Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 38
30 8. apríl 2004 FIMMTUDAGUR IM GONNA GIT YOU SUCKA Flyguy: My bitch better have my money. Through rain, sleet or snow. My whore better have my money, not half, not some, but all my cash. Cause if she don’t, I’m gonna put my foot in her ass. - Hórumangarinn Flyguy vinnur keppnina Pimp of the Year með óborganlegu ljóði í gamanmyndinni I’m Gonna Git You Sucka frá árinu 1988. Bíófrasinn Leikkonan Marisa Tomei lentií miðjum skotbardaga á milli hverfisgengja er hún heimsótti South Central-hverfi Los Angeles-borgar um helgina. Þar var hún stödd til þess að sækja sýningu listamannsins Kenny Scharf. Hún náði að koma sér í skjól en öskraði á ljósmyndara sem voru á staðn- um að ef hún myndi deyja, og þeir næðu myndir af því, væri eins gott að fjölskylda hennar fengi gróðann af myndunum. ■ Með mafíuna á bakinu Tannlæknirinn Nicholas „Oz“Oseransky (Matthew Perry) er laginn við að koma sér í klípu. Í síðustu mynd, The Whole Nine Yards, mátti hann hrósa happi að hafa ekki týnt lífi sínu vegna ráðabruggs þáverandi eigin- konu sinnar. Nú er hann laus við hana en ástin er brögðótt og nú er það núverandi eiginkona hans (Natasha Henstridge) sem er rót nýrra vandræða. Henni hefur nefnilega verið rænt af ung- versku mafíunni. Eina ráðið sem Oz dettur í hug er að leita ráða hjá Jimmy „The Tulip“ Tudeski (Bruce Willis), fyrrum leigumorðinga sem lifir nú hljóðlátu og rólegu lífi við ströndina í Mexíkó. Oz telur að Jimmy skuldi sér greiða þar sem hann aðstoðaði hann við að sviðsetja dauða sinn með því að skipta á tannlæknaskýrslum í The Whole Nine Yards. Jimmy er þó ekkert á þeim buxunum og finnst málið ekkert koma sér við. Hann vil bara halda áfram að hafa það náðugt ásamt eigin- konu sinni (Amanda Peet) sem hefur verið að reyna fyrir sér í leigumorðingjabransanum, án teljandi árangurs. Hvorugur þeirra veit að Oz var eltur af mafíustjóranum Lazlo Goglak (Kevin Pollak) sem hefur svarið þess eið að hefna sonar síns sem Jimmy sendi í gröfina. Þar með bland- ast báðir í heljarinnar atburða- rás sem reynir verulega á vin- skap þeirra félaga. ■ Síðasta Stjörnustríðið í maí á næsta ári KVIKMYNDIR Þá hefur verið ákveðið að kafli 3 í Stjörnustríði verði frumsýndur 19. maí á næsti ári, um allan heim. Þá mun Anakin Skywalker falla í skugga og gefa sig á vald myrkravöldunum. Hann mun svíkja ástvini sína, drepa fé- laga sína í Jedi-reglunni og gerast hinn illi Darth Vader, eða Svart- höfði eins og við kjósum að kalla hann. Á sama tíma berst Padme við að fela hjónaband sitt og Anakins fyr- ir umheiminum, sem reynist henni erfitt þar sem hún ber tvíbura und- ir belti. Obi-Wan áttar sig á því að hinni illi stjórnmálamaður Palpatine er með brögð í tafli, reynir að bjarga Jedi-riddurunum frá glötun en mistekst. Anakin stendur með Palpatine og það slett- ist allverulega upp á vinskap lær- lingsins Anakin og Jedi-meistar- ans Obi-Wan. Nýtt illmenni, Gener- al Grievous, er kynnt til sögunnar. Allar Star Wars-myndirnar hafa verið frumsýndar í maí. Sú fyrsta, A New Hope - kafli 4, var frumsýnd 25. maí árið 1977. The Empire Strikes Back - kafli 5 var frumsýnd 21. maí 1980 og The Re- turn of the Jedi - kafli 6 þann 25. maí 1983. Fyrsti kaflinn, A Phantom Menace, var opinberaður heims- byggðinni eftir 16 ára Stjörnu- stríðsleysi þann 19. maí 1999 og nú síðast Attack of the Clones – kafli 2 þann 16. maí 2002. Byrjið að telja niður. ■ SVARTHÖFÐI Anakin Skywalker mun klæðast brynju Darth Vader í lok nýju myndarinnar. Við verðum að bíða í rúmt ár til viðbótar eftir því. ■ Frumsýnd á morgunFréttiraf fólki THE WHOLE TEN YARDS Oz er orðinn vanari pistólunum en hefur ekki gefið tannburstann upp á bátinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.