Fréttablaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 22
22 5. apríl 2004 MÁNUDAGUR FELIX LIMO Kenýamaðurinn Felix Limo kom fyrstur í mark í Maraþonhlaupinu í Rotterdam í gær. Maraþon Enska úrvalsdeildin: Liverpool í fjórða sætið FÓTBOLTI Liverpool endurheimti fjórða sætið í ensku úrvalsdeild- inni í gær með sannfærandi sigri á Blackburn á Anfield. Liverpool sigraði 4-0 en úrslitin voru í raun ráðin eftir 24 mínútna leik þegar Michael Owen skoraði þriðja mark liðsins. Owen skoraði tvisvar í gær og Emile Heskey gerði síðasta mark- ið. Eitt markanna var sjálfsmark Andy Todd sem sendi fyrirgjöf El- Hadji Diouf í eigið mark. Liverpool hefur 49 stig þegar sjö umferðir eru eftir og Newcastle 48 stig en félögin mæt- ast á Anfield í lokaumferðinni 15. maí. Liverpool á eftir að leika við Charlton, Fulham, Middlesbrough og Newcastle á heimavelli og Arsenal, Manchester United og Birmingham á útivelli. Newcastle á eftir að leika við Arsenal, Chel- sea og Úlfana á heimavelli og Aston Villa, Southampton, Manchester City og Liverpool úti- velli. Aston Villa og Manchester City gerðu jafntefli á Villa Park í gær. Aston Villa tók forystuna um miðjan fyrri hálfleik og þótti það gegn gangi leiksins. Juan Pablo Angel skallaði í mark eftir horn- spyrnu Thomasar Hitzlsperger og var þetta 21. mark Kólumbíu- mannsins í vetur. City jafnaði átta mínútum fyrir leikslok. Sylvain Distin skallaði að marki eftir sendingu Michael Tarnat en Robbie Fowler potaði boltanum yfir línuna. Markið var samt skráð á Distin. ■ 9. - 12. APRÍL Í SÝNINGARSAL B&L GRJÓTHÁLSI 1 STÓRSÝNINGIN BÍLADELLA 2004 Kirkjulundi 13 - Garðabæ - s: 565 6900 - verkhonnun@simnet.is Frá Four Seasons Sunrooms Það besta sem býðst! ÚR ÁLI, með eða án lóðréttra pósta Enska bikarkeppnin: Millwall í úrslit FÓTBOLTI „Það er þetta sem þetta snýst um, smá heppni og það að vera á réttum stað á réttum tíma,“ sagði Ástralinn Tim Cahill sem skoraði markið sem færði Millwall sæti í úrslitum ensku bikarkeppn- innar í fyrsta sinn. Cahill skoraði eina mark leiksins við Sunderland á 25. mínútu með hörkuskoti úr miðj- um teig eftir að Mart Poom hafði varið skot frá Paul Ifill. Millwall leikur til úrslita við Manchester United á Þúsaldarvellinum í Cardiff 22. maí. „Ég er orðlaus. Þetta er óraun- verulegt. Millwall í bikarúrslitum og í Evrópukeppni,“ sagði Theo Paphitis, stjórnarformaður Millwall. Paphitis sagði fyrr í vetur að hann myndi hlaupa nakinn um götur Suður-Lundúna ef félagið kæmist í úrslit. Leikmenn og liðs- stjórn Millwall ætla að sjá til þess að hann standi við heitið. „Ég hef alltaf sagt leikmönnun- um það að ef þeir trúa á sjálfa sig þá ná þeir langt og þetta eiga þeir skil- ið,“ sagði Dennis Wise, þjálfari Millwall. Wise hefur orðið bikar- meistari með Wimbledon og Chel- sea og sigri Millwall í vor verður hann fyrsti leikmaðurinn sem verð- ur bikarmeistari með þremur félög- um. ■ Á LEIÐ Í ÚRSLIT Tim Cahill fagnar marki sínu gegn Sunder- land. MICHAEL OWEN Skoraði tvisvar í stærsta sigri Liverpool á leiktíðinni. Úrslit í gær Aston Villa - Man. City 1-1 Liverpool - Blackburn 4-0 Arsenal 30 22 8 0 58:20 74 Chelsea 31 22 4 5 58:24 70 Man. United 30 19 5 6 56:30 62 Liverpool 31 13 108 46:31 49 Newcastle 31 12 127 45:33 48 Birmingham 31 12 109 37:36 46 Aston Villa 31 12 8 11 39:36 44 Charlton 30 12 7 11 41:39 43 Southampton 31 11 9 11 34:29 42 Fulham 31 11 8 12 42:40 41 Middlesbrough 31 11 8 12 37:39 41 Tottenham 31 11 4 16 40:48 37 Bolton 31 9 1012 34:48 37 Everton 31 8 1013 38:45 34 Man. City 31 7 1113 42:43 32 Blackburn 31 8 7 16 42:52 31 Portsmouth 30 8 6 16 32:45 30 Leicester 30 5 1312 39:52 28 Leeds 30 6 7 17 29:60 25 Wolves 31 5 9 17 27:66 24 Leikur í kvöld Leeds - Leicester

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.