Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 16
Ráðherrarnir og félagarnir DavíðOddsson og Björn Bjarnason eiga eflaust margt sameiginlegt. Eitt af því sem sameinar þá er mat þeirra á að jafnréttislögin séu úr sér gengin og barn síns tíma. Þetta hafa þeir opinberað eftir að Björn Bjarnason er talinn hafa brotið gegn lögunum þegar hann skipaði frænda Davíðs í embætti hæstaréttardóm- ara. Allt frá því að Björn skipaði frændann hafa flestir sem hafa tjáð sig um ráðninguna verið þeirrar skoðunar að frændsemi við forsæt- isráðherra hafi ráðið ákvörðun Björns. Öðru trúa fæstir. Það er eitt og annað að þeim eft- irmálum sem Davíð og Björn hafa efnt til. Björn Bjarnason hefur efnt til ósættis. Hann gat sagt að hann væri annarrar skoðunar en kæru- nefnd jafnréttismála. Kannski hefði hann gert betur hefði hann sleppt að segja þá skoðun sína að lögin væru úr sér gengin og þar með gert lítið úr lögunum. Hann er eflaust ekki einn um að þykja súrt að beygja sig undir lög. Það á eflaust við um marga sem hefur ekki tekist að halda sig réttu megin. Davíð og Björn geta svo sem sett út á lögin en þeir mega ekki gleyma hver setti lögin og hvenær. Það er engir ábyrg- ari fyrir þeim lögum sem gilda í landinu en félagarnir Björn og Dav- íð og starfsfélagar þeirra í ríkis- stjórn. Lögin eru fárra ára gömul og ef það er rétt mat hjá forsætisráð- herra og ráðherra dómsmála að lög- in sem þeir tóku þátt í að setja fyrir fáum árum séu nú úr sér gengin án þess að nokkuð hafi verið aðhafst er ábyrgðin helst þeirra. Reyndar er það svo að þeir virð- ast ekki eiga marga skoðanabræður. Flestir sem til þekkja og hafa tjáð sig hafa sagt að fátt sé athugavert við lögin og reyndar að svo sé bara alls ekki. Það verður að segjast eins og er að ekki er gott að taka mark á ráðherrunum tveimur þegar þeir tjá sig um þetta mál. Til þess eru þeir of tengdir málinu. Annar er talinn hafa brotið lögin og hinn er frændi þess sem situr í embættinu sem um er deilt. Björn hefur sett út á að einn þeirra sem sótti um og fékk ekki hafi tjáð sig um afstöðu ráðherrans, ekki sem umsækjandi, heldur sem forseti lagadeildar HÍ. Sú gagnrýni Björns hittir fyrir ráðherrann sjálf- an. Hann ber ábyrgð á lögunum og ef þau eru ekki nógu góð er það hans og annarra í ríkisstjórninni að beita sér fyrir því að breyta þeim. Og ef svo er segir það talsvert um lög- gjafann í landinu ef fjögurra ára gömul lög eru úr sér gengin án þess að nokkur hreyfi legg eða lið. Bryn- hildur Flóvens, aðjúnkt í kvenna- rétti, segir brot Björns ljóst. Eins hefur verið sagt að það sé skólabók- ardæmi um brot á jafnréttislögum. Ekki er nokkur leið til að ráð- herrarnir hefðu talað eins og þeir gera hefði kærunefnd jafnréttis- mála komist að þveröfugri niður- stöðu. Þá væru þeir sáttir við allt og alla. ■ Ekki verður annað sagt en aðCondoleezza Rice, þjóðarörygg- isráðgjafi Bandaríkjaforseta, hafi staðist hið erfiða munnlega próf sem hún á skírdag gekkst undir hjá rann- sóknarnefnd Bandaríkjaþings, 9/11- nefndinni svokölluðu. Hún lét engan bilbug á sér finna frammi fyrir nefndinni og sjónvarpsvélunum þrátt fyrir að mikið væri í húfi og hart og ákveðið gengið eftir svörum við spurningum um vitneskju