Fréttablaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 12
12 5. apríl 2004 MÁNUDAGUR PÁLMASUNNUDAGUR Í JERÚSALEM Hópur fólks gekk í fótspor Krists í Jerúsal- em í gær. Mikil öryggisgæsla var á þessu svæði, enda hafa samskipti Ísraela og Palestínumanna verið erfið upp á síðkast- ið. Þessar nunnur létu alvopnaða hermenn ekki á sig fá og veifuðu pálmagreinum í tilefni dagsins. Bandarískur dómstóll sýknar geðveika móður: Myrti tvo syni sína BANDARÍKIN, AP Deanna Laney hef- ur verið sýknuð af ákæru um að hafa myrt tvo syni sína í maí í fyrra. Dómstóll í Tyler í Texas komst að þeir niðurstöðu að Lan- ey hafi verið ósakhæf sökum þess að hún hafi verið gripin stundarbrjálæði þegar hún myrti syni sína. Laney, sem er 39 ára gömul, hefur haldið því fram að guð hafi skipað henni að myrða syni sína. Hún barði tvo þeirra, sem voru sex og átta ára, í höfuðið þannig að þeir létust. Þá limlesti hún eins árs son sinn í vöggu sinni. Eftir að dómurinn var kveð- inn upp brast Laney í grát sem og nokkrir kviðdómendur. Lan- ey átti yfir höfði sér lífstíðar- fangelsisdóm en nú verður hún send á geðsjúkrahús. Það fer síðan eftir batanum hvenær henni verður sleppt þaðan. Allir fimm læknarnir sem komu fyrir dóminn voru sam- mála um að Laney, sem er strangtrúuð, hefði verið gripin stundarbrjálæði þann örlaga- ríka dag þegar hún myrti syni sína. Sögðu þeir að á þeim tíma hafi hún ekki gert greinarmun á réttu og röngu. ■ Mokveiði í Varmá Vorveiðin byrjar vel. Mjög góð veiði hefur verið í Varmá. Mikið af regnbogasilungi sem er allt að 4,5 punda þungur. Veiðimenn hafa aldrei sleppt jafn miklu af fiski og núna. VEIÐI Vorveiðin hefur byrjað vel þetta árið. Fyrsti dagurinn í Varmá gaf um 80 fiska. Mokveiði var af góðum regn- bogasilungi og voru þeir stærstu 4,5 pund. Mikið virðist vera af regnbogasilungi í Varmá og má líklega rekja það til þess að fiskur sleppur úr fiskeldis- stöðvum kringum ána. Það kem- ur reyndar veiðimönnum til góða núna því um 600 til 700 fiskar hafa veiðst það sem af tímabilinu. „Þetta búið að vera gott hérna fyrir austan, ég veiddi einn 16 punda í Hörgsá og fór svo dag- inn eftir aftur í ána og veiddi fína fiska á sama staðnum. Vatnamótin hafa líklega gefið um 90 fiska,“ sagði Ragnar Jo- hansen á Hörgslandi. „Veiði- menn sem voru í Vatnamótunum í gær fengu 90 sentimetra fisk og hann hefur verið um 15 til 16 pund, þykkur og fallegur. Opn- unarhollið í Vatnamótum veiddi 59 fiska og núna eru skilyrðin mjög góð, svo menn ættu að vera í fiski.“ „Ég fór austur í Varmá í fyrradag og þá var áin lituð en var að hreinsa sig eftir mikil flóð, ég náði einum fallegum 5 til 6 punda sjóbirtingi,“ sagði Stef- án Sigurðsson, hjá Lax-á. „Fyrsti dagurinn var frábær og veiði- menn sem ég hitti sögðu að veið- in væri öll að koma til aftur.“ „Strax á fyrsta degi settu veiðimenn í vænan fisk fyrir neðan Ægisíðufoss í Ytri-Rangá en hann slepp af eftir stutta bar- áttu - sleit,“ sagði Ágúst K. Ágústsson, hjá Laxá, og bætti við: „Veiðimenn hafa líka verið að setja í fiska í Vífilsstaða- vatni. Þar fékk einn tvær bleikj- ur en missti þrjár.