Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FIMMTUDAGUR BLÚSHÁTÍÐ LÝKUR Síðasti dagur Blúshátíðar í Reykjavík er í dag, en hátíð- in hefur staðið síðan á þriðjudaginn. Vinir Dóra, Páll Rósinkranz og Kalli Bjarni og Doug Lang spila á Hótel Borg klukkan 21. Miðaverð er 1.800 krónur. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG MILDUR DAGUR Í höfuðborginni og á landinu öllu. Áfram úrkoma norðan- og vestanlands. Kólnar nokkuð skjótt fyrir norðan síðdegis. Sjá síðu 6. 8. apríl 2004 – 98. tölublað – 4. árgangur ÍHUGAR MÁLSÓKN Fríða Regína Höskuldsdóttir, skólastjóri Mýrarhúsaskóla, íhugar að kæra Seltjarnarnesbæ. Með ráðningu nýs skólastjóra verður starf henn- ar lagt niður. Sjá síðu 2 ÞAULSKIPULAGT RÁN Ránið í bank- ann Norsk Kontantservice í Stafangri var þaulskipulagt. Einungis tólf mínútur liðu frá því að mennirnir komu inn í bankann þar til þeir fóru þaðan út með þýfið. Sjá síðu 2 SVÖRT SKÝRSLA Bandarísk stjórnvöld reyna að tefja birtingu skýrslu Norður- skautsráðsins um loftslagsbreytingar. Skýrslan sýnir að í óefni stefnir. Sjá síðu 6 HÁLENDISVEGUR UM ÞINGVELLI Til að ná fram 82 kílómetra styttingu á leið- inni milli Akureyrar og Reykjavíkur þarf nýi hálendisvegurinn að fara um Þingvelli. Ekki eru allir sammála um þann ávinning sem slíkur vegur hefði í för með sér. Sjá síðu 10 ÓÖLD Í ÍRAK Bandarískir hermenn bera særðan félaga sinn. Íraskir uppreisnarmenn berjast nú við hersetuliðið í mörgum borgum. Átökin í Írak síðust daga eru þau mestu síðan Saddam Hussein hrökklaðist frá völdum. Sjá nánar síðu 4 JAFNRÉTTISLÖG Ég skil ekki í Birni og finnst að hann ætti að hugsa sinn gang,“ segir Eiríkur Tómasson, for- seti Lagadeildar Háskóla Íslands og prófessor í réttarfari, um ummæli Björns Bjarnasonar dómsmálaráð- herra um að jafnréttislög séu úrelt. Björn hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að hann telji jafnrétt- islög „barn síns tíma“. Lögin tóku gildi fyrir fjórum árum. Ummælin lét hann falla í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem segir Björn hafa brotið jafnrétt- islög með því að ráða ekki Hjördísi Hákonardóttur í embætti hæsta- réttardómara. Hann hafði skipað Ólaf Börk Þorvaldsson í stöðuna. Eiríkur segir að auðvitað megi deila um einstök atriði jafnrétt- islaganna en að meginstefnu til séu þau í samræmi við nýsett ákvæði í stjórnarskránni um jafnan rétt karla og kvenna. „Ég hef ekki heyrt annað en flestir stjórnmálamenn séu fylgj- andi jafnrétti, ekki bara í orði held- ur einnig á borði. Það virðist því sem Björn lifi í fortíðinni en ekki nútíðinni,“ segir Eiríkur. Aðspurður segir hann úrskurð kærunefndarinnar mjög skýran, vel rökstuddan og eðlilegan í alla staði og bendir fólki á að lesa hann í heild sinni. Árni Magnússon, ráðherra jafn- réttismála, segist ekki sjá neina sérstaka ástæðu í ljósi þessa máls að breyta jafnréttislögum. Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, segir það skelfilega neyðarlegt fyrir Björn að verða uppvís að því að brjóta sjálfur þær reglur sem hann setji í eigin ráðuneyti en þar gildi mjög afdráttarlausar starfsreglur sem segja að hafa skuli jafnrétti kynjanna í huga við stöðuveitingar. Hún hefur óskað eftir utandag- skrárumræðu um embættisverk hans í þessu máli og viðbrögð hans við úrskurði kærunefndarinnar. Fréttablaðið reyndi ítrekað að ná í Björn Bjarnason í gær. Hringt var margoft í ráðuneytið, heim til hans og honum jafnframt sendur tölvupóstur. Hann svaraði ekki skilaboðum. sda@frettabladid.is sjá nánar síðu 6 Lagaprófessor segir Björn lifa í fortíðinni Forseti Lagadeildar Háskóla Íslands segist ekki skilja ummæli dómsmálaráðherra um að jafnréttislög séu úrelt. Telur Björn lifa í fortíðinni. Félagsmálaráðherra telur ekki þurfa að breyta lögunum. Staða Þjóðleikhússtjóra: Tinna sækir um VIÐTAL „Það væri mjög spennandi að fá tækifæri til að takast á við að stjórna Þjóð- leikhúsinu og ég er nokkuð ráðin í að sækja um þeg- ar starfið losnar,“ segir Tinna Gunn- laugsdóttir, leik- kona og forseti Bandalags ís- lenskra lista- manna, í viðtali við Fréttablaðið í dag. Staða Þjóð- l e i k h ú s s t j ó r a verður laus til umsóknar þegar Stefán Baldursson, núverandi Þjóðleikhússtjóri, lætur af störf- um innan tíðar. „Svo á auðvitað eftir að koma í ljós hvort þeir sem valdið hafa treysta mér í slaginn,“ segir Tinna. Nánar á síðum 22 og 23. Kvikmyndir 34 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 Fermingarveislukvíði Fermingarveislutímabilið er hafið. Að sögn sálfræðings er nokkuð algengt að fólk kvíði því að fara í veislurnar. Orsakarnir eru margvíslegar. Gamalt og nýtt vandamál: Steingrimur J. og fleiri: Jesús snæddi síðustu kvöldmáltíð- ina með lærisveinum sínum. Fréttablaðið spurði fimm þjóðkunna einstaklinga hvernig þeir myndu haga sinni síðustu kvöldmáltíð. Síðasta kvöldmáltíðin SÍÐA 24 & 25 ▲ Ruslana: ● tryllir lýðinn í reykjavík Eurovisionkeppandi Úkraníu SÍÐA 38 ▲ ECCOES OF THE WORLD® BLAÐ SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF... FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG! VOR/SUMAR 2004 ÁKÆRA Ríkislögreglustjóri hefur ákært fimm einstaklinga vegna fjárdráttar, hylmingar og pen- ingaþvættis í tengslum við Lands- símamálið. Þeir sem ákærðir hafa verið eru Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðaféhirðir Landssímans, fyrir stór- felldan fjárdrátt og Árni Þór Vigfús- son, Kristján Ragnar Kristjánsson, Ragnar Orri Benediktsson og kona á þrítugsaldri fyrir hylmingu og pen- ingaþvætti. Sveinbjörn dró sér samtals 261 milljón og eru þrettán liðir í ákærunni um brot hans. Pening- ana notaði hann meðal annars til að greiða bifreiðagjöld, víxil- skuldir og skuldabréf og til hluta- bréfakaup. Einnig greiddi hann eigin kreditkortareikninga, sam- tals að upphæð um 18 milljónir króna, með fé Landssímans. Sjá nánar bls. 8 Ríkislögreglustjóri hefur ákært fimm manns í Landssímamálinu: Greiddi kortareikning með illa fengnu fé ● ferðir ● neytendur o.fl. Mælir með stöðum í Amsterdam Þórunn Björnsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS SÍÐA 20 ▲ TINNA GUNN- LAUGSDÓTTIR Er ráðin í að sækja um stöðu Þjóðleikhússtjóra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.