stjórn- valda um aðdraganda hryðjuverk- anna 11. september 2001. Rice hélt því fullum fetum fram að æðstu stjórnvöld hefðu ekkert getað aðhafst til að koma í veg fyrir árásina. Þær vísbendingar sem Hvíta húsið hefði haft undir höndum hefðu verið almennt orðaðar og ekki gefið tilefni til ákveðinna viðbragða. Hún viðurkenndi þó að ýmsir veik- leikar hefðu verið til staðar í stjórn- kerfinu á þessum tíma, svo sem hvað lög heimiluðu og hvað varðaði sam- skipti alríkislögreglunnar FBI og leyniþjónustunnar CIA. Condoleezza Rice hikaði ekki and- artak þegar einn reyndasti þing- nefndarmaðurinn, Richard Ben- Veniste, sem á sínum tíma tók þátt í rannsókn Watergate-málsins, spurði hana hver hefði verið fyrirsögnina á daglegu minnisblaði til Bush forseta 6. ágúst 2001, mánuði fyrir árásina. „Ég held að þar hafi staðið Bin Laden er ákveðinn í að gera árás í Bandaríkjunum,“ svaraði hún. Minnisblað gert opinbert Bandaríkjastjórn brást síðan skjótt við kröfu þingnefndarinnar um að fá að sjá þetta minnisblað. Hefur það aldrei áður gerst að slíkt minnisblað hafi verið birt í tíð þess forseta, sem það var ætlað, og finnst mörgum að þarna hafi verið gengið ansi nærri Hvíta húsinu. Minnisblöð forsetans eru flokkuð sem mikilvægustu trúnaðarskjöl forsetaembættisins. En hefði minn- isblaðinu verið haldið leyndu er lík- legt að það hefði dregið hættulega mikið úr trúverðugleikanum í mál- flutningi forsetans og samstarfs- manna hans. Ekki er hægt að segja að neitt það sem í ljós kom í minnisblaðinu, sem var gert opinbert á laugardag- inn, hrindi beinlínis málflutningi Rice fyrir rannsóknarnefnd þings- ins. Rice sagði fyrir nefndinni að í því væru ekki neinar áþreifanlegar, nýjar upplýsingar, sem hægt hefði verið að bregðast við. Þótt frétta- skýrendur séu flestir sammála þessu telja margir að sum ummæli í minnisblaðinu hefðu átt að kveikja á rauðum viðvörunarhnöppum í Hvíta húsinu. Stuðningur við stefnu Bush Demókratar telja að minnis- blaðið sé enn ein vísbending þess að Bush forseti hafi ekki verið nógu vakandi fyrir hryðju- verkaógninni. Hann hafi verið of upptekinn af hugmyndum um ógn úr annarri átt, einkum frá Írak. Ólíklegt er þó að vitnisburður Rice og birting minnisblaðsins verði forsetaframboði Johns Kerry til framdráttar eins og demókratar vonuðu. Skoðanakannanir sem gerðar voru eftir að minnisblaðið var gert opinbert benda til þess að meirihluti Bandaríkjamanna séu sáttir við þá stefnu sem Bush hef- ur markað í baráttunni við hryðju- verkamenn. ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um gildandi lög. Úti í heimi CONDOLEEZZA RICE ■ var staðföst frammi fyrir rannsóknar- nefnd Bandaríkjaþings. 16 13. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Vandséð er hvort er verra: sjálfembættisfærsla Björns Bjarnasonar við skipun hæsta- réttardómara á sínum tíma eða málsvörn hans nú þegar hann þverskallast við að viðurkenna kærunefnd jafnréttismála. Á sínum tíma skipaði Björn venslamann Davíðs Oddssonar í embætti hæstaréttardómara þótt sá væri með lakari próf en aðrir umsækjendur og minni dómara- reynslu. Björn hundsaði álit Hæstaréttar með þeim rökstuðn- ingi einum að sér fyndist sem við- komandi þekkti betur