“ „Við segjum veiðimönnum að sleppa öllum fiski í vorveiðinni, veiðimenn hafa ekkert við þessa fiska að gera og þá verður hægt að viðhalda vorveiðinni,“ sögðu þeir Ágúst Karl og Stefán. Veiði- menn hafa aldrei sleppt eins mörgum fiskum og núna, líklegt er talið að þeir sleppi um 95% af aflanum. ■ UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi TÖK NÁMSKEIÐ TÖK tölvunám er 90 stunda tölvunám hjá NTV sem bæði er ætlað fyrir byrjendur og þá sem eitthvað kunna. Námið og kennslugögnin miða að því að gera nemendum kleift að taka þau 7 próf sem þarf til að fá TÖK skírteini. Námsgreinar: Upplýsingatækni - Windows - Word - Excel Access - PowerPoint - Póstur - Internetið TÖK er skammstöfun á al- þjóðlegu prófskírteini sem vottar tölvukunnáttu þína og vottar að þú sért tölvulæs. Það þýðir að þú kunnir að nýta þér flesta möguleika tölvunnar og þeirra forrita sem hvað mest eru notuð við vinnu og daglegt líf. TÖK-skírteini er mikill styrkur á vinnumarkaðinum jafnt hér- lendis sem erlendis. Morgunnámskeið: Byrjar 14. apríl og lýkur 17. maí. Kennt á mán., mið. og fös. frákl. 8:15-12:15 Kvöldnámskeið: Byrjar 17. apríl og lýkur 22. maí. Kennt á mán. og mið. frá kl. 18 til 22 og lau. kl. 13-17. JÁRNSTYKKI Á TEINUM Tveimur 18 kílóa málmstykkjum var komið fyrir á járnbrautarteinum. Hraðhentur lestarstjóri: Bjargaði farþegum ÞÝSKALAND Þýskum lestarstjóra tókst naumlega að bjarga tvö hundruð far- þegum frá slysi þegar hann nauð- hemlaði til að koma í veg fyrir árekst- ur. Búið var að skrúfa tvö flennistór málmstykki á miðja teinana en lestar- stjórinn kom auga á hindrunina í 400 km fjarlægð og tókst að hægja ferð- ina nógu mikið til að enginn farþeg- anna slasaðist. Ekki er vitað hver eða hverjir bera ábyrgð á tilræðinu, en þýska lögreglan segir að ekkert bendi til þess að um hryðjuverkatilræði hafi verið að ræða. ■ Páfinn á pálmasunnudag: Blessaði í skugga hryðjuverka VATÍKANIÐ, AP Yfir fjörutíu þúsund manns söfnuðust saman í Vatíkaninu í gær, pálmasunnudag, til að hlýða á ávarp Jóhannesar Páls páfa. Dagur- inn var helgaður ungu fólki sem fjöl- mennti þangað og veifaði ólívugrein- um honum til heiðurs. Páfinn bless- aði mannfjöldann í tveggja klukku- stunda langri athöfn og lýsti Vatíkanið hátíðinni sem „mótefni“ gegn hræðslunni við hryðjuverk. Engu að síður var mikil öryggis- gæsla á svæðinu í gær vegna ótta við að íslömsk öfgasamtök gripi til að- gerða gegn páfanum á þessum helgu tímum kristinna manna. ■ HÆTTULEG MÓÐIR Deanna Laney brast í grát þegar dómurinn var kveðinn upp. Hún hélt því fram að guð hefði skipað sér að myrða syni sína. VATÍKANIÐ Yfir 40.000 manns voru viðstaddir guðsþjónustu páfans. ÁNÆGÐIR VEIÐIMENN VIÐ VARMÁ Veiðimenn ganga eftir árbakkanum á Varmá, á leiðinni úr Stöðvarhylnum, sem hefur gefið mikið af fiski. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR B EN D ER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.