Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 12
13. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR Treysta viðskiptasambönd: Valgerður Sverris- dóttir í Kína VIÐSKIPTI Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra er nú í heimsókn í Kína ásamt 40 manna viðskiptasendinefnd. Er um fulltrúa 15 íslenskra fyrir- tækja að ræða, sem munu kynna sér starfsemi í Kína og fara á umfangsmikla vörusýningu í Guangzhou í suður Kína. Ferðin er skipulögð af Sam- tökum verslunarinnar og Ís- lensk-kínverska viðskipta- ráðinu. Á síðasta ári voru fluttar inn vörur frá Kína að verðmæti um 6.100 milljónir króna í saman- burði við 3.800 milljónir króna árið 2000. Þeir félagsmenn FÍS og Ís- lensk-kínverska viðskiptaráðs- ins sem eru í viðskiptasendi- nefndinni gera sér því vonir um að í ferðinni opnist ný viðskipta- tækifæri, sem verði til þess að auka enn viðskipti milli land- anna. ■ RÚANDA Paul Kagame, forseti Rú- anda, segir að heimsbyggðin öll hafi setið aðgerðarlaus á meðan öfgasinnaðir hútúar drápu hund- ruð þúsunda óbreyttra borgara vorið 1994. Athygli vakti hversu fáir vestrænir leiðtogar komu til Kigali, höfuðborgar Rúanda, til að vera viðstaddir minningarathöfn um fórnarlömb fjöldamorðanna á miðvikudag. Blóðug átök brutust út milli uppreisnarmanna af ættbálki tútsa og stjórnarhermanna hútúa í Rúanda eftir að flugvél forseta landsins, Juvenal Habyarimana, var skotin niður yfir Kigali 6. apr- íl 1994. Átta þúsund manns að meðaltali voru drepnir af öfgasinnum hútúum á degi hverj- um á næstu þremur mánuðum. Fræðimenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að vígamennirnir, sem voru vopnaðir sveðjum, hlújárn- um og kylfum, hafi unnið verk sitt fimm sinnum hraðar en nasistar í síðari heimsstyrjöldinni. Um 65.000 manns söfnuðust saman á fótboltaleikvangi í Kigali til að minnast þess að tíu ár eru liðin frá hörmungunum. Margir brustu í grát eða misstu stjórn á tilfinningum sínum og öskruðu af öllum lífs og sálar kröftum. Jarð- neskar leifar nokkur hundruð fórnarlamba voru bornar til graf- ar í táknrænni athöfn á hæð í höf- uðborginni. Konur í þjóðbúning- um héldu á myndum af ástvinum sínum sem voru á meðal þeirra um 800.000 tútsa og hútúa sem féllu fyrir hendi öfgasinnaðra hútúa. Á hæðinni hefur verið opn- að safn þar sem finna má myndir af mörgum af þeim 300.000 börn- um sem vígamennirnir myrtu. Einnig hefur verið reistur minnisvarði um tíu belgíska frið- argæsluliða sem felldir voru af herskáum hútúum 7. apríl 1994. Belgar, fyrrum nýlenduherrar VIÐSKIPTARÁÐHERRA Með fjölmenna sendinefnd í Kína. Heimsbyggðin sek um vanrækslu Tíu ár eru liðin frá þjóðarmorðunum í Rúanda. Forseti landsins segir að leiðtogar erlendra stórvelda hafi lítið aðhafst til að koma í veg fyrir fjöldamorðin en viðurkennir að ábyrgðin liggi mest hjá heimamönnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.