Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 8. apríl 2003 25 ÞORLÁKUR MORTHENS Býður þrettán til borðs af dramatísku tilefni. Þorlákur Morthens, myndlistarmaður Tolli og læri- sveinarnir Við erum þrettán í allt viðborðið, að mér meðtöldum auðvitað. Þar sem tilefnið er af dramatískum toga þykir mér við hæfi að velja fólk af betri togan- um. Mér til hægri handar situr auðvitað mín ástkæra eiginkona Gunný og við hlið hennar sonur okkar Magnús. Við hlið Magnús- ar situr Georg Soros, margmillj- arðamæringur sem fæddist í Búdapest 1930 og er einn af rík- ustu mönnum í heims í dag. Ge- org, sem er meðal annars hug- myndafræðingur um nýkapítal- isma, er fulltrúi efnishyggjunn- ar og gangverksins í raunheimi við borðið. Næstur Georg kem- ur þá Jésús Jósepsson, smiður frá Nasaret, sem er aftur maður með reynslu að baki sem ég vil endilega bjóða að snæðingi. Þá er næstur listmálarinn Leon- ardo Da Vinci, sem er ómissandi uppbót, en sessunautur hans er Bob Wilson, annar tveggja upp- hafsmanna AA-samtakana. Á vinstri kantinum kemur yngsta dóttir mín, Karen Lísa. Auðvitað tel ég ekki annað hægt en að hafa fjölskylduna með. Þrátt fyrir að bjóða framámönnum heimssögunnar að setjast með okkur er ég ekki það snobbaður að ég ýti því fólki sem mér er kærast frá. Henni við hlið er Dalai Lama, sem ég tel að hefði afar róandi áhrif á Karen Lísu, en þar næst má telja Kristínu og Ásdísi, eldri dætur mínar. Við hlið Ásdísar sæti svo Bill, sem stofnaði AA samtökin, með Bob heitnum, en þeir félagar eru al- ger nauðsyn okkur til auðgunar við borðhaldið. Bubbi bróðir minn er síðasti maður á kantin- um. Ekki einungis ætlum við nefnilega að ræða málin og kryfja þau til mergjar heldur verðum við að hafa smá tónlist og fjör. Ég ætla að bjóða fólki upp á heimagert pasta, sem í fara 20 egg úr frjálsum hænum austan af Héraði, ásamt bio- hveiti. Með matnum dreypum við öll á vatni því sem kemur úr hláturlindinni á Snæfellsnesi, en uppspretta hennar er rétt hjá Búðum. En vatnið verður að drekka áður en það verður 15 mínútna gamalt og grípur þig þá slík ofsakæti að kitlar í hlátur- taugarnar. Þess vegna mun hlát- urinn líða um borðið. Til að þetta verði allt mögulegt verður borð- haldið í sjálfri kirkjunni á Búð- um, en þaðan er stutt í hlátur- lindina.“ ■ Ef ég mætti velja mér stað í dagmyndi ég vilja fara aftur til Suð- ur-Týról á Ítalíu,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir söngkona. „Þangað fór ég árið 2002 til að gera þátt um Sigurð Demetz Franzson og gjör- samlega heillaðist af heimabæ hans Ortisei. Íslenskir skíðamenn þekkja þetta litla þorp því það er næsti bær við Selva í Val Gardena-dalnum. Að sumri til er svo fallegt þarna að maður stendur á öndinni. Í Suður- Týról kunna menn að jóðla og syngja og búa til knödel. Ég fæ vatn í munninn og sólskin í hjartað þegar ég hugsa um þetta. Svo væri ósköp gott að fá að skjótast aðeins til Krítar. Þangað fór ég í fyrrasumar með vinkonu minni Önnu Pálínu Árnadóttur og okkur fannst báðum eins og við værum komnar heim. Krítverjar minna um margt á eyjar- skeggjana Íslend- inga, sífellt að spyrja „how do you like Kreda?“ Við leigðum bíl- druslu og keyrð- um eitthvað út í buskann, upp og nið- ur ýmis smáfjöll og enduðum einhvern veginn í hlaðinu hjá öldruðum systkinum sem töluðu ekki stakt orð í ensku en opnuðu faðminn og buðu okkur inn til sín. Þar fengum við ekta grjónagraut með kanil- sykri, smákökur og kaffi. Í þakklætisskyni gáfum við þeim diskinn minn, sem þá var nýkominn út, og gáfum til kynna með látbragði að þarna vær- um við í eigin persónu, útgef- andinn og söngkonan. Eftir drjúga stund skildum við hvað þau voru að reyna að segja: „Nó sídí“. Enginn geisla- spilari. Þannig var nú það.“ ■ Jóðlað í Suður-Týról ■ Næsta stopp FRÁ KRÍT Guðrún fór til Krítar í fyrrasumar og hefði ekkert á móti því að skreppa þangað aftur. GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Dreymir um að fara aftur til Suður-Týról og Krítar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.