til Evrópu- réttar en aðrir umsækjendur, sem var augljóst yfirklór. Á þessum tíma var Björn í þakkarskuld við Davíð og virðist ekki hafa kunnað sér hóf við að sýna í verki hollustu sína og þakkarskuld fyrir þá náð að hafa hlotnast ráðherrastóll eft- ir að hafa goldið afhroð í borgar- stjórnarkosningum í Reykjavík. Meðal þeirra hæfu umsækj- enda sem Björn sniðgekk við skip- an í embættið er einn reyndasti dómari landsins, Hjördís Hákon- ardóttir. Hún kærði málið til nefndar sem lögum samkvæmt ber að úrskurða um það hvort jafnréttislög hafi verið brotin. Sá úrskurður liggur nú fyrir: af þess- um tveimur umsækjendum er Hjördís sú hæfari og því hefði ráðherra borið að taka hana fram yfir þann sem valinn var enda sé það haft að leiðarljósi við embætt- isveitingar að sé kvenumsækj- andi hæfari karlumsækjanda skuli hún ganga fyrir. Úrskurður kærunefndar hefði naumast getað farið á annan veg Viðbrögð dómsmálaráðherrans við þessum úrskurði eru áhyggju- efni. Hann lét þau orð sem sé falla að jafnréttisögin sem kærunefnd- in leggur til grundvallar væru „barn síns tíma“. Síðan hefur fólk tekist á um það hvort þetta sé rétt hjá ráðherranum – hvort lögin séu virkilega úrelt. Það kann að vera firra en er þó ekki kjarni málsins heldur fremur hitt: að slík við- brögð ráðamanns sem fær ofaní- gjöf frá þartilbæru valdi sem á að veita störfum hans aðhald eru með öllu óviðunandi. Ráðherra dómsmála í landinu getur ekki sagt að lög séu úrelt þegar þau bitna á honum. Ég fer yfir á rauðu ljósi og lög- reglan stöðvar mig. Á ég þá bara að segja: tja, ég tel að þessi lög sem þið farið eftir séu nú bara barn síns tíma...? Hætt er við að laganna verðir myndu láta mig blása í blöðru í kjölfarið á slíku rausi. Þetta eru einfaldega lands- lög og ekki í mínum verkahring að ákveða hvenær mér henti að fara eftir þeim, til þess er ég ekki bær. Þetta skilja allir. Björn Bjarnason er ekki hafinn yfir lög og rétt. Hann er ekki óskeikull. Þegar sjálfur dóms- málaráðherrann unir ekki leik- reglum hins lýðræðislega sam- félags og heldur uppi þrasi við úr- skurðaraðilann þá er sú fram- ganga til þess fallin að grafa und- an virðingu fyrir lögum og rétti; hún gefur hinum almenna borg- ara til kynna að það sé túlkunar- atriði fyrir hvern og einn hvort og hvernig honum beri að fara að lögum. Einkum er þetta ankanna- legt þegar ráðherrann hefur sjálf- ur átt aðild að viðkomandi laga- setningu sem ráðherra í þeirri ríkisstjórn sem að þeim stóð. MFS: Geð-þóttinn Björn hefur neitað að svara fjölmiðlum á öðrum vettvangi en á heimasíðu sinni þar sem hann getur grúft sig ofan í lyklaborðið óáreittur af truflandi spurning- um. Raunar virðist téð heimasíða vera eini fjölmiðillinn í landinu hann grunar ekki um aðild að víð- tæku samsæri á hendur sér – og ef til vill Vef-Þjóðviljinn. Óhætt er að segja að útskýr- ingar Björns á heimasíðu sinni séu vífilengjur, langt mál um lítið efni, útúrsnúningur og hótfyndni. Eins og Björn virðist upplifa vald sitt til embættaskipunar er það nánast undir mati hans komið hvort hann skipar hæstaréttar- dómara sem hafi lögfræðimennt- un. Hans er valdið í einu og öllu, þeir sem andæfa hæpnum ákvörð- unum hans eiga á hættu að vera lagðir