Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 40
Tónlistarfólki finnst alltafskemmtilegt að spila í sveit- inni. Það verður svolítið frjálsara og svo er gaman að vera ekki alltaf að spila fyrir sama fólkið,“ segir Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari. Eins og undanfarin ár um pásk- ana ætlar hún ásamt valinkunnum hópi tónlistarfólks að halda út í náttúrufegurðina við Mývatn. Þar ætla þau að efna til sannkallaðrar tónlistarhátíðar með tvennum tónleikum, en þeir fyrri verða í Skjólbrekku í kvöld og þeir seinni í Reykjahlíðarkirkju annað kvöld. Laufey segir fyrirmyndina að tónlistarhátíð af þessu tagi á Mý- vatni vera sótta til útlanda. „Þar eru haldnar svona hátíðir mjög víða, og þá gjarnan úti á landi einhvers staðar á fallegum stöðum frekar en í höfuðborgun- um. Yfirleitt eru þær mjög vin- sælar og oft eru margir tónleikar haldnir daglega í eina eða tvær vikur, en við höldum okkur við tvenna tónleika.“ Þetta er sjöunda árið í röð sem efnt er til tónleika í Mývatnssveit um páskana. Laufey hefur mætt með fiðluna sína öll árin, en mis- jafnt er hverjir hafa spilað og sungið með henni. Þær Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópran og Anna Áslaug Ragnars- dóttir píanóleikari koma til landsins beint frá Þýskalandi fyrir þessa tón- leika. Með þeim spila Sigurlaug Eð- valdsdóttir á fiðlu, Þórunn Ósk Mar- ínósdóttir á víólu og Sigurður Bjarki Gunnarsson á selló. „Þetta verða mjög ólíkir tón- leikar,“ segir Laufey. „Á föstudeg- inum langa flytjum við kirkjutón- list sem hæfir stað og stund. Þá syngur líka Arndís Halla Maríu- bænir og ýmis trúarleg lög. Í Skjólbrekku á skírdag flytjum við hins vegar píanókvintett eftir Schumann og svo syngur Arndís Halla íslensk sönglög og aríur eft- ir Donicetti og Mozart.“ Tónleikarnir hefjast klukkan níu bæði kvöldin. ■ ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Hljómsveitin Slow-Beatles spilar á Grand Rokk. Einnig verður sýndin kvikmyndin Renaldo og Clara eftir Bob Dylan frá árinu 1975.  21.00 Siggi Björns, Keith Hopcroft og Tam Lawrence spila lög af disknum Patches á Félagsheimilinu Þingeyri.  21.00 Blúshátíð á Hótel Borg. Fram koma Vinir Dóra, Páll Rósinkranz, Kalli Bjarni og Doug Lang.  21.00 Kammertónleikar verða í Skjólbrekku, Mývatnssveit. Flytjendur eru Laufey Sigurðardóttir fiðla, Sigurð- ur Bjarki Gunnarsson selló, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðla, Anna Áslaug Ragn- arsdóttir píanó, Þórunn Ósk Marinós- dóttir víóla og Arndís Halla Ásgeirs- dóttir söngur.  23.00 Hljómsveitirnar Saktmóð- igur, Heiða og Heiðingjarnir, Boo Coo Movement og Hanoi-Jane spila á tón- leikum á Jóni forseta til styrktar neyðar- söfnun Félagsins Ísland-Palestína.  Hvanndalsbræður verða ásamt Rögnvaldi Gáfaða á Græna hattinum, Akureyri.  Indigo spilar á Laugavegi 22. ■ ■ LEIKLIST  15.00 Grease með Birgittu og Jónsa í Borgarleikhúsinu.  16.00 Eldað með Elvis í Sam- komuhúsinu á Akureyri.  20.00 Vesturport sýnir Brim eftir Jón Atla Jónasson í Hafnarfjarðarleikhús- inu.  20.00 100% „hitt” með Helgu Brögu í Skjólbrekku, Mývatnssveit.  20.00 Eldað með Elvis í Sam- komuhúsinu á Akureyri.  20.00 Stúdentaleikhúsið sýnir 101 Reykjavík í Grýtuhúsinu, Keilugranda 1. ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Lárus H. List opnar mál- verkasýningu í Deiglunni á Akureyri. ■ ■ SKEMMTANIR  21.30 Þær Selma og Hansa spila og syngja á Hressingarskálanum.  Atli skemmtanalögga á Felix.  Dj Andri á Hverfisbarnum.  Elstu myndverk Svavars Guðnason- ar í eigu Listasafns Austur-Skaftafells- sýslu verða til sýnis í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði yfir páskana, klukkan 14-17. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. 8. apríl 2004 FIMMTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 APRÍL Fimmtudagur ■ TÓNLEIKAR Miðasalan, sími 568 8000 Skírdagur, fimmtudagurinn 8. apríl CHICAGO eftir J.Kander, F.Ebb og B.Fosse Fö 16/4 kl 20 - UPPSELT Lau 17/4 kl 20 - UPPSELT Su 18/4 kl 20 - UPPSELT Fi 22/4 kl 20 - UPPSELT Fö 23/4 kl 20 - UPPSELT Lau 24/4 kl 20 - UPPSELT Fi 29/4 kl 20 - AUKASÝNING Fö 30/4 kl 20 - UPPSELT Lau 1/5 kl 15 Lau 1/5 kl 20 - UPPSELT Fö 7/5 kl 20 - UPPSELT Lau 8/5 kl 20 - UPPSELT Su 9/5 kl 20 - AUKASÝNING Fö 14/5 kl 20 Lau 15/5 kl 20 - UPPSELT Su 23/5 kl 20 Fö 28/5 kl 20 Lau 29/5 kl 20 Fö 4/6 kl 20 Lau 5/6 kl 20 Ósóttar pantanir seldar daglega LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 18/4 kl 14 - UPPSELT Su 25/4 kl 14 Su 2/5 kl 14 Su 9/5 kl 14 Su 16/5 kl 14 Su 23/5 kl 14 Síðustu sýningar NÝJA SVIÐ OG LITLA SVIÐ LEIKHÚSTVENNA: SEKT ER KENND e Þorvald Þorsteinsson DRAUGALEST e. Jón Atla Jónsasson Mi 14/4 kl 20 Aðeins þetta eina sinn. Kr. 1.900 SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson Mi 14/4 kl 20 Su 25/4 kl 20 Su 2/5 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Su 18/4 kl 20 Lau 24/4 kl 20 Fö 30/4 kl 20 SÍÐUSTU AUKASÝNINGAR Ekki er hægt að hleypa í salinn eftir að sýning hefst PARIS AT NIGHT - Kabarett eftir ljóðum Jacques Prévert - Í samvinnu við Á SENUNNI Mi 14/4 kl 20:15 Fi 15/4 kl 20:15 Su 18/4 kl 15 Mi 21/4 kl 20:15 Ath. breytilegan sýningartíma GLEÐISTUND: VEITINGAR - BÖKUR - VÖFFLUR - BRAUÐ FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU. KORTAGESTIR: MUNIÐ VALSÝNINGAR S a la h a fi n á s ý n in g a r í m a í! Aukasýningar Föstudaginn 16.apríl Laugardaginn 24.apríl FJÖLMENNING ehf. auglýsir: Íslenskunámskeið fyrir útlendinga. 30 tíma byrjendanámskeið í íslensku hefst fimmtudaginn 15. apríl kl. 17.30. Kennt verður á þriðju- dögum og fimmtudögum kl. 17.30 - 19.00 í Kvennagarði, Laugavegi 59, 4. hæð. REYNDIR KENNARAR - FRÁBÆRT NÁMSEFNI. Skráning í síma 511 13 19 eða á netfangið fjolmenning@fjolmenning.is Selma og Hansa troða upp kl. 21.30 Aðgangur ókeypis Árlegt páskaeggjabingó Sjálfstæðisfélags Mosfellinga verður haldið þann 10. apríl nk. kl. 13:00 í Hlégarði. Veglegir vinningar að vanda! Allir velkomnir Páskaeggjabingó Munið 10. apríl ! Gleðilega páska, stjórnin. Tónlistarpáskar við Mývatn Á LEIÐ ÚT Í NÁTTÚRUFEGURÐINA Sigurður Bjarki Gunnarsson, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Anna Áslaug Ragnarsdóttir og Þórunn Ósk Marínósdóttir. Á myndina vantar söngkonuna, Arndísi Höllu Ásgeirsdóttur sópran. Þessi hópur tónlistarfólks ætlar að halda tónleika í Skjólbrekku við Mý- vatn í kvöld og í Reykjahlíðarkirkju annað kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 bæði kvöldin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.