Fréttablaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 25
25MÁNUDAGUR 5. apríl 2004 FORMÚLA 1 „Þetta var frábær helgi þótt þetta væri erfitt á köflum,“ sagði heimsmeistarinn Michael Schumacher eftir öruggan sigur í Barein í gær. „Þetta var allt okkur í hag, fremstir í rásröðinni og í fyrstu tveimur sætunum.“ Schumacher var á ráspól og náði strax góðu forskoti. Hann var kominn með sjö sekúndna forskot eftir fjóra hringi og 12,1 sekúndu forskot á 15. hring. Hann hélt þessu forskoti mestalla keppnina en dró úr hraðanum undir lokin og kom í mark 1,3 sekúndum á undan Rubes Barrichello. „Bíllinn minn var frábær,“ sagði Barrichello eftir keppnina. „Michael var mjög fljótur í fyrstu beygjunum og náði góðu forskoti. Svo átti ég í smávægilegum erfið- leikum í viðgerðarhléi og hann var þegar tíu sekúndum á undan þan- nig að þetta var of erfitt. Schumacher hefur 30 stig eftir þrjá sigra í keppni ökuþóra og Barrichello 21 en hann varð í öðru sæti í Ástralíu og Barein og fjórða sæti í Malasíu. Jenson Button, hjá BAR-Honda, er þriðji með fimmt- án sti. Ferrari er fyrir vikið með yfir- burðaforystu í keppni bílasmiða. Ferrari hefur 51 stig en Renault er í öðru sæti með 22 stig. Ross Brawn, tæknistjóri Ferrari, sagði eftir sigur Schumacher að Ferr- ari-menn ætluðu ekki að tapa átt- um vegna frábærrar byrjunar. Þeirra einkenni væri að halda sig á jörðinni og taka ekkert sem gef- ið. Á sama tíma og allt gengur Ferrari í haginn gengur allt í mót Kimi Raikkonen. Hann varð að hætta keppni á sjöunda hring þeg- ar eldur kom upp í vélinni. Raikkonen hefur enn ekki lokið keppni á þessu ári en hann varð að hætta á sjötta hring í Ástralíu og Malasíu. ■ Haukar deildarmeist- arar þriðja árið í röð Haukar og Valur voru jöfn að stigum og stóðu jafnt í innbyrðis viður- eignum en markatala Hauka var hagstæðari. HANDBOLTI Haukar urðu deildar- meistarar eftir dramatíska bar- áttu við Val. Haukar unnu KA 36- 34 á Ásvöllum en Valsmenn gerðu jafntefli við HK, 24-24, að Hlíðar- enda. Bæði félög fengu 25 stig og þar sem báðum leikjum félaganna í úrvalsdeildinni lauk með jafn- tefli réðust úrslitin á markatölu. Þar stóðu Haukar betur. Haukar unnu KA 36-34 í jöfn- um og skemmtilegum leik. Hauk- ar leiddu 19-15 í hléi en KA náði að vinna þann mun upp og komast yfir snemma í seinni hálfleik. KA hafði forystuna, 32-31, þegar skammt var til leiksloka en Hauk- ar snéru stöðunni sér í hag og sigra 36-34. Halldór Ingólfsson skoraði ell- efu af mörkum Hauka, sex þeirra úr vítaköstum, Robertas Pauzuol- is sjö og Ásgeir Örn Hallgrímsson og Þorkell Magnússon fimm hvor. Birkir Ívar Guðmundsson varði 23 skot, þar af eitt víti. Andreus Stelmokas skoraði ell- efu mörk fyrir KA, Arnór Atlason átta, helminginn úr vítum, og Jón- atan Magnússon fjögur. Jafnt var á flestum tölum fram eftir leik Vals og HK. Staðan var jöfn, 14-14, og þegar langt var lið- ið á síðari hálfleik leiddi Valur 20- 19. Þá skoraði HK þrjú mörk í röð og þegar skammt var eftir leiddi Kópavogsliðið 24-22. Valsmenn skoruðu tvö síðustu mörkin en það dugði ekki til að tryggja félaginu deildarmeistaratitilinn. Heimir Örn Árnason skoraði sex mörk fyrir Val, Bjarki Sig- urðsson fimm og Hjalti Pálmason fjögur. Pálmar Pétursson varði fjórtán skot, eitt þeirra vítakast. Andrius Rackauskas var yfir- burðamaður hjá HK og skoraði þrettán mörk. Hann skoraði níu af fjórtán mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Már Þórarinsson og Augustas Strazdas skoruðu fjögur mörk hvor en Björgvin Páll Gúst- avsson varði tólf skot. Stjarnan veitti óvænta mót- spyrnu í Garðabæ er best greidda lið deildarinnar, ÍR, kom í heim- sókn. Stjörnumenn byrjuðu leik- inn með miklum látum. Skoruðu grimmt og lömdu svo ÍR-inga að þeir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Stjarnan náði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik, 11- 5, en þá vöknuðu ÍR-ingar og minnkuðu muninn í 15-11 fyrir hlé. ÍR-ingar mættu vel stemmdir, og greiddir, í síðari hálfleik og byrjuðu að saxa á forskot heima- manna. Þegar fjórtán mínútur lifðu leiks tókst þeim að jafna og síðan taka forystuna í kjölfarið. Stjarnan jafnaði fljótlega en ÍR- ingar voru sterkari á lokasprettin- um og unnu sigur, 29-26. Hannes Jón Jónsson og Einar Hólmgeirsson voru atkvæðamest- ir ÍR-inga með sjö mörk og Sturla Ásgeirsson gerði sex. Lítil mark- varsla var hjá ÍR en Ólafur Gísla- son varði tíu skot. Vilhjálmur Halldórsson fór á kostum í liði Stjörnunnar og gerði 14 mörk. Kristján Kristjánsson kom næst- ur með fimm og Jacek Kowal varði 15 skot í markinu. Grótta/KR tryggði sér sæti í átta liða úrslitum með sigri á Fram, 27-23, á Seltjarnarnesi. Gísli Guðmundsson var maður leiksins en hann varði 29 skot. Páll Þórólfs- son skoraði tíu mörk, sex úr vítum, og Daði Hafþórsson, Arnar Sæ- þórsson og Hjálmar Vilhjálmsson voru markahæstir Framara með sjö mörk. Egidijus Petkevicius varði þrettán skot í marki Fram. ■ Handlyftarar Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3519 tjorvi@kraftvelar.is · www.kraftvelar.is Lyftigeta 2,3 tonn Sterkbyggðir og öruggir Standard Quicklift kr kr 48.515,- 55.966,- m/vsk m/vsk Formúlan í Barein: Tvöfalt hjá Ferrari MICHAEL SCHUMACHER Fylgdi eftir sigrum í Ástralíu og Malasíu með sigri í Barein. Úrslit leikja í gær Stjarnan - ÍR 27-29 Haukar - KA 36-34 Grótta/KR - Fram 27-23 Valur - HK 24-24 Lokastaðan í úrvalsdeildinni Haukar 14 8 4 2 451:387 25(5) Valur 14 7 3 4 387:358 25(8) ÍR 14 7 2 5 412:408 24(8) KA 14 7 0 7 439:437 21(7) Fram 14 7 0 7 411:387 20(6) Grótta/KR 14 7 1 6 364:357 18(3) HK 14 5 2 7 384:398 17(5) Stjarnan 14 2 0 12 336:452 10(6) Innan sviga eru stigin sem félögin tóku með sér úr riðlakeppninni. HALLDÓR INGÓLFSSON Skoraði ellefu mörk þegar Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.