Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 1
● með kínverskri leikfimi Hrafnista: ▲ SÍÐA 31 Hitað upp fyrir vorhátíð ● mæðrafasismi er heilabilun Gerður Kristný: ▲ SÍÐA 30 Tekur undir með vís- indamönnum í Yale ● 31 árs í dag Brynja X. Vífilsdóttir: ▲ SÍÐA 18 Fer kannski á leik með Real Madrid ÍRAK Um sjötíu bandalagshermenn og að minnsta kosti 700 uppreisnar- menn hafa fallið í Írak það sem af er aprílmánaðar, að sögn bandaríska hershöfðingjans Mark Kimmitt. Vopnahlé ríkir í borginni Falluja en vígamenn hliðhollir sjía-klerknum Muqtada al-Sadr hafa orðið við kröf- um bandaríska hernámsliðsins um að yfirgefa lögreglustöðvar og opin- berar byggingar í borgunum Najaf, Kufa og Karbala. Tímabundið vopnahlé banda- ríska hernámsliðsins og uppreisnar- manna úr röðum súnní-múslima í borginni Falluja var enn í gildi í gærkvöld. Viðræður standa yfir milli Bandaríkjamanna og fulltrúa súnní-múslima en Kimmit hershöfð- ingi segir að bandaríski herinn muni ráðast af fullum krafti gegn „óvina- liðinu“ ef ekki takist að leysa deil- una við samningaborðið. Talsmenn sjúkrahúsa í Falluja halda því fram að á sjöunda hundrað Íraka hafi fall- ið í átökunum í borginni síðustu daga, aðallega óbreyttir borgarar. Bandaríski herinn heldur því aftur á móti fram að flestir hinna látnu hafi verið vopnaðir uppreisnarmenn. Vígamenn hliðhollir sjía-klerkn- um Muqtada al-Sadr hafa orðið við kröfum bandaríska hernámsliðsins um að yfirgefa lögreglustöðvar og opinberar byggingar í borgunum Najaf, Kufa og Karbala í suðurhluta Íraks. Íraskir lögreglumenn hafa snúið aftur til starfa en bandarískir hermenn halda sig í útjaðri borg- anna. Bandaríkjamenn segjast ætla að handtaka eða drepa al-Sadr en íraskir stjórnmálaleiðtogar eru að reyna að semja við fulltrúa klerks- ins. Í gær var bandarískri bílalest á leið með birgðir frá Bagdad-flug- velli gerð fyrirsát á þjóðvegi skammt fyrir utan höfuðborgina. Íraskir lögreglumenn sátu aðgerða- lausir hjá á meðan árásarmennirnir tæmdu flutningabíl og kveiktu síðan í honum. Einnig var ráðist á bílalest sem var að flytja hergögn í gegnum bæinn Latifiya, skammt suður af Bagdad. Kveikt var í bílum en sögn sjónarvotta létust þrír í árásinni. Bandaríski herinn er að vinna að því að ná flutningaleiðum aftur á sitt vald og tryggja öryggi á vegum í suðurhluta Íraks. Sjá nánar á bls. 8 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 ÞRIÐJUDAGUR ÚRSLITAKEPPNIN HEFST Fjórir leikir verða í úrslitakeppni Remax-deildar karla í handbolta klukkan 19.15. Valur mætir FH, KA tekur á móti Fram, ÍBV sækir Hauka heim og Grótta KR leikur gegn ÍR í Austurbergi. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 13. apríl 2004 – 100. tölublað – 4. árgangur ● fasteignir ● hús ● fjármál Gefur góð ráð Frikki Weiss: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS ÓTRYGGT ATVINNUÁSTAND Mikill uggur er nú í íbúum í Mývatnssveit og ná- grenni vegna fyrirhugaðrar lokunar Kísiliðj- unnar við Mývatn. Um 90 manns hafa at- vinnu af rekstri hennar. Sjá síðu 2 HÓPSLAGSMÁL Í REYKJAVÍK Einn var fluttur á slysadeild og tæplega tíu menn voru handteknir eftir að hópslagsmál brutust út í Borgargerði í Reykjavík um há- degisbilið í gær. Sjá síðu 2 GAGNRÝNIR RÖKFÆRSLU Sérfræð- ingur í kvennarétti segir stöðuveitingu dómsmálaráðherra til hæstaréttardómara klárt brot á jafnréttislögum. Hún gagnrýnir rökfærslu forsætisráðherra. Sjá síðu 6 HÆTT VIÐ RÍKISÁBYRGÐ Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fjár- magnið sem Íslensk erfðagreining aflaði í skuldabréfaútboði henti starfsemi fyrirtæk- isins betur en ríkisábyrgð enda fylgi því engar sérstakar kvaðir. Sjá síðu 4 Ætla að handtaka eða drepa al-Sadr Um sjötíu erlendir hermenn hafa fallið í átökum við uppreisnarmenn í Írak und- anfarna viku. Mannfall í röðum Íraka er að minnsta kosti tífalt meira. Vopnahlé ríkir í Falluja og herskáir sjía-múslimar hafa gefið eftir í þremur borgum. Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Rússlandsforseti: Herlaus geimur MOSKVA, AP Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði óskir sínar um afvopnun geimsins en sagði að Rússar yrðu að vera á varðbergi ef hervæðing hans hefst. Þetta kom fram á ráð- stefnu sem hald- in var til að minn- ast þess að 43 ár eru liðin frá því að fyrsti maður- inn fór út í geim- inn. Pútín sagði mikilvægt að leiðtogar heims- ins sameinuðust um friðsamlegt samstarf í geimvísindum. Hann nefndi engar sérstakar þjóðir á nafn í ræðunni, en líklegt þykir að hann hafi verið að senda skilaboð til stjórnvalda í Washington sem ekki eru á sama máli. ■ UMSÁTURSÁSTAND Í FALLUJA Bandarískir hermenn bíða eftir að komast yfir götu í borginni Falluja eftir að hafa leitað að vopnum og uppreisnarmönnum í nærliggjandi húsum. VEIÐI Ólafur Guðmundsson, sem undanfarin ár hefur farið í Þing- vallavatn að veiða ásamt félaga sínum Sigurði Ágústssyni, veiddi 27 punda urriða á spún um páskana. „Þetta er rosalegt tröll, 27 punda bolti sem tók spún,“ segir Ólafur. „Fiskurinn var ríflega 13 kíló þegar hann var mældur heima.“ Þeir Ólafur og Sigurður hafa oft veitt væna fiska í veiðiferðum sínum í Þingvallavatn. Í fyrra veiddu þeir meðal annars 12 og 17 punda urriða. Össur Skarphéðins- son, þingmaður og doktor í lífeðl- isfræði sem meðal annars hefur unnið að rannsóknum í Þingvalla- vatni, segir urriðann vera þann stærsta sem veiðst hafi á stöng í vatninu. Hann segist hafa heyrt af 32 punda fiski sem veiðst hafi í Efra-Sogi um aldamótin, en mað- urinn sem hafi átt að hafa veitt þann fisk hafi aldrei fundist og veiðisagan því aldrei fengist stað- fest. ■ M YN D /A P Risaurriði veiddist í Þingvallavatni: Rosalegt tröll Hryðjuverk á Spáni: Marokkóbúi ákærður MADRÍD, AP Fouad Almorabit, 28 ára nemi frá Marokkó sem er tal- inn hafa sterk tengsl við ætlaðan skipuleggjanda sprenginganna í Madríd, var handtekinn í gær ásamt þremur öðrum, sakaður um samstarf við hryðjuverkasamtök. Almorabit hefur játað að hafa þekkt þá sem grunaðir eru um árásina 11. mars en neitaði allri aðild. Alls er búið að ákæra 18 manns vegna sprenginganna, sex fyrir fjöldamorð og tólf fyrir sam- starf við hryðjuverkasamtök, þar af 14 frá Marokkó. Enn er verið að leita sex einstaklinga sem grunað- ir eru um aðild. Stjórnvöld á Spáni eru enn á varðbergi eftir að bréf og mynd- band barst frá hópi tengdum al- Kaída sem hótaði frekari árásum ef Spánverjar draga herdeildir sínar ekki til baka frá Írak og Afganistan. ■ VEIÐIMAÐURINN MEÐ URRIÐANN Ólafur Guðmundsson með 27 punda urriða sem hann veiddi á spún í Þingvallvatni um páskana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U Ð M U N D U R ÁG Ú ST HELDUR KÓLNANDI á landinu með úrkomu víða. Rigning eða slydda í Reykja- vík og á Akureyri. Þurrt á Austurlandi. Fryst- ir víða í kvöld. Sjá síðu 6. VLADIMÍR PÚTÍN Talaði á ráðstefnu um geimvísindi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.