Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 4
4 13. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR Fórstu í kirkju um páskana? Spurning dagsins í dag: Hefurðu farið á handboltaleik í vetur? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 80% 20% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Tveir prófessorar möluðu Viltu vinna milljón?: Gamla góða keppnisskapið FÓLK „Það er gamla, góða keppnis- skapið í manni sem hvetur mann til dáða,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugs- son prófessor eftir að hann og Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, unnu fimm milljónir króna í páskaþætti Stöðvar 2, Viltu vinna milljón? Þeir létu vinninginn renna til Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna. Fimm milljóna króna spurning- in, sú 16. í röðinni, var eftirfarandi: Hvar bjó Loftur ríki Guttormsson á 15. öld? Rétt svar var Möðruvellir og völdu þeir Hannes og Jón Steinar það. „Þetta var samvinnuniðurstaða,“ sagði Jón Steinar um rétta svarið. „Í þessari spurningu kom strax upp í huga mér „Möðruvellir“ áður en valkostirnir birtust. Ef undirmeð- vitundin gefur manni ákveðið svar áður en maður sér valkostina þá er það dálítið sannfærandi. Það er svo margt sem maður hefur lesið á ára- tuga vegferð, að það er kannski heill hafsjór af fróðleik niðri í und- irmeðvitundinni, sem manni tekst stundum að lokka fram ef tími vinnst til, en kemur stundum fram sem fyrsta hugsun. Við voru líka heppnir, enda þarf það að fylgja með.“ Þeir félagar voru búnir að ákveða fyrir þáttinn að styðja krabbameinssjúk börn. „Þetta er svo gott málefni,“ sagði Jón Steinar, „og því afar ánægjulegt að geta stuðlað að því að Stöð 2 styrkti þessi samtök.“ ■ VIÐSKIPTI Jákvæð viðbrögð fjárfesta við skuldabréfaútboði Íslenskrar erfðagreiningar í Bandaríkjunum urðu til þess að útboðið var stækkað úr 100 í 150 milljónir Bandaríkja- dala. Að sögn Kára Stefánssonar var eftirspurn eftir þátttöku í út- boðinu 6,5 sinnum meiri en upphaf- legar áætlanir um framboð gerðu ráð fyrir. Hann segir að staðið hafi til að bjóða út nýtt hlutafé í fyrirtækinu en sökum aðstæðna á markaði á síð- ustu vikum hafi verið ákveðið að fara frekar leið skuldabréfaútboðs með bréfum sem eru umbreytanleg í hlutafé. Eftir skuldabréfaútboðið ræður Íslensk erfðagreining yfir sjóðum sem nema um 250 milljónum Bandaríkjadölum. Þessi staða gerir fyrirtækinu kleift að ráðast í fimm til sjö ný lyfjaþróunarverkefni á næstunni. Skuldabréfaútboðið varð einnig til þess að á páskadag afhenti for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf þar sem farið var fram á það við ríkisstjórnina að hún drægi til baka umsagnarbeiðni um lagafrum- varp vegna ríkisábyrgðar til handa fyrirtækinu. Í bréfi sínu til forsætisráðherra tilgreinir Kári tvær ástæður fyrir því að áætlanir um veitingu ríkis- ábyrgðar hafi runnið út í sandinn. Fyrri ástæðan sé pólitíkin og tregða embættismanna. „Önnur er sú að Evrópuskrímslið virðist ekki vilja að Íslendingar afli salts í grautinn með öðru en því að draga fisk úr sjó og bræða málmgrýti,“ segir í bréfi Kára. „Eitthvað segir mér að það hafi ekki verið einhugur um þetta innan ríkisstjórnarinnar. Davíð studdi þetta en ég er ekki viss um að aðrir hafi verið jafnvissir um að það væri eðlilegt að gera þetta. Þar er ég ekk- ert endilega að segja að ég hafi fjall- háar mótbárur gegn því sjónar- miði,“ segir Kári. Hann samsinnir þeim sem telja að opinber stuðningur við atvinnu- fyrirtæki með sértækum aðgerðum geti verið hættulegur. „Þá er þetta bara spurning um hvernig þú vegur annars vegar hættuna og það sem þú kannt að fá út úr þessu og þar er mér málið of skylt til að rýna ná- kvæmlega í það hvort það hefði ver- ið eðlilegt eða ekki,“ segir hann. Að sögn Kára hefur það valdið Íslenskri erfðagreiningu óþægind- um hversu langan tíma málið hafi tekið sérstaklega sé tekið tillit til þess að fyrirtækið starfi á opinber- um markaði og rík upplýsinga- skylda hvíli á því. Hann segir það hafa verið óþægilegt að málið hafi verið látið „dingla“ í tvö ár án þess að niðurstaða fengist. Kári segir að fjármagnið sem Ís- lensk erfðagreining aflaði í skulda- bréfaútboðinu henti starfsemi fyr- irtækisins betur en ríkisábyrgð enda fylgi því engar sérstakar kvað- ir. „Við munum gera nákvæmlega það sem hentar fyrirtækinu sem best og munum ekki gera neinar málamiðlanir hvað það varðar. Ég held hins vegar að það sé hægt að byggja upp ákveðna hluti betur hér á landi heldur en í Bandaríkjunum og ég reikna með að vöxturinn hjá okkur verði hér