Fréttablaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 20
20 5. apríl 2004 MÁNUDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli Kurt Cobain, söngvari Nirvana,tók upp á þeim óskunda á þessum degi fyrir 10 árum að skipa sér í flokk goðsagnakenndra rokkstjarna sem geispuðu golunni 27 ára gamlar. Hann stytti sér ald- ur á heimili sínu í Los Angeles með því að skjóta sig í höfuðið og fyllti þannig flokk ekki ómerkari rokkara en Jim Morrison, Jimi Hendrix og Janis Joplin. Þegar lík hans fannst þremur dögum síðar benti ekkert til ann- ars en Cobain hefði skotið sig sjálfur en efasemdaraddir gerðu þó vart við sig og þeir eru enn til sem vilja bendla eiginkonu hans, Courtney Love, við dauða hans. Cobain tók dýfu niður á við á Ítalíu mánuði áður þegar hann féll í dauðadá eftir að hafa blandað saman kampavíni og rohypnoli. Vinir hans og fjölskylda töldu hann á að fara í eiturlyfjameðferð í lok mars en þann þrítugasta þess mánaðar yfirgaf hann stofnunina og fékk vin sinn til þess að útvega sér byssu sem hann sagðist þarfn- ast til að vernda sig. Hann hélt síðan til Los Angeles þar sem hann stútfyllti sig af valíum og heróíni og skaut sig í höfuðið. Hann skildi eftir sig sjálfs- morðsbréf þar sem hann vitnaði texta Neils Young og skrifaði „better to burn out than fade away.“ Það er betra að brenna upp en visna. Svo mörg voru þau orð og segja allt sem þarf. ■ Gerður Sigfúsdóttir, Austurbergi 34, er látin. Ragnheiður Jónsdóttir, (Deddna í Dal), er látin. Stella Lydia Nielsen lést 23. mars. Sigríður Ólafsdóttir, frá Landamótum, Vestmannaeyjum, lést 23. mars. Karlotta Ósk Óskarsdóttir lést 27. mars. Erlendur Pálsson, Móaflöt 20, lést 28. mars. Gunnlaugur Guðmundsson, Lyngmóa 7, lést 2. apríl. 13.30 Guðný Pétursdóttir, Eiðismýri 30, verður jarðsungin frá Seltjarnar- neskirkju. 13.30 Jón Guðmundsson, rafvélavirki, Lyngbrekku 5, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju. 14.00 Guðrún Sveinsdóttir, Borgarbraut 21a, Borgarnesi, verður jarðsung- in frá Borgarneskirkju. Gísli J. Ástþórsson fyrrverandi ritstjóri er 81 árs. Gísli Helgason tónlistarmaður og fyrr- um formaður Blindrafélagsins er 52 ára. Sigurlás Þorleifsson knattspyrnumaður er 47 ára. Arnþór Helgason, fram-kvæmdastjóri Öryrkjabanda- lags Íslands, á afmæli í dag og af því tilefni ætlar hann að bjóða samstarfsmönnum sínum upp á rjómaís frá Stikkfrí í Síðumúla: „Í honum er um það bil helmingi til þrefalt minni sykur heldur en í ís frá MS og Kjörís. Og þar sem und- irritaður varð sér úti um sykur- sýki fyrir tveimur árum þá borðar hann helst ekki annan ís en þenn- an.“ En er einhver afmælisdagur sérlega eftirminnilegur? Arnþór segist muna vel eftir þrítugasta afmælisdeginum en þá var hann staddur á Írlandi ásamt Emil Bóassyni, „og okkur var boðið af háskólastúdentum að flytja fyr- irlestur um Ísland. Vakti það at- hygli okkar að leynilögreglan sendi fulltrúa sinn á staðinn en það var víst plagsiður hjá þeim að fylgjast með fyrirlestrum sem stúdentar stóðu að. Þá þykir mér vænt um að Alþingi var end- urreist þennan dag árið 1843. Mér er einnig minnisstæður dag- urinn þegar ég varð sjö ára en þá fékk ég í afmælisgjöf frá Helga, bróður mínum heitnum, það stærsta páskaegg sem ég hef nokkru sinni séð. Inni í því var annað páskaegg! Ég hélt síðan óneitanlega upp á afmælið í fyrra með merkilegum hætti því að þá ákváðu stjórnvöld að hefja Evrópuár fatlaðra í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands og mér þótti mjög vænt um að þeir skyl- du halda opnunarhátíðina á þess- um degi. Hins vegar sviku stjórnvöld þann samning sem gerður var í marslok í fyrra, og var forsenda þess að Öryrkja- bandalagið tók þátt í Evrópuár- inu og þess vegna ákvað það að taka ekki þátt í því sem eftir var ársins. Sem betur fer hafa nú stjórnvöld lokið þessu Evrópuári þannig að ég þarf ekki að horfast í augu við það að fagfólkið sem vinnur að málefnum fatlaðra skuli