Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 3. apríl 2004 ■ TÓNLEIKAR Allir miðar á tónleika DeepPurple í Laugardalshöll þann 24. júní seldust á innan við klukkutíma á föstudag. Einar Bárðason tónleikahald- ari segir viðbrögðin vera framar öllum vonum og að hann hafi í rauninni aldrei upplifað annað eins. Löng röð myndaðist fyrir framan Hard Rock í Kringlunni. Óvenjulega mikið magn var af börnum og unglingum í röðinni og segir Einar ljóst að það verði fjöl- skyldustemning í Höllinni á tón- leikunum. Meðal þekktustu laga sveitarinn- ar eru Smoke on the Water, Child in Time, Hush og Highway Star. Enn eru þrír af upprunalegu meðlimum sveitarinnar innan- borðs, þar á meðal söngvarinn Ian Gillan. ■ Umfjölluntónlist Dauðakippir síðrokksins? Gítarleikarinn David Pajohefur verið hetja í síðrokks- heimum alveg frá því að hann stofnaði Slint árið 1987. Síðan þá hefur hann tekið þátt í nokkrum áhugaverðum verkefnum og fyrstu plötur Papa M, og Aerial M eins og sveitin hét upphaf- lega, eru nokkuð fínar. Eftir það tók hann þátt í Zwan, skammlífu ævintýri Billy Corgan. Síðustu misseri hefur hallað undan fæti hjá síðrokkinu og lít- ið áhugavert verið að gerast þar. Pajo er síleitandi og skapandi og því eðlilegt að hann þreifi fyrir sér og prófi nýja hluti. En mér heyrist hann vera á villigötum núna. Pajo lumar þó enn á nokkrum góðum gítarhugmyndum en gítaræfingar gera ekki góða plötu. Eitt og eitt sæmilegt lag er líka að finna, og tvö tökulög, „Turn, Turn, Turn“ og „Last Caress“, í sæmilega áhugaverð- um útsetningum. Platan hljómar meira eins og demó en eitthvað annað. Ég kann alveg að meta lágstemmd- ar og minimalískar útsetningar en það er bara ekkert spenn- andi við þetta. Svo get ég ekki fyrirgefið tvö tilgangslaus lög sem ná bæði yfir 13 mínútna múrinn. Í öðru þeirra daðrar Pajo við raftónlist, með hörmu- legum afleiðingum. Þessi leið- inda langloka hefði kannski átt heima sem einkabrandari á menntaskólaballi, en ekki á breiðskífu. Þessi arfaslappa plata er mik- il synd og skemmt epli í annars ferskri ávaxtakörfu Pajo. Hann er hæfileikaríkur tónlistarmað- ur en virðist hafa misst tengslin við það sem gerir gott síðrokk að góðu síðrokki. Einlægni og vönduð spilamennska. Svona letilegar flippplötur eru bara sóun á plasti. Birgir Örn Steinarsson PAPA M: Hole of Burning Alms O.N.E. - One Day „Þessi plata heldur athyglinni og rúmlega það. Ekkert slakt lag en nokkur ákaflega góð eins og það síðasta, sem er sumar- legt eins og platan í heild sinni. Helst má setja út á ósmekklega texta á stöku stað og að lögin hefðu mátt vera aðeins færri. Mjög fínn gripur sem á tvímælalaust eftir að vekja mikla lukku á meðal rappvina í sumar.“ FB Zero 7 - When It Falls „Þetta er í rauninni svipað kokkteilboð og fyrri breiðskífa Zero 7 var, Simple Things frá árinu 2001. Mér líður eigin- lega eins og þeir séu að reyna að fanga sömu notalegu stemningu og náðist þar. Það tekst því miður ekki. Þó að veislan sé notaleg sýnist mér samt nokkrir gestir við barinn vera byrjaðir að geispa fyrir miðnætti. Kannski er það vegna þess að veislan hjá Air í síðasta mánuði var öllu líflegri og meira um nýjar uppákomur.“ BÖS Scissor Sisters - Scissor Sisters „Minnir stundum á Elton John, Billy Joel, Eagles eða REO Speedwagon. Helsti munurinn er að textarnir eru meira „gay“ og kaldhæðnislegir. Það gerir þetta bara því miður ekkert skemmtilegra. Ég spái því að þessir verði horfnir af sjónarsviðinu áður en við getum lagt nafn þeirra á minnið. Þetta er kannski artí... en alveg lamað partí.“ BÖS Oneida - Secret Wars „Þetta er ein af þessum sjaldgæfu ger- semum sem erfitt er að finna í augna- blikinu. Ef það væri ekki fyrir netið þá væri þetta nálin í heystakknum, en leit- in mun margborga sig. Virkilega framúr- skarandi og ætti að hrista verulega upp í gallhörðum tónlistarspekúlöntum. Með því betra sem ég hef heyrt á þessu ári.“ BÖS George Michael - Patience „Einhverjir myndu nota orðið „sótthreins- að“ til þess að lýsa tónlistinni á meðan aðrir myndu nota lýsingarorð eins og „nákvæmt“ og „gallalaust“. Allir hafa svo sem rétt fyrir sér og ef þessi tónlist væri veitingastaður væri hún Perlan, gamli Rex eða Apótek við Austurstræti. Kappinn hljómar þó einlægur, ljúfur og platan rennur vel í gegn. Þetta er þó ekki popptónlist fyrir alla... þetta er háþróaður George Michael fyrir lengra komna.“ BÖS SMS um nýjustu plöturnar AÐDÁENDUR BÍÐA Þó svo að löng röð hafi myndast fyrir tón- leikana var ekki að sjá að aðdáendur væru neitt sérstaklega æstir. Uppselt á Deep Purple
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.