Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 05.04.2004, Qupperneq 1
LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem gekk í skrokk á sextán ára pilti á laugar- dag með þeim afleiðingum að hann var hætt kominn vegna innvortis blæðinga var sleppt úr haldi í gær- kvöldi. Lögregla fór fram á gæslu- varðhaldsúrskurð en dómari taldi ekki málsástæður til þess og því er maðurinn frjáls ferða sinna. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er maðurinn sem grunað- ur er um árásina annar mannanna sem dæmdir voru í fangelsi í fyrravor fyrir hrottafengna árás á mann við Skeljagranda um versl- unarmannahelgina árið 2002. Hinn grunaði er 23 ára gamall og hefur hlotið fjölda dóma fyrir of- beldisglæpi. Hann er á reynslulausn úr fangelsi en hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir tæpu einu ári síðan og hefur því setið minna en helming dómsins. Bróðir hans og vitorðsmaður í árásinni árið 2002 var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Lögregla fékk tilkynningu um árásina um miðjan dag síðastlið- inn laugardag. Fórnarlambið hafði verið í íbúð hins grunaða en kom- ið sér út úr íbúðinni með erfiðis- munum eftir barsmíðarnar og hringt í neyðarnúmer. Lögregla sótti piltinn og ók með hann á sjúkrahús en ekki kom í ljós fyrr en síðar hversu alvarlegir áverk- ar hans voru. Í ljós kom að pilturinn var með sprungið milta og miklar innvort- is blæðingar og var í bráðri lífs- hættu en er ekki talinn vera það lengur. Honum var gefið blóð og er mjög kvalinn. Að sögn aðstand- enda vonast læknar til að þurfa ekki að gera á piltinum aðgerð en til þess gæti komið ef blæðingar hefjast á ný. ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MÁNUDAGUR STÓRLEIKUR Í HÓLMINUM Snæfell tekur á móti Keflavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Staðan í einvíginu er 1-1 en það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki verður meistari. Leikurinn fer fram í Stykkishólmi og hefst klukkan 19.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG SÓLARDAGUR SUNNANLANDS sem nær frá Reykjavík austur til Horna- fjarðar. Nepjulegt nyrðra, enda vindur og snjó- eða slydduél þar. Hægari vindur vestan til. Sjá síðu 6. 5. apríl 2004 – 895. tölublað – 4. árgangur fasteignir ● hús ● fjármál o.fl. Skreytti tröppur með diskabrotum Guðlaug Halldórsdóttir: ● 10 ár frá dauða rokkarans Vildi brenna frekar en að visna Kurt Cobain: ▲ SÍÐA 20 ÓVÆNTAR NIÐURSTÖÐUR Formaður bandarísku þingnefndarinnar, sem hefur verið að kanna hryðjuverkaárás- irnar 11. septem- ber árið 2001, segir að sumar af niðurstöðum nefndarinnar hafi komið sér á óvart. Sjá síðu 2 RANNSAKA FYRRI EIGENDUR Uppgjör stærsta hluthafa Eddu við Mál og menningu er lokið. Rannsókn á fjárhags- upplýsingum mun aðeins beinast að eig- endum Vöku-Helgafells. Sjá síðu 2 DREGUR UMMÆLI TIL BAKA Stjórnarformaður Landsvirkjunar dregur til baka ummæli svo þau trufli ekki kjaravið- ræður. Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir að í raun sé hann ekkert að draga til baka. Sjá síðu 4 HÖFUÐPAURINN LÁTINN Höfuð- paur árásanna á Madríd 11. mars sprengdi sig í loft upp ásamt þremur félögum sínum á laugardagskvöldið. Talið er að hann hafi ætlað að gera frekari árásir. Sjá síðu 6 Illa haldinn eftir fólskulega árás 23 ára maður á reynslulausn úr fangelsi er grunaður um að hafa sært mann lífshættulega á laug- ardaginn. Dómari sá ekki ástæðu til að verða við gæsluvarðhaldskröfu lögreglu. Hinn grunaði var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innan við ári síðan. ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 Frumvarp um áfengiskaupaaldur: Aldurinn lækki í átján STJÓRNMÁL Miklar líkur eru taldar á að Alþingi samþykki að lækka áfengiskaupaaldurinn úr tuttugu í átján ár. Frumvarp þess efnis er nú til meðferðar hjá allsherjarnefnd þingsins og hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að mikill meðbyr sé með málinu. Frumvarpið lögðu fram sextán þingmenn úr öllum flokkum undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur Samfylkingu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að átján ára og eldri fái að kaupa áfengi en fólk á aldrinum átján til tuttugu ára fái þó ekki að kaupa sér sterk vín. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að breytingin taki gildi 1. janúar 2005 en tveimur árum síðar verði skipuð nefnd til þess að meta reynsluna af breytingunni. ■ SKAMMGÓÐUR VERMIR Veðrið lék við íbúa höfuðborgarsvæðisins í gær og er líklegt að vorfiðringur sé kominn í fólk. Fótboltastrák- arnir í FH kunnu vel að meta blíðuna. Á þessum árstíma er hins vegar vissara að nýta þær fáu góðu stundir sem gefast því í dag og á morgun á aftur að kólna í veðri og er búist við snjókomu eða éljum á Norðurlandi. Syðra verður líklega bjart en kalt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Verslunarmenn semja: Markaðslaun fest í sessi KJARAMÁL Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Félag íslenskra stórkaupmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning um klukkan tíu í gærkvöldi. „Ég held að ég sé bara nokkuð sáttur,“ segir Gunnar Páll Páls- son, formaður VR. Hann segir að með samningnum sé markaðs- launakerfi fest enn frekar í sessi og þá hafði verið samið um að eftir fjögur ár verði lágmarks- laun 120 þúsund krónur á mán- uði. Samningurinn er ótíma- bundinn en uppsegjanlegur á tveggja ára fresti með sex mán- aða fyrirvara. Einnig var samið um tveggja prósenta aukafram- lag atvinnurekenda í lífeyrissjóð og aukið orlof. Samningurinn nær til um tíu prósent félags- manna VR eða 2.000 manns. Gunnar Páll segir að viðræð- urnar við Samtök atvinnulífsins þokist áfram. Fundað verði í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa kjaravið- ræður Starfsgreinasambandsins og ríkisins gengið vel um helg- ina. Í gærkvöldi voru viðræð- urnar á mjög viðkvæmu stigi og ætluðu samningamenn aftur að hittast klukkan níu í dag. Hugsanlegt er talið að skrifað verði undir nýjan kjarasamning hjá sáttasemjara í dag. ■ Fylgstu me› dagskránni WWW.NORDUR.ISLÁTTU fiIG EKKI VANTA! s k í › a l ö n d i n s u n d l a u g a r n a r m e n n i n g i n h l j ó m s v e i t i r n a r g i s t i s t a › i r n i r v e i t i n g a h ú s i n ...og allt hitt!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.