ekki hafa sýnt Öryrkja- bandalaginu þá samstöðu að sniðganga lokahátíð Evrópuárs- ins sem varð ekki lokahátíð fatl- aðra heldur lokahátíð fagfólks- ins. Þá langar mig að senda Hjálmari V. Hannessyni, sendi- herra, afmæliskveðju og auðvit- að tvíburabróður mínum, honum Gísla. Að lokum langar mig að fá aðgengilegt Fréttablað á tölvu- tæku formi í afmælisgjöf og vil gjarnan að útgefendur Frétta- blaðsins sýni af sér sama metnað og Morgunblaðið,“ segir Arnþór Helgason. ■ Afmæli ARNÞÓR HELGASON ■ er 52 ára í dag Sendir Gísla bróður afmæliskveðju COLIN POWELL Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er 67 ára í dag. 5. apríl ■ Þetta gerðist 1614 Indíánastúlkan Pocahontas giftist enska landnemanum John Rolfe. 1753 The British Museum er komið á laggirnar í London. 1842 Shah Shuja, konungur Afganistan, er myrtur. 1879 Perú og Chile lýsa yfir stríði hvort á hendur öðru. 1923 Firestone hefur framleiðslu á upp- blásanlegum dekkjum. 1964 Bandaríski hershöfðinginn Dou- glas MacArthur deyr í Washington 84 ára að aldri. 1976 Milljarðamæringurinn Howard Hughes deyr í Houston 72 ára gamall. 1987 FOX sjónvarpsstöð Ruperts Mur- doch hefur útsendingar. 1997 Bítnikk skáldið Allen Ginsberg deyr á sjötugasta aldursári. KURT COBAIN Þeir eru enn margir sem vilja bendla eigin- konu hans, Courtney Love, við dauða hans. Það hjálpar henni ekki að hún þykir snælduvitlaus og listi hatursmanna hennar er langur. KURT COBAIN ■ Skaut sig í höfuðið, lífsleiður og útúr- dópaður, á þessum degi árið 1994. Raf- virki fann lík hans þremur dögum síðar þegar hann kom til að setja upp þjófa- vörn á heimili rokkarans. 5. apríl 1994 Býður upp á ís í tilefni dagsins Árlega útnefnir Rauði kross Ís-lands skyndihjálparmann ársins til að hvetja almenning til að læra skyndihjálp og verðlauna þá sem bjargað hafa mannslífi. Þær Kolfinna Jóna Baldursdóttir og Sigrún Guð- björg Magnúsdóttir, báðar tíu ára stúlkur úr Garðinum, hlutu viður- kenningu sem skyndihjálparmenn ársins 2003 fyrir frækilega frammi- stöðu og að sýna mikla hetjulund þeg- ar Atli Reynir, sex ára bróðir Kol- finnu, skarst illa á upphandlegg svo að slagæð fór í sundur. Þær stöllur hringdu í Neyðarlínuna 112 og létu drenginn setjast niður, vöfðu hand- klæði um handlegg hans og þrýstu að sárinu þangað til aðstoð barst. Kolfinna og Sigrún höfðu lært nokkr- ar aðferðir í skyndihjálp hjá skátun- um, meðal annars hvernig stöðva ætti blæðingu. Þær höfðu einnig lært neyðarnúmerið 112 í skólanum og það þykir ekki fara á milli mála að með þekkingu á þessu tvennu björguðu þær lífi Atla en án aðstoðar vinkvenn- anna er hætta á að honum hefði getað blætt út á skömmum tíma. ■ Skyndihjálp skiptir sköpum BETTE DAVIS Leikkonan með augun margrómuðu fædd- ist á þessum degi árið 1908. ARNÞÓR HELGASON Minnist liðinna afmælisdaga þó með mismikilli gleði en stjórnvöld vörpuðu skugga á afmælisgleði síðasta árs með ákvörðunum sínum. Kurt Cobain brennur upp 10 milljónir í Smáralind Vilborg Guðjohnsen var 10milljónasti gesturinn til að heimsækja Smáralind frá því að verslunarmiðstöðin opnaði. Að launum hlaut hún 100 þús- und króna verslunarferð í Smáralind. Töframaðurinn Bjarni tók á móti þessum tímamótagesti og afhenti glaðinginn með tilheyr- andi glensi eins og honum ein- um er lagið. Vilborg var að von- um ánægð með móttökurnar og afrakstur innkaupaferðarinnar í Smáralind, en hún var bara rétt að skjótast í eina verslun í miðstöðinni. ■ TÖFRAMAÐURINN BJARNI, VILBORG GUÐJOHNSEN OG ÓÐINN OG ÞÓR- UNN BJÖRGVINSBÖRN Vilborg var 10 milljónasti gesturinn í Smáralind. KOLFINNA JÓNA BALDURSDÓTTIR, ATLI REYNIR BALDURSSON OG SIG- RÚN GUÐBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR Kolfinna og Sigrún, 10 ára, hlutu viðurkenn- ingarskjal, skyndihálparbók og sjúkrakassa að launum sem skyndihjálparmenn ársins 2003, fyrir að bjarga lífi Atla Reynis, 6 ára. ■ Jarðarfarir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.