Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 23
„Ég hlýt að nefna Los Angeles,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, aðspurður um uppáhaldsborg. „Los Angeles er það næsta sem þú kemst því á einum stað að hafa efnisyfirlit yfir veröldina alla innan seilingar. Borgin er búin til úr óteljandi litlum þorp- um og þar er hægt að keyra milli menningarsvæða, sérviskulegra lífshátta og „költhópa“, upplifa óspillta náttúru og borgarspill- ingu, himnaríki eða helvíti á sama klukkutímanum. Þarna get- ur maður kynnst innviðum eigin sálarlífs á hverjum degi, bara með því að vera nógu vakandi. Þetta er samt leiðindaborg að heimsækja ef þú ert ókunnugur innviðum hennar, en hún er stór- skemmtileg að búa í,“ segir Þor- valdur og veit um hvað hann er að tala því hann er nýfluttur heim frá Los Angeles eftir tvö og hálft ár. Þorvaldur segir það enga klisju að til Los Angeles streymi fólk í leit að frægð og frama. „Það er eitt af því sem gerir borgina svo heillandi. Við höfum alist upp við að mega ekki hafa mikið álit á sjálfum okkur, það þykir svo mikill hroki fólginn í því. En í Los Angeles hittir mað- ur hins vegar urmul af fólki sem hefur mikla trú á sjálfu sér. Það er afar falleg og jákvæð orka í kringum svoleiðis manneskjur. Þær nálgast mann alltaf eins og einhver sem er með góðar frétt- ir.“ Þegar Þorvaldur kom fyrst til Los Angeles árið 1997 hét hann sjálfum sér því að koma þangað sem fyrst aftur og leyfa borginni að breyta sér. „Ég stóð við það og sé ekki eftir því. Ég upplifði miklu meiri breytingar en ég hafði þorað að vona og þori nú að gangast við fleiri hverfum í sjálf- um mér, fleiri sóðalegum götum og öngstrætum, en líka Beverly Hills-inu hið innra.“ Uppáhaldsborgin er Los Angeles: Efnisyfirlit yfir veröldina alla Íslensku flugfélögin tvö fljúga nú fjórum sinnum á dag til London og Kaupmannahafnar og halda því áfram fram á haust. Svo virð- ist sem eftirspurnin eftir þessum ferðum sé alltaf jafn mikil og hjá Iceland Express fengust þær upplýsingar að mikið væri búið að bóka í ferðir, alveg fram á haust. Hjá Icelandair er einnig töluvert búið að bóka í þessar ferðir, en mjög misjafnt er eftir dögum hvort vélarnar eru fullar eða ekki. Flugfélögin eru líka dugleg að bjóða tilboð til þessara áfanga- staða. Þannig eru forsvarsmenn Iceland Express búnir að setja upp svokallaðan „Heita pott“ á vefsíðu fyrirtækisins þar sem hægt er að sjá lægstu fargjöldin sem í boði eru hverju sinni. Icelandair hefur einnig verið með góð tilboð, til dæmis Netsmelli, og er ljóst að Íslend- ingar verða á fleygiferð til og frá þessum skemmtilegu borgum í sumar. Fimmtudagur 8. apríl 2004 24. - 31. ágúst s: 570 2790www.sveit.is í faðmi alpafjalla gönguferð KYNNTU ÞÉR SÉRFERÐIR FERÐAÞJÓNUSTU BÆNDA London og Kaupmannahöfn: Flogið fjórum sinnum á dag Þorvaldur Þorsteinsson Heldur mest upp á Los Angeles en myndi samt velja lítið þorp á Ítalíu yfir páskana. „Til að hafa beinan aðgang að fallegum arki- tektúr og góðu salati.“ Daglegar brottfarir til London 07.40 Iceland Express 07.45 Icelandair 15.00 Iceland Express 16.10 Icelandair Daglegar brottfarir til Kaupmannahafnar 07.30 Iceland Express 07.45 Icelandair 13.15 Icelandair, alla daga nema laugardaga 14.50 Iceland Express 16.10 Icelandair, laugardaga og sunnudaga Auk þess fljýgur Icelandair til Kaupmannahafnar 31. maí - 31. ágúst 16.10 mánudaga til föstudaga 4. júní - 11. júní 17.10 föstudaga 12. júní - 26. júní 17.10 miðvikudaga, föstudaga og laugardaga 28. júní - 21. ágúst 17.10 mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga 27. ágúst 17.10 10. júní - 26. ágúst 18.15 fimmtudaga Íslendingar flykkjast til Kaupmannahafnar Flugfélögin telja næga eftirspurn eftir ferðun- um til að senda fjórar vélar þangað á dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.