Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 18
18 8. apríl 2003 FIMMTUDAGUR Martha Place varð á þessumdegi árið 1899 fyrsta konan sem tekin var af lífi í rafmagns- stólnum. Hugmyndin með raf- magnsstólnum var sú að hann átti að vera mannúðlegri aftökuleið en henging og var stóllinn fyrst not- aður í Bandaríkjunum árið 1890 þegar William Kemmler var tek- inn af lífi. Hugmyndin um rafmagn sem aftökuleið kom upp í kringum 1880 eftir að ríkisstjóri New York hafði lýst því yfir að hengingin væri miðaldaaðferð og að með rafmagni mætti taka fólk af lífi á nútímalegan og vísindalegan hátt. Þá var fólki einnig farið að of- bjóða opinberar hengingar sem enn voru stundaðar. Það var svo einnig talið rafmagnsstólnum til tekna að hann tók miklu minna pláss en gamli gálginn. Í árdaga raforkunnar reyndu framleiðendur eldri orkugjafa að gera rafmagnið tortryggilegt og gerðu mikið úr hættunni sem af því stafaði. Þeir gerðu sér því góð- ar vonir um að tenging rafmagns- ins við aftökur myndi fæla al- menna borgara frá notkun þess. Það liggur hins vegar í augum uppi að ekki var innistæða fyrir þeim væntingum þar sem raf- magn knýr samtímann áfram að mestu leyti. ■ ■ Afmæli Hjördís Geirsdóttir söngkona er 60 ára í dag. Hjördís og eiginmaður hennar, Þórhallur Geirsson, taka á móti gestum og gangandi laugardaginn 10. apríl í fé- lagsheimilinu Borg í Grímsnesi frá klukk- an 12.30 til 18.00. Geir H. Haarde fjármálaráðherra er 53 ára. Ólafur Sigurvinsson er 53 ára. Stefán Hrafn Hagalín er 33 ára. Gunnar Salvarsson, upplýsingafulltrúi Tryggingastofnunar, er 51 árs. Stefán Pálsson sagnfræðingur er 29 ára. ■ Andlát Christina M. Luna lést fimmtudaginn 1. apríl. Hún verður jarðsungin í Bandaríkj- unum laugardaginn 10. apríl. Jón Óskar Jóhannsson, bifreiðastjóri, lést sunnudaginn 4. apríl. Jónína Jónsdóttir lést sunnudaginn 4. apríl. Lárus G. Gunnarsson, flugvélstjóri, lést sunnudaginn 4. apríl. Ólafur Bjarnason, fyrrverandi prófessor, áður til heimilis á Sléttuvegi 15, lést mánudaginn 5. apríl. Skarphéðinn Njálsson, Sólvallagötu 9, Keflavík, lést þriðjudaginn 6. apríl. Steinunn Helgadóttir, Grenimel 28, Reykjavík, lést sunnudaginn 4. apríl. Byrjaði hjá varnarliðinu Fyrsta fasta starfið mitt var hjá varnar-liðinu og þar var ég í sex ár. Það var al- veg ágætt en svona frekar rólegt starf. Hins vegar var ég alltaf í sveit á sumrin á Stokks- eyri allt þangað til ég var átján ára og það tók meira á.“ Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms í körfubolta. Mikið vatn hefur runnið tilsjávar frá því að AA-samtök- in á Íslandi voru stofnuð á föstu- daginn langa 1954 en samtökin fagna nú hálfrar aldar afmæli. Það var eiginlega fyrir tilviljun að föstudagurinn langi varð fyrir valinu sem fyrsti fundardagurinn. Föstudagur var talinn heppilegur því hann var útborgunardagur og síðasti vinnudagur vikunnar, sem reyndist mörgum hættulegt. Það var ekki fyrr en sú ákvörðun hafði verið tekin að það uppgötv- aðist að boðað hafði verið til fyrsta fundarins á föstudeginum langa. Þetta var rætt og fannst mönnum það góðs viti og yrði samtökunum til gæfu. Því hefur komist á sú hefð að halda upp á af- mæli samtakana á þessum degi, frekar en að miðað sé við dagsetn- inguna. Á fyrsta fundinn mættu 14 einstaklingar en samtökin eru nú orðin stærstu samtök landsins. Jóhannes Bergsveinson, einn af þrem ei-ölkum samtakanna, segir að samtökin hafi vaxið hægt til að byrja með, en upp úr 1976 hafi hlaupið vöxtur í samtökin sem hafi haldið áfram að vaxa eft- ir að samvinna hófst við meðferð- arstofnanir. „Þær vísuðu þeim sjúklingum sem voru í meðferð á að stunda AA-fundi og á þann hátt jókst fjöldinn.“ Eins og undanfarin þrjú ár verður haldinn hátíðarfundur í Laugardagshöllinni klukkan 20:30 á föstudaginn langa og verður hann með veglegra sniði en áður í tilefni afmælisins. „Við fáum gest frá Bandaríkj- unum, frá höfuðstöðvum móður- samtakanna sem mun flytja ávarp og kveðjur en AA-samtökin voru stofnuð í Bandaríkjun- um.