Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 6
6 13. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Miðausturlönd Veistusvarið? 1Hvaða körfuboltalið tryggði sér Ís-landsmeistaratitilinn í körfubolta karla um helgina? 2Hvað heitir nýskipaður sendiherraBretlands á Íslandi? 3Hvaða bandaríska dagblað fékk flestPulitzer-verðlaun? Svörin eru á bls. 31 Spár um hagnað bankanna: Fer yfir tuttugu milljarða AFKOMA Hagnaður bankanna í ár verður 22 milljarðar króna ef spá fjármálafyrirtækja ganga eftir. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að hagnaður KB banka verði átta milljarðar í ár og hagnaður Landsbankans um sjö milljarðar. Greiningardeild KB banka gerir ráð fyrir að hagnaður Íslands- banka verði tæpir sjö milljarðar. Mikill gengishagnaður fellur til á fyrstu þremur mánuðum árs- ins hjá Landbankanum og Íslands- banka. KB banki gerir ráð fyrir að hagnaður Íslandsbanka verði 4,2 milljarðar á fyrst ársfjórðungi og 4,1 milljarður hjá Landsbankan- um. Miðað við spárnar mun KB banki skila mestum hagnaði allra fyrirtækja í Kauphöllinni. Hinir bankarnir koma á hæla hans, en því næst kemur Pharmaco. Spáð er ríflega sex milljarða hagnaði hjá Pharmaco. Mikill gengishagn- aður fellur einnig til hjá Burðar- ási og búast greiningardeildir við að hagnaður verði tæpir sex millj- arðar á árinu. Hagnaður fyrsta árfjórðungs fyrirtækja í Kauphöllinni eykst til muna samkvæmt spánni. Þannig gerir Íslandsbanki ráð fyrir að hagnaður 20 félaga sem spáð er fyrir um að verði 13,3 milljörðum meiri í ár en í fyrra. ■ Segir forsætisráðherra bera saman ólík mál Davíð Oddsson segir kærunefnd jafnréttismála ekki taka mið af dómum Hæstaréttar. Sérfræðingur í kvennarétti segir Davíð bera saman ólík mál. Hún segir stöðuveitingu dómsmálaráðherra til hæstaréttardómara klárt brot á jafnréttislögum. JAFNRÉTTISLÖG Davíð Oddsson for- sætisráðherra hefur tekið undir ummæli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um að jafn- réttislögin séu barn síns tíma. Davíð hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að svo virðist sem kærunefnd jafnréttismála taki ekki mið af dómum Hæstaréttar sem hafi snúið niðurstöðu hennar. Björn Bjarnason lét ummæli sín falla í kjölfar úrskurðar kæru- nefndar jafnréttismála sem segir Björn hafa brotið jafnréttislög með því að ráða ekki Hjördísi Há- konardóttur í embætti hæsta- réttardómara. Hann hafði skipað Ólaf Börk Þorvaldsson í stöðuna. Davíð Oddsson bendir á tvö dæmi þar sem Hæstiréttur hafi snúið úrskurði kærunefndar. Ann- ars vegar í máli Valgerðar Bjarnadóttur við skipan leikhús- stjóra Leikfélags Akureyrar og hins vegar er utanríkisráðherra, settur dómsmálaráðherra, skipaði í stöðu sýslumanns á Keflavíkur- flugvelli. Brynhildur Flóvens, aðjúnkt í kvennarétti við lagadeild Háskóla Íslands, segist ósammála Davíð. Þó svo að í báðum ofangreindum málum hafi Hæstiréttur snúið bæði niðurstöðu kærunefndar og héraðsdóms séu þau ekki sam- bærileg málinu sem nú um ræðir. Í málunum sem Davíð nefnir hafi hæfni beggja umsækjanda verið mjög jöfn og því gætu verið skipt- ar skoðanir um hvorn ætti að meta hæfari. Hins vegar sé tölu- verður munur á hæfni Hjördísar og Ólafs Barkar. Í ofangreindum málum hafi hæfnin því verið meira álitamál en nú. Í niðurstöð- um kærunefndar þykir ljóst að Hjördís hafi bæði að bera meiri menntun og lengri starfsreynslu. „Hvert mál er einstakt. Þó svo að Hæstiréttur hafi snúið við nið- urstöðum kærunefndar í þessum tveimur málum þýðir það ekki að kærunefndin komi með ranga nið- urstöðu í þessu máli,“ segir Bryn- hildur. Hún bendir jafnframt á að Hæstiréttur hafi í fjölda tilfell- um staðfest úrskurð kærunefnd- ar og að auki hafi nefndin mar- goft komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé verið að brjóta á þeim sem kærir. Aðspurð um hver niðurstaðan gæti orðið ef þetta mál færi fyrir Hæstarétt segir hún að af því er fram komi í úrskurði nefndarinn- ar sé þetta skólabókardæmi um brot á jafnréttislögum. Hún segir þó aldrei hægt að segja fyrir um niðurstöðu í dóms- máli því það komi ekki í ljós fyrr en við málsmeðferð hvaða gögn eigi eftir að leggja fram í málinu. „Ef Hæstiréttur kemst að því að dómsmálaráðherra hafi verið að brjóta lög hlýtur það þó að vera mikill álitshnekkir fyrir ráðherra,“ segir Brynhildur. Nefndarmenn vildu ekki tjá sig um ummæli forsætisráðherra í gær. sda@frettabladid.is SKOTBARDAGI Í RÍAD Einn lög- reglumaður lést og fimm særðust í skotbardaga sem braust út síð- degis í gær á fjölfarinni umferð- argötu í Ríad í Sádí-Arabíu. Einn vígamaður féll fyrir hendi lög- reglu en þrír flúðu af vettvangi í bíl. Lögreglan lokaði veginum og umkringdi íbúðahverfi í nágrenn- inu á meðan vígamannanna var leitað. PALESTÍNUMAÐUR FELLDUR Ísraelskir hermenn skutu til bana tvo palestínska vígamenn við eftirlitsstöð á Gaza-ströndinni. Ísraelar felldu tvo Palestínumenn: Komu í veg fyrir árás GAZA-STRÖNDIN Ísraelskar hersveitir skutu til bana tvo vopnaða Palestínu- menn sem reyndu að gera árás á eft- irlitsstöð skammt frá landnemabyggð gyðinga á Gaza-ströndinni. Hamas, samtökin Íslamskt jihad og Al-Aqsa- herdeildirnar lýstu sameiginlega ábyrgð á tilræðinu á hendur sér. Þrír vopnaðir Palestínumenn hófu skothríð á eftirlitsstöð ísraelska hers- ins skammt frá landnemabyggðinni Netzarim í dögun í gær. Herinn skaut á árásarmennina og felldi tvo þeirra en sá þriðji komst undan. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hélt til Washington í gær þar sem hann mun ræða við George W. Bush Bandaríkjaforseta um fyrirhug- að brotthvarf Ísraela frá Gaza- ströndinni. ■ – hefur þú séð DV í dag? Fangaði tólf lifandi hákarla METHAFINN Sigurður Einarsson og samstarfsfólk í KB banka skilaði mestum hagnaði íslenskra fyrirtækja í fyrra. Búist er við því að svo verði einnig í ár og bankinn hagnist um átta milljarða króna. BJÖRN BJARNASON Sagði í kjölfar niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála að jafnréttislög væru barn síns tíma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.