Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 30
22 8. apríl 2003 FIMMTUDAGUR Tinna Gunnlaugsdóttir lætur afstarfi forseta Bandalags ís- lenskra listamanna í haust. Þá hefur hún gegnt starfinu í sex ár. Hún segir að tími sé kominn til að hætta. „Þetta starf hefur verið mikil reynsla og hefur gert það að verkum að ég hef fengið æ meiri áhuga á þjóðfélagsmálum og þeim lögmálum sem almennt gilda í samféalginu.“ Tinna hóf MBA- nám við Háskólann í Reykjavík síðastliðið haust, en það er tveggja ára nám á mastersstigi og hægt að stunda það með vinnu. „Ég hef starfað við leiklist í 25 ár og notið þeirra tækifæra sem ég hef fengið,“ segir Tinna. „Ég get ekki leyft mér að kvarta, en það er þó ögn kaldhæðnislegt að hugsa til þess að þegar leikkonur eru að komast á miðjan aldur, og eru í raun hæfari til að takast á við verkefni en þegar þær eru ungar, fækkar tækifærunum og þær hverfa meira og minna af sjónarsviðinu. Þetta er sá raun- veruleiki sem blasir við mér í dag. Karlleikarar lenda ekki í þessu með sama hætti, bæði eru hlut- verk fyrir þá fleiri, þannig eru nú einu sinni leikbókmenntirnar, auk þess sem karlmenn geta verið „á besta aldri“ lengur en almennt virðist viðurkennt þegar konur eru annars vegar. Ég ákvað að líta á þetta sem tækifæri til að takast á við nýja hluti og hef markvisst verið að nýta þær glufur sem hafa verið að myndast í starfi mínu fyrir Þjóð- leikhúsið til að auka við þekkingu mína og færni á öðrum sviðum.“ Kostir og hættur alþjóða- væðingar Tinna segist í námi sínu hafa sérstakan áhuga á því hvernig listunum reiði af í alþjóðavæðing- unni. „Þar er ýmislegt að varast og líka ýmislegt til að þakka fyrir. Alþjóðavæðingin gerir það að verkum að markaðir fyrir vörur og þjónustu eru að opnast um all- an heim og þar með aukast mögu- leikar á að tengjast og ná sem mestri hagkvæmni, en um leið standa þjóðir heims frammi fyrir meiri samkeppni en þær hafa áður kynnst. Áhyggjuefnið sem snýr að listunum er hvort ríkis- stjórnum um heim allan tekst að standa vörð um sérstöðu sinnar eigin menningar og tryggja henni þann grunn að hún fái þrifist. Menn hafa með öðrum orðum áhyggur af því að þegar sá sterkasti á markaði fær að fullu að nýta forskot sitt drekki hann hugsanlega um leið þeim lág- gróðri sem minna má sín. Þar með gætum við staðið frammi fyrir því að innan tíðar verði heimurinn ekki eins fjölbreyttur og litskrúð- ugur með tilliti til menningar og hann er í dag og við sitjum eftir með einn stóran glugga, eða speg- il, sem allir verða að spegla sig í. Það er því ef til vill brýnna núna en oft áður að stjórnmála- menn átti sig á þeirri auðlegð sem íslenskt listalíf býr yfir og leggi sig fram um að tryggja frumsköp- un í listum viðunandi jarðveg. Stjórnmálamenn verða líka að vera á verði þegar fríverslunar- samningar eru gerðir milli ríkja, ekki síst í því samningaferli um vörur og þjónustu sem nú stendur yfir. Þeir verða að tryggja að allir slíkir samningar séu með þeim hætti að ekki verði hægt að vé- fengja rétt þjóða til sértækra að- gerða í þágu menningar og lista á sínu svæði með vísan í alþjóða samkeppnisreglur.“ Listir og fjárfesting Bandalag íslenskra lista- manna, sem varð 75 ára á haust- dögum 2003, hefur veitt ákveðið aðhald fyrir stjórnvöld og lagt til hugmyndavinnu í ýmsum mikil- vægum málum í gegnum tíðina. „Listamenn á Íslandi hafa borið gæfu til að standa saman þegar kemur að stóru málunum, þó það geti oft á tíðum verið nokkuð snú- ið að finna sameiginlegan flöt og sætta sjónarmið í einstökum málaflokkum. Hagsmunir geta auðveldlega skarast og það hefur stundum reynst erfitt að rata þann meðalveg sem allir stjórnar- menn í öllum greinum hafa getað sæst á,“ segir hún. Tinna segir að reynsla sín sé sú að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, hafi yfirleitt góð- an skilning á mikilvægi lista. „Það sem fyrst og fremst skortir er skilningur á því hversu mikil framlegð listanna til samfélagsins