en ekki úti,“ segir hann. Hann segir að áfram verði lögð áhersla á niðurskurð og hagræð- ingu í rekstrinum og að leitað verði leiða til þess að draga úr þeirri starfsemi sem ekki skili nægum ár- angri. Hann segir að Íslensk erfða- greining hafi byggt upp getu til rannsókna og þróunar sem jafnist á við það sem gerist hjá stórum lyfja- fyrirtækjum. „Það höfum við gert með því að selja þjónustu til lyfja- fyrirtækja og annarra. Á þennan hátt höfum við ekki bara fengið tekjur heldur einnig byggt upp inn- viði sem við getum notað til okkar eigin þarfa,“ segir Kári. thkjart@frettabladid.is Afmælisveisla stjórnmálamanns: Á þriðja tug tróðst undir INDLAND, AP Að minnsta kosti 21 tróðst undir, aðallega konur og börn, þegar þúsundir manna söfnuðust saman í litlum almenningsgarði í borginni Lucknow á Indlandi til að fagna afmæli stjórnmálaleiðtogans Lalji Tandon. Garðurinn, sem var afgirtur, var yfirfullur af fólki en verið var að deila út ókeypis saríum til við- staddra þegar atvikið átti sér stað. Atal Behari Vajpayee, forsætisráð- herra Indlands, flaug til Lucknow til að votta aðstandendum hinna látnu samúð sína. Yfirvöld hafa fyrirskip- að rannsókn á atvikinu en lögð hefur verið fram kæra vegna vanrækslu á hendur þeim sem skipulögðu hátíð- arhöldin. ■ Dub lin Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys hótel í nóvember í 2ja manna herbergi með morgunverði, flugvallarskattar og ísl. fararstjórn. 37.700 kr. Netver› á mann frá Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is Minnisblað CIA um hættu vegna al-Kaída: Bin Laden var ákveðinn í árás BANDARÍKIN, AP Minnisblað CIA um hættu vegna al-Kaída sem lagt var fyrir forseta Bandaríkjanna 6. ágúst 2001 var gert opinbert síðast- liðinn laugardag. Í skjalinu, sem ber fyrirsögnina „Bin Laden ákveðinn í árás innan Bandaríkjanna“ kemur fram að Bush hafi fengið skýrslur um al-Kaída allt fram í maí 2001 og flestar þær upplýsingar sem síðast komu fram einblíndu á hugsanlegar aðgerðir þeirra í Bandaríkjunum. Miklar deilur hafa risið upp í Bandaríkjunum vegna þessara nýju upplýsinga um hvort rétt hafi verið brugðist við þessu minnisblaði og hvort meira hafi mátt gera til að af- stýra hryðjuverkaárásinni á New York og Washington. Bush sagði að engar ákveðnar upplýsingar hefðu legið fyrir sem bentu á ákveðin skotmörk og ekkert komi fram í minnisblaðinu um árás á Bandaríkin. „Það er talað um ætl- anir og að einhver hataði Bandarík- in en það var vitað fyrir,“ sagði hann í Fort Hood, Texas á sunnudag. Í minnisblaðinu er tekið fram að liðsmenn al-Kaída væru á banda- rískri grund, að þeir væru búnir að koma sér upp stuðningskerfi og að athæfi þeirra vekti grunsemdir þar sem það væri sambærilegt við und- irbúning fyrir flugrán eða aðrar árásir. ■ ÞEIR UNNU Það var heitt í kolunum hjá Hannesi Hólmsteini og Jóni Steinari þegar þeir voru komnir að takmarkinu, að vinna fimm milljónir. HEFÐI FLUTT FJÖLL George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagð- ist hefðu flutt fjöll til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. ÓÖLD Á HAÍTÍ Hér sést einn hermaður franska friðar- gæsluliðsins á Haítí, en þeim hefur ekki tekist að koma í veg fyrir að bardagar stríðandi fylkinga berist inn á sjúkrahús landsins. Bardagar á Haítí: Árásir á sjúkrahús PORT-AU-PRINCE, AP Gripið hefur ver- ið til þess ráðs að girða spítala á Haítí af með gaddavír. Borið hefur á því að sjúklingar hafi verið skotnir þar sem þeir liggja á sjúkrahúsinu eða dregnir í burtu af því. Miklir bardagar geisa milli stuðnings- manna og andstæðinga Aristide, forseta landsins, sem haktist af valdastóli ekki alls fyrir löngu. Að sögn fulltrúa Rauða krossins á Haítí er allgjört forgangsatriði að gera spítala landsins örugga, en stofnunin hefur nú þegar eytt mikl- um fjármunum í öryggisbúnað. ■ BRÉF KÁRA TIL DAVÍÐS Íslensk erfðagreining telur að vegna seina- gangs við framkvæmd hugmyndar um ríkisábyrgð í tengslum við uppbyggingu félagsins sé hún í raun orðin úrelt og hefur farið fram á að ríkið dragi beiðni um umsögn til baka. KÁRI STEFÁNSSON Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir skuldabréfaútboð í Bandaríkjunum gefa félaginu svigrúm til að hefjast handa við fimm til sjö ný lyfjaþróunarverkefni. Evrópuskrímslið í vegi ríkisábyrgðar Vel heppnað skuldabréfaútboð í Bandaríkjunum varð til þess að Kári Stefánsson óskaði eftir að ríkisstjórnin hætti við ríkisábyrgð. Hann segir að tafir á afgreiðslu málsins hafi gert hugmyndina um ríkisábyrgð úrelta. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.