Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 3. apríl 2004 Athugul augu starfsmannsBókabúðar Máls og menning- ar komu á dögunum auga á ótrú- leg líkindi með tveim bókarkáp- um, Da Vinci lyklinum og Píslar- sögu séra Jóns Magnússonar. Þessi líkindi eru tilviljun ein því Píslarsagan kom út árið 2001 en Da Vinci lykillinn kom hins vegar ekki út fyrr en árið 2003 og er ís- lenska kápumyndin sú sama og á amerísku útgáfunni. Þarna eru augun á Maríu, párið á bak við textann og meira að segja fonturinn á titilnafninu er líkur. ■ Tvær kápur LÍKAR Kápur Da Vinci lykilsins og Píslarsögu Jóns Magnússonar eru ótrúlega líkar. Könnun meðal starfsfólks bókabúða um bækur til fermingargjafa: Mælt með Íslensku orðabókinni Bryndís Loftsdóttir, vöru-stjóri íslenskra bóka hjá Pennanum, var spurð hvaða bækur hún myndi færa ferming- arbarni að gjöf. „Ég vil nú helst gefa orðabækur, það situr ennþá svolítið í mér að hafa ekki feng- ið eina einustu orðabók sjálf í fermingargjöf og hefði þó ekki veitt af – ég hef aldrei verið neitt sérstaklega sleip í tungu- málum. Ég fékk hins vegar risa- stóran atlas sem hefur nýst mér ósjaldan svo ég býst við að ef orðabók yrði ekki fyrir valinu myndi ég gefa fermingarbarn- inu atlas eða Íslendingasögurn- ar, sem allir ættu að eiga.“ Leita aftur í tímann Ég er að lesa bók sem er ákaf-lega skemmtileg og full af fróðleik. Hún heitir The Con- version of Europe: From Paganism to Christianity 371-1386 eftir Ric- hard Fletcher. Þetta er mögnuð samantekt sem gefur manni inn- sýn í ýmislegt, ekki bara kristnina og kristniboð heldur líka sögu Evr- ópu á þessum tíma,“ segir Friðrik Erlingsson rithöfundur. Hann seg- ist vera haldinn fróðleiksfíkn enda áhugamaður um sögu. „Þessi lest- ur tengist líka hlutum sem ég er að vinna að í rólegheitunum og maður leitar víða fanga,“ segir Friðrik og bætir við. „Svo er það þannig að samtíminn getur verið ansi leiðin- legur og það eru svo margir ómerkilegir hlutir í gangi að mað- ur verður stundum að leita aftur í tímann ætli maður að skemmta sér rækilega.“ Friðrik er búinn að lesa Da Vinci lykilinn. „Ég las hana mér til skemmtunar. Söguþráðurinn er eins og í fjórða flokks reyfara en það sem er athyglisvert og spenn- andi við hana er kenningarnar og sagnfræðistaðreyndirnar sem varpað er ljósi á. Bókin stendur fyrst og fremst í fæturna út af þeim hlutum sem höfundurinn er að draga fram í dagsljósið. Margir hafa litið á Magdalenu-kenning- arnar, leyniregluna og dulmál Leo- nardo Da Vinci í málverkum og dagbókum sem skemmtilegan til- búning en það hafa fundist handrit og skjöl sem styðja hluta af þess- um kenningum. Eftir að ég las Da Vinci lykilinn varð ég mér úti um þrjár bækur eftir tvo frímúrara, Christopher Knight og Robert Lomas. Þær heita Uriel’s Machine, The Hiram Key og The Second Messiah og þar er verið að rannsaka rætur frímúr- arareglunnar. Höfundarnir eru á köflum á grensunni í kenninga- gleði en draga þó fram ýmsar sagnfræðilegar staðreyndir og byggja tilgátur í kringum þessi mál og önnur þeim tengd. Geysi- lega áhugaverð lesning og skemmtileg og inspírerandi á margan hátt.“ ■ Nýlega var gerð óformlegkönnun meðal starfsfólks í nokkrum bókabúðum um allt land þar sem óskað var eftir upplýs- ingum um bækur sem það mælti með til fermingargjafa. Það kom á óvart hversu margir titlar voru nefndir en sú bók sem langoftast var nefnd var Íslenska orðabókin frá Eddu sem kom út árið 2000. ■ BÆKUR Á VERÐBILILINU 1.000 - 6.000 KR. Earth from the Air kr. 4.995 Ensk - íslensk skólaorðabók kr. 4.190 Íslensk samheitaorðabók kr. 4.980 Íslenskur fuglavísir kr. 3.400 Ljóðasafn Tómasar Guðmundss. kr. 3.990 Passíusálmarnir kr. 1.580 Perlur í skáldskap Laxness kr. 3.390 Philips Concise World Atlas kr. 4.495 Þetta er sú upphæð sem flestir eyða í fermingargjöf og því úrvalið langmest á þessu verðbili. Tæplega 30 titlar voru nefndir en neðangreindir titilar hlutu flest atkvæði. Þar sem atkvæði þeirra voru svo jöfn er þeim hér raðað í stafrófsröð. BÆKUR Á VERÐBILINU 6000-10.000 Ísland í aldanna rás 1900-2000 kr. 9.980 Íslenskir málshættir og Íslensk orðtök kr. 8.990 Orðastaður og Orðaheimur kr. 9.980 Úrvalið af bókum í þessum verðflokki er talsvert minna og stóðu þrír titlar þar upp úr í vali starfsfólks. BÆKUR Á VERÐBILINU 10.000-20.000 Íslenska orðabókin A-Ö kr. 14.980 Íslendingasögur I-III kr. 14.980 Ensk - íslensk orðabók kr. 14.850 Eins og áður segir var það Íslenska orða- bókin frá Eddu sem fékk langflest atkvæð- in og líklegt má teljast að hún verði jafn- framt ein vinsælasta bókin til fermingar- gjafa. Það vakti athygli að Biblían fékk aðeins eitt atkvæði. ÍSLENSKA ORÐABÓKIN Starfsfólk bókabúða mælir sérstak- lega með henni til fermingargjafa. FRIÐRIK ERLINGSSON „Samtíminn getur verið ansi leiðinlegur og það eru svo margir ómerkilegir hlutir í gangi að maður verður stundum að leita aftur í tímann ætli maður að skemmta sér rækilega.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.