Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 31
Fréttiraf fólki 31ÞRIÐJUDAGUR 13. apríl 2004 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Keflavík. Alper Mehmet. Los Angeles Times. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Verð frá kr. 29.995.- M.v. hjón með 2 börn, 2 – 11 ára, stökktutilboð, 25.apríl, 24.nætur. Netverð. S24 er sjálfstæð rekstrareining innan Sparisjóðs Hafnarfjarðar Viltu minnka greiðslub yrðina? Sæktu um... WWW.s24.is Sími 533 2424 – Kringlan E in n t v e ir o g þ r ír 3 12 .0 16 Lán til al lt að 15 á ra • Betri vex tir • Lægra lá ntökugjald • Allt að 8 0% veðhlu tfall Fleira en flókaskór í firðinum Við hjá Hrafnistu í Reykjavíkog Hafnarfirði ætlum að halda vorhátíð 2. maí í fjölbraut- arskólanum í Garðabæ,“ segir Lovísa Einarsdóttir, samskipta- fulltrúi Hrafnistu í Hafnarfirði. „Þar verður um klukkutímadag- skrá með ýmsum menningar- atriðum sem heimilisfólk flyt- ur.“ Sem upphitun fyrir vorhátíð- ina var haldin sérstök forsýning í Hafnarfirði þar sem heimilis- fólkið flutti meðal annars ljóð, sýndi grunnæfingar kínversku leikfiminnar tai-chi og kór Hrafnistu söng. „Við vorum fyrst með svona vorhátíð fyrir þremur árum og hún heppnaðist gríðarlega vel. Við viljum koma fram annarri sýn á gamla fólkið en venjulegt er. Það situr ekki bara og horfir niður á skóna. Böðvar Magnús- son, sem tók við félagsstarfinu fyrir fimm árum, hefur til dæm- is lyft grettistaki í sönglífinu. Hann stjórnar kórnum sem hef- ur farið á yfir 40 staði til að syngja og verið mikill gleði- gjafi. Þetta örvar aðra í sama aldurshópi til að gera eitthvað líka og smitar út frá sér. Með félagsstarfinu viljum við endur- vekja kraftinn frá fyrri árum. Það eru margir sem hafa verið í miklu félagslífi og vilja halda því áfram.“ Sjálf stjórnar Lovísa kín- versku leikfiminni og hefur gert frá 1991. „Ég byrjaði með þrjá eða fjóra einstaklinga en hópur- inn hefur nú vaxið mikið. Við höf- um farið á milli og sýnt hvað við erum að gera og það hefur smitað út frá sér eins og fleira.“ ■ Lárétt: 1 ílát, 6 beljaka, 7 ullarhnoðrar, 8 vitfyrrt, 9 frá vöggu til grafar, 10 ættingi, 12 skel, 14 uppistaða, 15 í röð, 16 verk- færi, 17 dvalarheimili, 18 einleikur. Lóðrétt: 1 vökvi, 2 tóm, 3 varðandi, 4 bæjarnafn, 5 sefi, 9 iðka, 11 sögn í spil- um, 13 kvenfugl, 14 tíndi, 17 lést. Lausn. Vorsýning HRAFNISTA ■ Virkt félagsstarf aldraðra. ÍBÚAR HRAFNISTU Í HAFNARFIRÐI Við æfingar á tai-chi, kínverskri leikfimi, á forsýningu fyrir vorhátíð Hrafnistu í Hafnar- firði og Reykjavík sem haldin verður í fjöl- brautaskólanum í Garðabæ 2. maí. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N Lárétt: 1baukar, 6rum,7ló,8óð,9ævi, 10afi,12aða,14lón,15rs,16al,17das, 18sóló. Lóðrétt: 1bróm,2auð,3um,4alviðra,5 rói,9æfa,11nóló,13assa,14las,17dó. Gestir á tónleikum Sugababesundruðust það mjög að Idol- stjarnan Kalli Bjarni skyldi ekki troða upp á undan stúlkunum en þau boð höfðu verið látin ganga út fyrir margt löngu að sigurvegari Idol- keppninnar myndi hita upp á tón- leikunum. Það var þó ekki Idol- stjörnulaust í Höllinni á skírdag þar sem Skytturnar frá Akureyri fengu Önnu Katrínu, sem hafnaði í þriðja sæti stjörnuleitarinnar til þess að taka með sér eitt lag. ILLUGI JÖKULSSON OG JAKOB BJARNAR GRÉTARSSON Kepptu fyrir hönd DV í Spurningakeppni fjölmiðlanna sem Rás 2 stendur fyrir um páskana ár hvert. Blaðið hafði fyrirfram lýst því yfir að það myndi sigra og því var mikið í húfi. Spurningarnar voru erfiðar ogjafnvel leiðinlegar en það kom nokkuð á óvart þar sem Ævar Örn Jósepsson, sem stjórnaði keppninni í ár er ljómandi skemmtilegur mað- ur,“ segir Jakob Bjarnar Grétars- son, blaðamaður á DV, sem hafði sigur í Spurningakeppni fjölmiðl- anna ásamt ritstjóra sínum Illuga Jökulssyni um helgina. Fyrirfram ætluðu DV-menn sér ekkert nema sigur og í frétt sem birtist í blaðinu í lok mars var full- yrt að DV myndi sigra. „Það var alltaf stefnt á sigur og við vorum reyndar búnir að skúbba fréttinni um sigur DV löngu áður en keppnin fór fram, þannig að við gerðum ráð fyrir þessu en það munaði þó reyndar ekki nema hálfu stigi á okkur og Fréttastofu Útvarps í úr- slitunum.“ Sigurinn stóð oftar tæpt þar sem lið DV marði einnig sigur gegn liði Fréttablaðsins með hálfu stigi í undanúrslitum en Fréttablaðsliðið hafði áður lagt lið Morgunblaðsins nokkuð örugglega, auk þess sem sigurvegararnir frá því í fyrra, Fréttastofa Stöðvar 2, máttu lúta í lægra haldi fyrir harðsnúnu Frétta- blaðsliðinu í fyrstu umferð. Jakob segist hafa ætlað að sigla létt í gegnum þetta enda með gam- alreyndan Gettu-betur-dómara sér við hlið. „Illugi segir hins vegar að alzheimerinn sé farinn að ná tökum á sér og hann muni ekki allar þess- ar staðreyndir lengur. Hann er ekki þessi límheili sem hann var en það er svo sem ekki hægt að fara fram á mikil tilþrif í spurningum um fugla og nöfn ráðuneytisstjóra.“ ■ Íslenski kiljumarkaðurinn hefurþroskast hratt og jólabækur síð- asta árs, sem seldust innbundnar í bílförmum, hafa tekið metsölu- listana með trompi í kiljuforminu undanfarið. Það var Jóhann Páll Valdimarsson í JPV-útgáfu sem reið á vaðið með útgáfu nýlegra bóka á kilju og þannig hefur Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson verið að gera það gott og nú hefur Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown, sem Bjartur gaf út í kilju nýlega, skot- ist upp í efsta sæti metsölulista Pennans-Ey- mundssonar. Kiljuútgáfan kom í búðir fyrir tæp- lega hálfum mánuði og hefur selst hratt og örugglega síðan. Stóðu við stóru orðin Sigurvegarar SPURNINGAKEPPNI FJÖLMIÐLANNA ■ fór fram í Ríkisútvarpinu yfir páskana. Þar var hart tekist á en lið DV marði sigur gegn Fréttastofu Útvarps í spennandi úrslitum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.