Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 26
26 13. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 16 SÝND í Lúxus kl. 5.20, 8 og 10.40 GOTHIKA kl. 10.30 B.i. 16 BJÖRN BRÓÐIR STARSKY & HUTCH kl. 4, 6, 8 og 10.10 B.i. 12 kl. 4 M. ÍSL. TALI SCOOBY DOO 2 kl. 4 og 6 M. ÍSL. TALI KÖTTURINN MEÐ HATTINN kl. 4 kl. 5.45SOMETHING GOTTA GIVE kl. 8 og 10.10ALONG CAME POLLY SÝND kl. 8 og 10 B.i. 16 TAKING LIVES kl. 6, 8 og 10.10 B.i. 16 kl. 10 B.i. 16 áraCOLD MOUNTAIN kl. 6, 8 og 10 LES INV. BARBARES kl. 8 B.i. 12STARSKY & HUTCH kl. 6 og 8WHALE RIDER kl. 6 Ísl. talSCOOBY DOO 2 AMERICAN SPLENDOR kl. 6 SOMETHING’S GOTTA GIVE kl. 8 CHEAPER BY THE DOZEN kl. 3.40 STUCK ON YOU kl. 8 og 10.30 Pétur Pan kl. 3.20 og 5.40 M/ÍSL. TALI Pétur Pan kl. 3.20, 5.40 og 8 M/ENSKU TALI SÝND kl. 10.15 B.i. 16 Hann mun gera allt til að verða þú Hágæða spennutryllir með Angelinu Jolie, Ethan Hawke og Kiefer Sutherland í aðalhlutverki „The Dawn of the Dead“ er hressandi hryllingur, sannkölluð himnasending. Þá er húmorinn aldrei langt undan. Sem sagt, eðalstöff“ Þ.Þ. Fréttablaðið HHH1/2 kvikmyndir.com HHHH kvikmyndir.is HHH Skonrokk SÝND kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 SÝND kl. 5.30, 8.15 og 10 B.i. 12 Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd, byggðri á sannri sögu! SÝND kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 6 og 10 Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd, byggðri á sannri sögu! ■ ■ TÓNLEIKAR  21.00 Hljómsveitirnar Retron, Pen- ingar og Glasamar spila í Stúdenta- kjallaranum.  Tónleikar með hljómsveitinni Mið- nes á Gauknum. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Leikhópurinn Á senunni sýnir á litla sviði Borgarleikhússins sýn- inguna Paris at night, sem byggð er á ljóðum eftir Jacques Prévert ■ ■ FYRIRLESTRAR  13.00 Ráðstefna um einstaklings- miðað nám og samvinnu nemenda á Nordica hótel. Aðalfyrirlesarar eru tveir skólastjórar frá Noregi og forstöðumað- ur Námsmatstofnunar. Að auki verða um 20 fyrirlestrar í fimm málstofum ■ ■ SAMKOMUR  20.00 Á Skáldaspírukvöldi á Jóni forseta verða séra Pétur Þorsteinsson og séra Örn Bárður Jónsson meðal upplesara. Geirlaugur Magnússon les ný ljóð og Gunnar Dal les úr ný- útkominni bók sinni um starfsár Jesú Krists. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. hvað?hvar?hvenær? 10 11 12 13 14 15 APRÍL Þriðjudagur FJÖLMENNING ehf. auglýsir: Íslenskunámskeið fyrir útlendinga. 30 tíma byrjendanámskeið í íslensku hefst fimmtudaginn 15. apríl kl. 17.30. Kennt verður á þriðju- dögum og fimmtudögum kl. 17.30 - 19.00 í Kvennagarði, Laugavegi 59, 4. hæð. REYNDIR KENNARAR - FRÁBÆRT NÁMSEFNI. Skráning í síma 511 13 19 eða á netfangið fjolmenning@fjolmenning.is Síðustu sýningar Sýningin sem slegið hefur í gegn. Miðasala í Iðnó sími: 562 9700 Laugard. 24. apríl Allra, allra síðasta sýning Dansverk óskast Lýst er eftir tillögum að verkum á dagskrá Nútímadanshátíðar í Reykjavík 2004 (Reykjavík Dance Festival). Hátíðin verður haldin 3.