Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 13. apríl 2004 27 SÝND kl. 6, 8 og 10.10 B.i. 16 SÝND kl. 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI SÝND kl. 6 M/ÍSL TALI BIG FISH kl. 10.10TWISTED kl. 8 og 10.10 B.i. 16 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 LOST IN TRANSLATION kl. 8 STUCK ON YOU kl. 5.30, 8 og 10.30 PETER PAN kl. 6 MEÐ ÍSLENSKU TALI Sýnd kl. 4.30 MEÐ ÍSLENSKU TALISÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 SÝND kl. 8 og 10.10 HHH1/2 kvikmyndir.com HHHH kvikmyndir.is HHH Skonrokk Taktu þátt í Scooby Doo 2 leiknum á www.sambioin.is Páskamynd ársins Án efa einn besti spennuhrollur sem sést hefur í bíó. „The Dawn of the Dead“ er hressandi hryllingur, sannkölluð himnasending. Þá er húmorinn aldrei langt undan. Sem sagt, eðalstöff“ Þ.Þ. Fréttablaðið SÝND kl. 5.45, 8.30 og 10.40 SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 Jimmy the Tulip er mættur aftur í hættulega fyndinni mynd! RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 ENDURNÝJUN OG VIÐHALD E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i Vel heppnuð alþýðu- rokkhátíð á Ísafirði TÓNLIST Það lifnaði heldur betur yfir Ísafirði um páskahelgina en þá hófst árleg skíðavika í bænum og síðan bættist tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, rokkhátíð al- þýðunnar, við en hún gekk vonum framar. Tónleikarnir voru haldnir við Sundahöfn og þar tróðu heimamenn og aðkomufólk upp í bland. Stemningin var gríðarlega góð og líklega hafa um þúsund manns verið á tónleikunum þegar best lét en slíkt verður að teljast býsna gott. Veðrið fyrir utan gerði mönnum lífið leitt en innandyra var stuðið hins vegar alltaf í botni. Hugmyndina að hátíðinni eiga feðgarnir Muggi og Mugison. „Það verður svo margt til þegar ég fæ mér í glas með pabba. Þá kvikna alveg ótrúlegustu hug- myndir,“ segir Mugison, sem réttu nafni heitir Örn Elías Guð- mundsson. Mugison nafnið tók hann upp eftir að faðir hans, sem gjarnan er kallaður Muggi, var klappaður upp á karíókípöbb í Malasíu. Þegar faðir hans var kominn með nóg af söngnum kall- aði hann í son sinn og kynnti hann sem Mugison. Muggi fór á kostum á hátíðinni og þeir feðgar eiga hrós skilið fyr- ir uppátækið og rómurinn var svo góður að það er talað um að Muggi geti lagt Ísafjörð að fótum sér í kjölfar hátíðarinnar. Boðið sig fram til bæjarstjóra eða hvað sem er, slík var ánægjan með rokk- hátíð alþýðunnar. Meðal þeirra tónlistarmanna sem komu fram auk feðganna voru Leaves, Stein- dór Andersen, Trabant og Singa- pore Sling. Þá þeytti bæjarstjór- inn skífur. ■ MUGISON Var í miklum ham á rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði. LÁRA RÚNARSDÓTTIR Kom að sunnan til að spila á hátíðinni. MUGGI Pabbi Mugisons var ekki síður flottur en sonurinn og vinsældir hans í kjölfar hátíð- arinnar eru slíkar að menn eru farnir að tala um hugsanlegt framboð hans til bæj- arstjóra. STUÐ Á STAÐNUM Áhorfendur voru líklega um 1000 þegar mest var en stemningin var frábær allan tímann. DÓRI HERMANNS Sýndi ótrúleg tilþrif á sviðinu en heimamenn þótti ekki gefa gestunum þumlung eftir þegar kom að spilamennsku og leikgleði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.