Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 36
28 8. apríl 2004 FIMMTUDAGUR SIGUR Í HÖFN Carlos Beltran, leikmaður Kansas City Royals í bandarísku hafnaboltadeildinni, fagnar tveimur heimahlaupum sínum sem tryggðu liðinu sigur gegn Chicago White Sox á dögunum. Leikurinn endaði 9-7 fyrir Kansas. Hafnabolti hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 APRÍL Fimmtudagur UEFA-bikarkeppnin: Robson á fornar slóðir FÓTBOLTI „Það var mjög sérstakt þeg- ar ég fór með Newcastle til Barcelona í Meistaradeildinni og það verður svipað þegar ég fer aftur til PSV,“ sagði Bobby Robson, fram- kvæmdastjóri Newcastle. PSV og Newcastle leika í Eindhoven í kvöld en Robson þjálfaði PSV með góðum árangri á síðasta áratug. Robson þjálfaði PSV á árunum 1990 til 1992 og aftur frá 1998 og fram á haustið 1999 þegar hann tók við þjálfun Newcastle. PSV varð hollenskur meistari árin 1991 og 1992 undir stjórn Robsons. „Þetta var mjög sérstakur tími fyrir mig í Hollandi eftir átta ár með enska landsliðinu og ég naut þess mjög,“ sagði Robson, sem á von á erfiðum leik í kvöld. „PSV hefur ekki gengið vel í deildinni en félagið hef- ur átt velgengni að fagna í þessari keppni og vill örugglega vinna.“ Celtic lék til úrslita í UEFA-bikar- keppninni í fyrra og stefnir þangað á ný. Celtic leikur við spánska félagið Villarreal, sem vann sér þátttökurétt í UEFA-bikarnum með góðum ár- angri í Intertoto-keppninni. Francisco García, sem hefur gælunafnið Paquito, hefur þjálfað Villarreal frá því að Benito Floro sagði starfi sínu lausu í janúar. Undir stjórn Paquito hefur Villarreal bæði slegið Galatasaray og Roma út úr keppninni og hann hræðist ekki Celt- ic. „Roma er fortíðin og nú verðum við að einbeita okkur að því að slá Celtic út frekar en að dvelja í fortíð- inni,“ sagði Paquito, sem telur að það sé alls ekki útilokað að vinna í Glas- gow. „Þetta er bara ellefu gegn ellefu. Celtic verður að muna það og ég trúi á styrk okkar. Við getum komið á óvart,“ sagði þjálfarinn. ■ JOHN TERRY Terry hefur staðið sig frábærlega með Chelsea á leiktíðinni. John Terry, varnarmaður Chelsea: Berjumst til síðasta manns FÓTBOLTI John Terry, varnarmaður- inn sterki í liði Chelsea, er ekki bú- inn að gefast upp í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Chelsea er fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal, sem á leik til góða. „Við höfum haldið því fram alla leiktíðina að við munum berjast til síðasta manns og það sýndum við á Highbury,“ sagði Terry eftir að Chelsea sló Arsenal út úr Meistara- deildinni í fyrrakvöld. „Liðsandinn hjá okkur er frábær. Öllum kemur vel saman og það hefur sýnt sig í leikjunum.“ ■ ■ ■ LEIKIR:  12.00 Keflavík og Fram leika í Reykjaneshöllinni í deildabikar- keppni karla í fótbolta.  12.00 Víkingur leikur við Fylki í Fíf- unni í deildabikarkeppni karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP:  13.15 Ameríski fótboltinn á Sýn. Út- sending frá úrslitaleik New Eng- land Patriots og Carolina Panthers í ameríska fótboltanum 2004.  16.20 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  16.45 Evrópska mótaröðin í golfi á Sýn. Þáttur um Algarve Open De Portugal.  17.40 Sterkasti maður heims á Sýn. Í þættinum er fylgst með for- keppni í Sterkasti maður heims árið 1994.  18.10 Sterkasti maður heims á Sýn. Í þættinum er fjallað um keppn- ina árið 1991.  19.05 Bandaríska meistarakeppnin í golfi á Sýn. Upprifjun á keppn- inni árið 2003.  20.00 Bandaríska meistarakeppnin í golfi á Sýn. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi bandarísku meistarakeppninnar í golfi. BOBBY ROBSON Stjórnar Newcastle gegn sínu gamla félagi í kvöld. LEIKIR KVÖLDSINS Girondins Bordeaux - Valencia Olympique Marseille - Internazionale Celtic - Villarreal PSV Eindhoven - Newcastle Seinni leikirnir fara fram á miðvikudag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.