–11. september á Nýja sviði og Litla sviði Borgarleikhússins. Aðrir sýningarstaðir koma einnig til greina. Æskileg lengd verka er 5–30 mínútur. Áhugasamir danshöfundar hafi samband við Ólöfu Ingólfsdóttur í síma 8976140 eða olof.i@bakkar.is fyrir 30. apríl. Kvennabósinn Billy BobThornton er að verða pabbi eina ferðina enn og móðirin er ekki fyrrum eig- inkona hans Angelina Jolie þrátt fyrir að sögur um sam- drátt þeirra hafi verið á kreiki undanfarið. Það er nefnilega kærasta hans Connie Angland sem gengur með barnið undir belti en leikarinn, sem er 48 ára, tilkynnti það fyrir helgi að von væri á nýja barninu í haust. Engum sögum fer af við- brögðum Angelinu við þessum gleðifréttum en Thornton á fyrir þrjú börn úr tveimur hjónabönd- um. Fyrrum fjölmiðlafulltrúi ofur-fyrirsætunnar Naomi Camp- bell hefur greint frá því að popp- stjarnan Robbie Williams hafi farið sér að voða með of stórum skammti af kókaíni þegar hann var með fyrirsætunni í eftirpartíi evrópsku MTV-tónlist- arverðlaun- anna árið 1994. Robbie, sem varð frægur með stráka- hljómsveitinni Take That, hefur viðurkennt að hann hafi átt í erf- iðleikum með fíkniefni en segist nú vera á beinu brautinni. Sagt er frá því þegar hann missti meðvit- und í MTV-partíinu í nýjum heimildarþætti á Channel 4 sem heitir Sannleikurinn um Take That. Ævisöguritari Robbies hef- ur staðfest söguna og segir að stjarnan hafi verið á leið til glöt- unar þegar hann náði botninum um þetta leyti en hann hafi þurft að lenda í einhverju álíka til þess að átta sig á í hvað stefndi. Ekki allir vinir Angel- inu elskhugar hennar FÓLK Leikkonan Angelina Jolie seg- ir allar kjaftasögur um að hún hafi verið með mótleikurum sín- um í síðustu myndum vera raka- lausan þvætting. Hún hefur verið orðuð við þrjá leikara undanfarið, þá Jared Leto og Colin Farrell sem leika báðir á móti henni í Al- exander og Ethan Hawke sem hún gerir sér dælt við í Taking Lives sem er sýnd í kvikmyndahúsum í Reykjavík þessa dagana. Slúðurblöðin ytra hafa verið dugleg að flytja fréttir af því að hún hafi kynnt vel upp í þessum vinnufélögum sínum en hún segir að ekkert hafi gerst á milli hennar og strákanna og leggur áherslu á að þeir séu bara góðir vinir henn- ar. „Colin er frábær. Við urðum mjög góðir vinir en það er ekkert meira í gangi. Ég botna ekkert í því hvernig fólki datt í hug að tengja mig og Jared saman. Hvaðan kom það eiginlega? Við unnum saman og það er allt. Þá kom okkur Ethan mjög vel saman en það er ekkert meira um það að segja.“ ■ Hér er á ferðinni ágætis ævin-týramynd sem sver sig í ætt- ir við Indiana Jones bálkinn. Daninn Viggo Mortensen leikur frægan amerískan hestasendil sem var uppi um aldamótin þar- síðustu. Hann yfirgefur villta vestrið og ferðast með fák sinn alla leið til arabalanda til að taka þátt í kappreið. Af hverju í ósköpunum hann gerir það er frekar óljóst en þynnildi í hand- ritinu eru bætt upp með frábær- um reiðsenum, slagsmálatriðum, geggjuðum búningum, vel út- færðum tæknibrellum og síðast en alls ekki síst, Omar Sharif. Omar hefur ekki sést lengi á hvíta tjaldinu og því mjög ánægjulegt að sjá hetjuna gömlu í hlutverki arabahöfðingja. Ann- ar senuþjófur í myndinni er hest- urinn Hidalgo, sterkbyggður og stuttur blendingur sem þarf að etja kappi við hreinræktaða og háfætta arabíska gæðinga. Sam- skipti aðalhetjunnar við hestinn eru þó á köflum disneyleg og hefði mátt fara annaðhvort lengra með það eða sleppa því alveg. En þegar öllu er á botni hvolft er Hidalgo prýðis skemmtun sem, þótt það sé lummulegt að segja það, ætti að höfða til allrar fjölskyldunnar. Kristófer Dignus Fréttiraf fólki ANGELINA JOLIE Blæs á allar kjaftasögur um að hún hafi sofið hjá mótleikurum sínum. Þeir eru bara góðir vinir hennar. Umfjöllunkvikmyndir Ríðum, ríðum, ríðum yfir sandinn HIDALGO Leikstjóri: Joe Johnston Aðalhlutverk: Viggo Mortensen, Zuleikha Robinson, Omar Sharif

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.