Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 37
29FIMMTUDAGUR 8. apríl 2004 hvað?hvar?hvenær? 6 7 8 9 10 11 12 APRÍL Föstudagur ■ ■ LEIKIR:  16.30 HK og FH leiki í Digranesi um sæti í átta liða úrslitum RE/MAX- deildar karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP:  09.00 Enski boltinn á Sýn. Útsend- ing frá leik Arsenal og Manchest- er United árið 1999.  11.15 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Arsenal og Liver- pool í ensku úrvalsdeildinni.  13.50 Meistaradeildin í handbolta á Sýn. Útsending frá leik Barcelona og Hauka fyrr í vetur.  15.20 Bandaríska meistarakeppnin í golfi á Sýn. Upprifjun á keppn- inni árið 2003.  16.20 Motorworld á Sýn. Kraftmikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  16.50 Sterkasti maður heims á Sýn. Í þættinum er fjallað um keppn- ina árið 1984.  17.50 Knattspyrnusagan á Sýn. Í þessum þætti er fjallað um hlut- verk fjölmiðla.  18.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Everton og Tottenham Hotspur í ensku úr- valsdeildinni.  21.00 Bandaríska meistarakeppnin í golfi á Sýn. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi bandarísku meistarakeppninnar í golfi. LOGI GEIRSSON Logi Geirsson og félagar í FH eru í ágæt- um málum fyrir síðari viðureignina gegn HK. Logi skoraði sex mörk í gær. Remax-deild karla: Sjö marka sigur FH HANDBOLTI FH vann HK örugglega í gærkvöldi með 32 mörkum gegn 25 í fyrri leik liðanna um laust sæti í átta liða úrslitum Íslands- mótsins í handbolta karla. Leikurinn fór fram í Kaplakrika en síðari leikurinn verður háður í Digranesi á morgun. Staðan í hálf- leik var jöfn, 11-11, en heima- menn sigu fram úr í síðari hálfleik og héldu fimm til átta marka for- ystu síðustu fimmtán mínúturnar. Staða FH-inga fyrir síðari leik lið- anna er því vænleg. Liðið sem vinnur umspilið mætir Valsmönn- um í 8 liða úrslitum. Þau hefjast þann þrettánda apríl. ■ Ekki neinar morðhótanir Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Keflavíkur, sem hafa sent honum SMS-skilaboð og lesið inn á talhólfið hans. KÖRFUBOLTI Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson hefur leik- ið á als oddi í úrslitakeppninni í körfubolta og er maðurinn á bak við velgengni Snæfells í ár. Það fer greinilega ekki vel ofan í alla því Hlynur fékk send leið- inleg SMS-skilaboð fyrir annan leik Snæfells og Keflavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfu- bolta sem og að tvisvar var les- ið inn á talhólfið hans. „Ég hef ekki fengið neinar morðhótanir en ég hef heyrt því fleygt að sú kjaftasaga sé í gangi,“ sagði Hlynur í spjalli við Fréttablaðið í gær. „Þetta eru samt leiðindaskilaboð og koma öll úr tölvu þannig að ég veit ekki frá hverjum þau eru. Í skilaboðunum stendur að það verði ekki þægilegt fyrir mig að koma í Keflavík á morgun og svona. Svo hefur líka verið hringt beint í talhólfið á síman- um mínum. Fyrst voru örugg- lega einhverjir krakkar að hringja og svo einhverjir full- orðnir en mér heyrðist þeir vera í gleðskap þannig að við- komandi voru væntanlega í annarlegu ástandi.“ Þessi uppákoma hefur komið Hlyni á óvart enda hefur hann aldrei lent í neinu slíku. „Þetta er vissulega leiðin- legt. Ég veit ekki hvort ein- hverjir aðrir hafi lent í þessu. Ég hef aldrei áður komist svona langt í mótinu þannig að það er spurning hvort þetta sé einhver fylgifiskur þess að komast langt en ég ætla rétt að vona ekki,“ sagði Hlynur og bætti við að þetta hefði engin áhrif á sig og að hann héldi ótrauður áfram. Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki ánægður með að þetta hafi komið upp þótt ekki sé um neinar morðhótanir að ræða. „Ég veit ekki hvað er smá- vægilegt í svona en það er alltaf leiðinlegt þegar það er verið að ögra og hóta mönnum. Strákur- inn er bara 21 árs og svona kemur alltaf til með að hafa áhrif á menn. Ég veit hann ber sig mannalega enda er hann sterkur karakter en öllu má ofgera. Svona á ekki að sjást í körfubolta og maður veit í sjálfu sér aldrei hverjir standa á bak við svona hótanir,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells. ■ Deportivo og Porto í undanúrslit Meistaradeildarinnar: Evrópumeistarar Milan úr leik FÓTBOLTI Spænska liðið Deport- ivo La Coruña og Porto frá Portúgal munu eigast við í und- anúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Deportivo sló Evrópu- meistara AC Milan út í gær- kvöldi með öruggum 4-0 sigri á heimavelli sínum. Fyrri leiknum lauk með 4-1 sigri Milan en hann dugði ekki þegar upp var staðið. Walter Pandiani, Juan Carlos Valeron og Albert Luque skor- uðu fyrir spænska liðið í fyrri hálfleik og varamaðurinn Fran Gonzalez bætti fjórða markinu við á 76. mínútu. Deportivo er þar með komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn og er um leið eina spænska liðið sem er eftir í keppninni. Javier Irureta, þjálfari Deportivo, var sigurreifur í leikslok. „Vonin var alltaf til staðar,“ sagði hann. „Fyrri hálf- leikur var stórkostlegur og við vissum að við þyrftum að spila seinni hálfleikinn gætilega.“ Porto gerði 2-2 jafntefli við franska liðið Lyon á heimavelli þess síðarnefnda. Porto vann fyrri leikinn 2-0 og kemst því áfram samanlagt 4-2. Porto komst yfir strax á sjöttu mínútu með marki frá Nuno Maniche og var komið í ákaflega góða stöðu. Pegguy Luyindula jafnaði metin fyrir Lyon eftir 15 mínútna leik. Maniche bætti öðru marki við fyrir Porto en Giovane Elber jafnaði aftur fyrir Lyon. Lengra komst franska liðið ekki. Porto er eina liðið sem hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða af þeim liðum sem eru eftir í keppninni, en það var árið 1987. Liðið á jafnframt möguleika á að vinna þrennuna eftirsóttu því það er komið í úrslit portú- gölsku bikarkeppninnar. ■ LEIÐINLEGT Hlynur Bæringsson lætur hótanir stuðn- ingsmanna Keflavíkur ekki hafa áhrif á sig. VALERON Juan Carlos Valeron fagnar marki sínu gegn AC Milan í gærkvöldi. Deportivo mætir Porto í undanúrslitum keppninnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.