Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Hvar eru krakkarnir? SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Fiesta E30035 19.900 kr. Nú styttist í sumari› Á næstu ESSO stö› finnur flú grilli› sem hentar flér. fiú getur fengi› grilli› sent heim samdægurs samansett og tilbúi› til notkunar. Au›veldara getur fla› ekki veri›. fia› eina sem flú flarft a› gera er a› snúa kjötinu. Samansett heimsent*& *Á höfu›borgarsvæ›inu, Reykjanesbæ, Selfossi og Akureyri. F í t o n / S Í A Outback Omega 17.900 kr. Thermos Samanbrjótanlegt 29.900 kr. Fiesta E A34540 27.900 kr. Emaleru › grillg rind og 2 hitagr indur f ylgja Grillbók fylgir öllum gasgrillum. Persónur fyrirheitna landsins þarsem nú er barist upp á líf og dauða hvern einasta dag birtast okk- ur ljóslifandi um þetta leyti árs. Þó þetta vilji nú allt lenda í einhverjum graut hjá sumum eins og hjá strákn- um sem hélt að Jesú kæmi með páskaeggin þegar hann væri farinn niður af krossinum. JÁ, ÞAÐ er páskafrí, komið vor og hér áður fyrr var allt fullt af krökk- um úti. Þeir voru í útileikjum langt fram eftir kvöldi. Miklu lengur en lög gerðu ráð fyrir að börn ættu að vera úti. Hvar eru allir þessir krakk- ar núna? Ég veit náttúrlega að akkúrat þessir krakkar eru nú að byggja sér hús í Grafarvogi eða að koma af Vogi eða að hossa barna- börnum undir skírn. Ég á við, hvar eru börnin sem eiga að vera úti að leika sér? Í FYRRA varð ég þeirrar gæfu að- njótandi að koma til Færeyja. Þar voru krakkar úti um allt. Krakkar að leika sér uppi í hlíðum og krakkar að leika sér niðri í fjöru og krakkar að leika sér í höfninni og krakkar að bruna með öðrum krökkum í kassa- bílum. Hvað varð eiginlega um gúmmískóna og skítinn undir nöglun- um og hrekkjusvínin með rauðu eyr- un og væmnu stelpurnar með dúkku- vagnana, að ég minnist nú ekki á stelpuhrúgurnar sem voru í búleik úti um allt? Þora foreldrar nútímans ekki að reka krakkana út? Eða er enginn heima til að reka þau út? EÐA VILL enginn fara út vegna þess að enginn annar fer út? Flestir þeir sem eru úti að hlaupa á kvöldin eru fullorðnir sem eru að hætta að reykja og reyna að ná af sér aukakílóum sem hrannast hafa upp í kyrrsetunni. Á meðan sitja börn og unglingar inni, gjarnan hvert í sinni tölvu og ef þau tala við einhvern þá er það nýi vinurinn í Ástralíu eða Kúala Lúmpúr sem situr aleinn eins og þau fyrir framan sína tölvu. Er ekki bara alveg frábært að kynnast heiminum og vera ekkert úti að brjóta rúður og gera bjölluat? Var nokkuð einasta vit í því að eyða öll- um þessum tíma í stórfiskaleik og fallna spýtu og allt hvað þetta nú heitir? Ég meina það, er ekki nógur tími til þess að leika sér seinna í líf- inu eða hvað? Bakþankar ELÍSABETAR BREKKAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.