niður. Þetta er kunnugleg áhersla á alræði geðþóttans. Ekki fer vel á því að ráðherra eins málaflokks framfylgi stefnu í málaflokki annars ráðherra – í þessu tilviki félagsmálaráðherra – sem gangi þvert á þá stefnu og þar með stefnu ríkisstjórnarinnar. Er Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra ef til vill stjórnarand- stæðingur í félagsmálum? Hann fékk fyrir fjórum árum tækifæri til að hafa áhrif á þetta mál innan ríkisstjórnar þegar stjórnarfrum- varp um jafnréttismál var sam- þykkt. Hann ber fulla ábyrgð á þessum lögum. Virði hann ekki lög sem hann er aðili að því að setja þá er hann að hvetja til lög- leysu. Og dómsmálaráðherrann á að vera löghlýðinn Óskandi væri að blygðunar- laus nepótismi af því tagi sem Björn Bjarnason varð uppvís að við skipan hæstaréttardómara heyri senn sögunni til og að ís- lenskt samfélag taki að færast enn frekar í átt að því að líkjast vestrænum lýðræðissamfélög- um. Það gerist varla fyrr en kjós- endur gefa Kongressflokknum frí. ■ Plott Hannesar Hólmsteins? Frábært hjá Hannesi og Jóni Steinari að vinna fimm milljónir í Viltu vinna milljón. Hjá Hann- esi er þetta auðvitað liður í að setja fyrirtækið á hausinn, fyrst ekki er hægt að koma lögum yfir það. Hvar er annars skýrsla fjölmiðlanefndarinnar – átti hún ekki að koma fyrir löngu? Alla- vega var byrjað að leka út um efni hennar fyrir tíu dögum og virtist ekki ætla að marka nein tímamót. Þurfti kannski að krukka eitthvað í hana á síðustu stundu? Hannes hefur reyndar oft gert lítið úr spurningakeppnum – sagt að þær hafi ekkert með raunverulegar gáfur að gera. Ég hallast á að vera sammála honum. EGILL HELGASON Á STRIK.IS Dómsmálaráðherra á að vera löghlýðinn ■ Af netinu Rice stóðst munnlega prófið Skólabókardæmi ráðherranna GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um við- brögð dómsmála- ráðherra við úr- skurði kærunefnd- ar jafnréttismála. Um daginnog veginn Ígrundað og málefnalegt Jóhanna Sigurðardóttir mun áreiðanlega halda áfram að tala um þetta mál eins og kæru- nefnd jafnréttismála hafi aldrei áður fundið að stöðuveitingu ráðherra. Baugstíðindi verða áfram við sama heygarðshornið. Undir gæðastimpli Háskóla Ís- lands eða annarra stofnana munu þeir, sem telja sig eiga harma að hefna, halda áfram að afflytja sjónarmið mín. Ekkert af þessu breytir þó rétti mínum til að taka þá ígrunduðu og málefnalegu ákvörðun, sem ég tók við skipun hæstaréttar- dómarans. Ekkert af þessu breytir þó rétti mínum til að hafa skoðun á vinnubrögðum kærunefndar jafnréttismála og nauðsyn þess að setja henni nýjan lagaramma, ef hún er knúin til þess af honum að kom- ast hvað eftir annað að rangri niðurstöðu. Ekkert af þessu breytir því, að hér á þessari síðu á ég þess kost að skýra af- stöðu mína og bregða ljósi á það, hvernig staðið er að fram- setningu mála í fjölmiðlum, án þess að viðleitni gæti þar til að sýna alla myndina. BJÖRN BJARNASON Á BJORN.IS RICE SVER EIÐ Þjóðaröryggisráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta sver eið áður en hún svarar spurningum rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings um hryðjuverkin 11. september 2001.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.