta enda þarf ekki að taka nema hálftíma að elda spagettí eða fisk,“ segir hann og kaupir heldur fiskflak og matreiðir sjálfur frekar en að kaupa tilbúinn rétt sem aðeins þarfnast upphitunar. Og sem dæmi um óþol sitt gagnvart skyndibitafæði nefnir Helgi að eitt sinn hafi fram- kvæmdir staðið yfir í eldhúsinu á heimilinu: „Það liðu ekki nema tveir til þrír dagar þar til ég var orðinn hundleiður á skyndibita og fór frekar til Jóa í Múlakaffi og keypti lambalæri og rabbabara- graut í stað þess að borða pitsur og hamborgara.“ Öfugt við það sem almennt tíðkast meðal þeirra sem yngri eru hefur Helgi fulla þörf á frystikistu: „Við Guðmundur vin- ur minn keyptum okkur naut norður í landi í haust og því er ég með fulla kistu af kjöti. Við höld- um einmitt matarboð fyrir alla vini okkar í kvöld þar sem boðið verður upp á nautakjöt.“ Helgi heldur reglulega matarboð fyrir vinafólk sitt og þá kemur það vanalega í hans hlut að annast eldamennskuna. „Þetta er nú allt saman frekar hóflegt hjá mér. Ég er ekki í þessum matarboðum sem ganga út á að gera betur en síðast, þannig að allir endi í krókódílakjöti og reyktum koli- bríbringum. Ég legg meira upp úr að fólk hittist og spjalli og borði góðan mat saman.“ Og hann eldar ekki bara á heimili sínu, sumarbústaðurinn er athvarf hans og fjölskyldunn- ar og þar er hægt að slá upp stór- veislum. „Við erum með rosalega flottar eldunargræjur þar, gaseldavél og risastóran ofn sem hægt er elda heilan hest í, ef því er að skipta,“ segir Helgi Jóhann- esson lögmaður. Eggert Skúlason framkvæmdastjóri Helgi Jóhannesson lögmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.