raunverulega er, ekki bara hvað varðar andleg verðmæti, heldur ekkert síður í beinu efnahagslegu tilliti. Og þá um leið hversu góð fjárfesting það er að ríkisvaldið skapi jarðveg fyrir gróskumikið listalíf. Gott dæmi um góða fjárfest- ingu þess opinbera í listum er starfslaunasjóðirnir sem voru ákvarðaðir með lagasetningu árið 1991, en sú mikilvæga og merka lagasetning þarfnast þó endur- skoðunar, þar sem það er ákveðið vandamál að fjöldi starfslauna í hverjum flokki skuli vera bund- inn í lög. Hæfum og vel mennt- uðum listamönnum hefur stöðugt verið að fjölga frá því að rammi laganna var markaður og eins hafa komið til nýjar greinar og svið sem þarf að sinna, til dæmis í léttari geira tónlistarinnar, í sviðslistum og innan flóru mynd- listarinnar. Það skortir sveigjan- leika í kerfið svo eðlilegt og reglu- legt endurmat á uppbyggingu sjóðanna og fjölgun starfslauna í hverjum sjóði geti átt sér stað.“ Listræn fjölskylda Tinna á ekki langt að sækja áhuga sinn á listum. Faðir hennar, Gunnlaugur Þórðarson hæstarétt- arlögmaður, var ástríðufullur málverkasafnari. „Sem ungur maður ákvað faðir minn að reykja ekki, en leggja fyrir peningana sem hefðu annars farið í sígarett- ur og kaupa fyrir þá myndlist. Strax sem ungur námsmaður í París var hann farinn að safna málverkum. Pabbi vissi ekkert skemmtilegra en að fara á mál- verkasýningar og ræða málaralist og við systkinin nutum þess að menn eins og Gunnlaugur Schev- ing voru heimagangar og borðuðu reglulega með fjölskyldunni.“ Móðir Tinnu er hin ástsæla leikkona Herdís Þorvaldsdóttir og elsti bróðir Tinnu er kvik- myndagerðarmaðurinn og rithöf- undurinn Hrafn Gunnlaugsson, en hún lék í mynd hans Í skugga hrafnsins. Kunnugir segja að Hrafn og Tinna séu gjörólík og hún viðurkennir sjálf að svo sé: „Við erum fjögur systkinin, hann er elstur og ég er yngst. Ég kynntist honum í rauninni ekki fyrr en ég var orðin fullorðinn. Við erum mjög ólíkir einstakling- ar og höfum ólík gildi í lífinu. Ég kann að meta ýmislegt í fari hans en annað síður, eins og gengur og gerist. Mér þykir vænt um Hrafn, hann er bróðir minn og eins og pabbi sagði alltaf; blóð er þykkara en vatn.“ Leiða hjá sér slúðursögur Það var kannski óhjákvæmi- legt að Tinna fengi áhuga á leik- list vegna starfs móður hennar. „Eins og önnur leikarabörn naut ég þess að hafa aðgengi að leik- húsinu,“ segir hún. „Fimm ára gömul var ég statisti í leikritinu Andorra, gekk yfir sviðið í skrúð- göngu með blómakrans á höfði. Vissulega fannst mér leikhúsið heillandi heimur, ég neita því ekki, en ég var sein til að viður- kenna að það var þangað sem hug- ur minn stefndi.“ Þegar Tinna lauk menntaskóla- námi tók hún sér ársfrí og skoðaði sig um í heiminum. Að því loknu kom hún heim og fór í nám í líf- fræði við Háskóla Íslands. Tilvilj- un réð því síðan að hún innritaðist jafnframt í nám í leiklistarskóla SÁL, sem þá var kvöldskóli. „Þetta voru tveir ólíkir heimar og mikið kapphlaup en um leið Tinna Gunnlaugsdóttir tekst nú á við nýja hluti í lífinu eftir 25 ára farsælan leiklistarferil. Hún lætur af starfi forseta Bandalags íslenskra lista- manna í haust, hefur hafið MBA-nám við Háskólann í Reykjavík og hefur ákveðið að sækja um stöðu Þjóðleikhússtjóra þegar hún losnar. Tinna á tímamótum Við Egill höfum alltaf leitt allar slúðursögur hjá okkur. Það eina sem hefur truflað mig í því sam- bandi er þegar ég hef ein- staka sinnum orðið vör við að fólk sem stendur okkur nokkuð nærri, og ætti að vita betur, leggur trúnað á slíkt. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR „Ég get ekki leyft mér að kvarta, en það er þó ögn kaldhæðnislegt að hugsa til þess að þegar leikkonur eru að komast á miðjan ald- ur, og eru í raun hæfari til að takast á við verkefni en þegar þær eru ungar, fækkar tækifærunum og þær hverfa meira og minna af sjónarsviðinu. Þetta er sá raunverueiki sem blasir við mér í dag.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.