Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 47
Skilafresturinn í Sigurskáldinu,ljóðakeppni Eddu og Frétta- blaðsins, rann út á miðnætti þann 6. apríl. Gríðarlegt magn af ljóð- um eftir um 80 skáld barst á póst- fangið ljod@edda.is en nokkrir fóru líka gömlu leiðina og sendu skáldskap sinn inn í pósti. Það er því ljóst að að minnsta kosti 80 ljóðskáld yngri en þrítug eru uppi á Íslandi um þessar mundir. Það er dágóður hópur þegar haft er í huga að hvað eftir annað er búið að jarðsyngja ljóðformið. Líklegast var þó þessum skáldum ekki boðið í erfidrykkjuna því sum þeirra senda inn heilu ljóðaúrvölin. Keppnin virðist hafa fallið ungskáldunum vel í geð því fjöl- margir keppendur sendu dóm- nefnd stutt bréf þar sem þeir lýsa ánægju sinni með framtakið. Það á heldur ekki að fara framhjá neinum þegar skáldin kveða sér hljóðs. Átta ljóð eftir átta skáld verða birt á síðum Fréttablaðsins og hefst leikurinn föstudaginn 16. apríl. Í dómnefnd sitja Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður og gagnrýnandi, fyrir hönd Frétta- blaðsins, Kristján B. Jónasson fyrir hönd Eddu og Þorvaldur Þorsteins- son fyrir hönd sköpunarkraftsins. Þeirra bíður nú það hlutverk að velja ljóðin og ljóðskáldin átta sem etja kappi í ljóðaslagnum. Eitt þeirra verður Sigurskáldið þannig að ljóst er að vanda þarf valið. „Ég er að vísu ekki búinn að lesa þetta allt, en nokkur ljóðanna eru svakalega góð,“ segir Kristján B. Jónasson. Kolbrún Bergþórsdóttir tekur í sama streng: „Þarna eru nokkur boðleg verðlaunaljóð sem sum vekja ljúfar kenndir en önnur eru næstum hrollvekjandi örvænt- ingarfull.“ Þann 15. apríl verður svo til- kynnt um hverjir eru í átta manna úrslitunum. ■ 39FIMMTUDAGUR 8. apríl 2004 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Vilhjálmi Stefánssyni. Björn Bjarnason. Mónakó. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m KOMDU OG UPPLIFÐU! Full búð af nýjum vörum Cyclone 71312/3 Stærðir: 27-40 Waverider 78792/3 Stærðir: 27-40 Býr til spiladósir úr leir Margrét Jónsdóttir leirlistakonaopnar nýtt gallerí á Akureyri í dag á Gránufélagsgötu 48. „Ég er búin að vera með leir- verkstæði í mörg ár á Akureyri, og nú eru þrjú ár síðan ég flutti í þetta húsnæði á Gránufélagsgötu. Þetta er alveg niðri við Pollinn. Þarna var gömul nótastöð og þegar ég keypti það var enn tjörulykt í lofti eftir net og annað. Ég er að opna sölugallerí og sýningaraðstöðu á jarðhæðinni, og verð þá aðeins sýnilegri á þess- um stað. Ég er búin að laga þetta heilmikið, og það er gaman að vera hérna og sjá skipin sigla framhjá.“ Margrét var með gallerí í göngu- götunni árum saman, áður en hún keypti síðan húsið á Gránufélags- götu. „Svo vorum við þrjár með búð sem hét Skreytla, en við lokuðum henni í september.“ Á opnuninni sýnir hún ýmis keramikverk, þar á meðal nokkrar nýjar spiladósir sem hún hefur unn- ið úr leir. „Þetta er allt unnið úr leir og með spilverk í neðri partinum. Svo snýr maður efri partinum og á með- an heyrist lag.“ Hún segir spiladósirnar inni- halda ýmis klassísk lög og stand- arda sem flestir þekkja. „Þetta eru vögguvísur og Tea for Two og annað álíka.“ Margrét hefur einnig hug á því að bjóða listafólki að leigja sýning- araðstöðu fyrir stuttar sýningar. „Ég hugsa mér að þær sýningar geti verið frá föstudegi til sunnu- dags, og þá tek ég mína hluti burtu á meðan.“ ■ Lárétt: 1 höfuðborg, 6 reykja, 7 skipstjóri - i, 8 átt, 9 elska, 10 úði, 12 slæm, 14 settleg, 15 ekki, 16 utan, 17 skelfing, 18 heimili. Lóðrétt: 1 ruddi, 2 stórveldi, 3 prófgráða, 4 ástúðleg, 5 hluti dags, 9 karlfugl, 11 svið, 13 uppspretta, 14 krot, 17 arin. Myndlist MARGRÉT JÓNSDÓTTIR ■ Opnar gallerí á Akureyri í dag. Þar gefur meðal annars að líta spiladósir úr keramik. Myndlist UNGSKÁLDAKEPPNI ■ Eddu og Fréttablaðsins hefur slegið í gegn og ljóðin hafa flætt inn. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR Opnar gallerí á Akureyri í dag. M YN D /R Ú N KRISTJÁN B. JÓNASSON Er ekki búinn að fara í gegnum allan ljóðabunkann en hefur þegar rekist á nokkra gullmola. Upprisa ljóðsins Lárétt: 1dublin,6ósa,7nó,8na,9ann, 10ýri,12ill,14pen,15ei,16án,17 ógn,18rann Lóðrétt: 1dóni,2usa,3ba,4innileg,5 nón,9ari,11sena,13lind,14pár, 17 ón. Lausn: Þeim á Rás 2 hefur tekist aðtengja sig rækilega páskahátíð- inni með sinni hefðbundnu Spurn- ingakeppni fjölmiðlanna. Hlust- endur fá þá sitthvað fyrir sinn snúð, ekki síst að heyra fjölmiðla- menn nánast gera sig að fíflum með fákunnáttu sinni. Tólf lið bítast um sigurinn og má þá heyra ýmsa nafn- togaða hauka takast á, svo sem: G. Pétur Matthí- asson, Ólaf Teit Guðnason, Jóhann Hlíðar Harðarson og Illuga Jökuls- son, svo einhverjir séu nefndir. Ill- ugi leggur óneitanlega mest undir þar sem orðspor hans sem spurn- ingagúrú eftir setu í dómarastóli Gettu betur um árabil gæti farið fyrir lítið ef illa árar í útvarpinu. Spurningakeppnin er að þessu sinni í umsjá Æv- ars Arnar Jóseps- sonar og Frétta- blaðið hefur fregnað að spurn- ingarnar séu óvenju þungar í ár. Mun Ævar Örn gefa þá skýringu að aldrei hafa verðlaunin verið veglegri og því eftir nokkru að slægjast fyrir fjölmiðlamennina. Fyrstu umferð verður útvarpað í dag og á morgun. Önnur umferð verður á páskadag og undanúrslit og úrslit verða á dagskrá á öðrum degi páska. ■ Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.