“ Fundurinn er opinn öllum þeim sem vilja mæta. „Á þessum fund- um ríkir mikill samhugur og sérstök stemning sem alltaf hefur hrifið mig frá því ég mætti upphaflega á þessa fundi. AA-samtök- in eru mannræktarsam- tök og mjög öflug sem slík. Ég hef séð þess merki í gegnum mitt starf, sem læknir á f e n g i s s j ú k r a , hversu áhrifamikil bataleið AA-samtak- anna er,“ segir Jó- hannes. Þegar hann er spurður að því hvað samtökin vilji helst í afmælisgjöf segir hann þau ekki óska eftir öðrum gjöfum en góðum hug landsmanna. „Og að þau megi verða áfram að sem mestu gagni fyrir þá alkóhólista sem þjást í þessu landi, að þeir finni leið samtakanna og noti hana. Það er það sem þau óska sér í afmælisgjöf.“ ■ Afmæli AA-SAMTÖKIN Á ÍSLANDI ■ Fagna hálfrar aldar afmæli sínu í dag. PATRICIA ARQUETTE Þessi stórgóða leikkona og fyrrum eigin- kona Nicolas Cage er 36 ára í dag. 8. apríl ■ Þetta gerðist 1513 Landkönnuðurinn Ponce de Leon stígur á land í Flórída og eignar Spáni svæðið. 1904 Nafni Longacre Square í New York er breytt í Times Square. 1919 Frank W. Woolworth, stofnandi Woolworth’s verslunarkeðjunnar, lést 66 ára gamall. 1973 Myndlistarmaðurinn Pablo Picasso deyr á heimili sínu í Frakklandi 91 árs að aldri. 1990 Ryan White, sem var bannað að sækja skóla af ótta við að skóla- félagar hans smituðust af AIDS, deyr í Indianapolis 18 ára gam- all. 1994 Lík Kurts Cobain, söngvara Nir- vana, finnst á heimili hans. Hann hafði stytt sér aldur þremur dög- um áður. RAFMAGNSSTÓLLINN Er löngu kominn úr tísku og þykir í dag al- deilis ekki æskilegt tól til fullnustu dauða- dóms. Í Bandaríkjunum halla æ fleiri ríki sér að eitursprautu í þessum umdeilda málaflokki. MARTHA PLACE ■ Var fyrsta konan sem tekin var af lífi í rafmagnsstólnum alræmda. 8. apríl 1899 Óska einungis eftir góðum hug landsmanna Fjölbreytnin er skemmtileg-ust,“ segir Gunnar Hákonar- son, framkvæmdastjóri Kola- portsins, en það fagnar 15 ára af- mæli í dag. „Það er alveg þver- skurðurinn af þjóðfélaginu sem kemur hérna um hverja helgi. Samkvæmt niðurstöðum Gallups eru það átta til tólf þúsund manns. Fólkið sem er að selja hérna er líka mjög fjölbreytt. Sumir eru í hörkubissness á með- an aðrir eru hér fyrir félagsskap- inn. Sumir eru hér í aukavinnu og aðrir hafa þetta sem aðalvinnu. Svo nota sumir þetta sem stökk- pall í annað þegar þeir eru að byrja í verslun. Hér kennir ým- issa grasa og sérstaða Kolaports- ins er að þetta er markaður fyrir notaðar vörur.“ Ýmislegt hefur verið gert í Kolaportinu á þessum 15 árum. Þar hafa verið haldnir tónleikar, útsala á bílum og meira að segja bátur hefur selst. Um síðustu helgi hvers mánaðar er svo haldin messa. „Það kemur fullt af fólki út af þessari messu og það er gaman að vita af því að Jóna Hrönn Bolladóttir kemur svona út til fólksins. Hér var líka einu sinni vígður prestur. Biskup kom og fullt af liði með honum.“ Trúðar munu kíkja við í Kola- portinu í dag í tilefni dagsins klukkan 13 og 16 og gefa börnum töfrasett. Einnig verða afmælistil- boð í tilefni dagsins. ■ Kona sett í rafmagnsstólinn Tónleikar, messur og útsala á bílum Afmæli KOLAPORTIÐ ■ er 15 ára í dag en þar kíkir þver- skurður samfélagsins við um hverja helgi. GUNNAR HÁKONARSON Kolaportið fagnar 15 ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins mæta trúðar á svæðið og ýmis af- mælistilboð verða. ÆÐRULEYSISBÆN AA-SAMTAKANNA Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég breytt, og vit til að greina þar á milli. TJARNARGATA 20 Þar sem skrifstofa AA-samtakanna er til húsa. Sérstakir hátíðarfundir verða haldnir á föstudaginn langa í Laugardagshöll, á Akranesi, Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Egilsstöðum og jafnvel víðar. ■ Fyrsta starfið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.