Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 1
● gefur 1000 eintök af plötu ▲ SÍÐA 31 Setur pressu á skattinn ● æst í að koma til íslands Pink: ▲ SÍÐA 30 Hrópaði af gleði ● tónleikar í kvöld Lars Graugaard: ▲ SÍÐA 27 Semur tónlist með tölvuforriti HEILBRIGÐISMÁL Páll Pétursson, for- maður lyfjaverðsnefndar, sagði að nefndin myndi kynna ákvörðun sína um verðbreytingar á lyfjum á allra næstu dögum. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig efnislega um væntanlega ákvörðun nefndarinn- ar, hvorki hve mikið myndi sparast með lækkaðri álagningu heildsölu- og smásöluverðs, né hversu mikil verðlækkun yrði á einstökum lyfjaflokkum til almennings. Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra sagði, að ætlunin væri að spara samtals 450 milljóna króna með lækkun á lyfjaverði með sam- ræmdum aðgerðum, sem þegar hefðu verið kynntar að hluta. „Við teljum að verðmunur á lyfjum hér á landi annars vegar og á hinum Norðurlöndunum sé of mikill,“ sagði hann. „Norðurlöndin eru dýrt markaðssvæði og það er of mikið að lyf skuli vera allt að 15% dýrari hér heldur en þar.“ Ráðherra sagði að nýverið hefði ráðuneytið kynnt aðgerðir til að spara lyfjaútgjöld hins opinbera. „Þar er svokallað viðmiðunar- verð sjálfsagt umdeildasta atrið- ið,“ sagði Jón. „Það felur í sér að niðurgreiðslan er miðuð við ódýrasta lyfið í hverjum lyfja- flokki. Menn fá þá greiðsluþátt- töku í dýrari lyfjum ef sérstaklega stendur á. Þetta fyrirkomulag tíðkast víðast annars staðar.“ Þá nefndi ráðherra að hætt væri við greiðsluþátttöku í tiltekn- um lyfjaflokkum nema að það væri mat læknis að menn þyrftu þau lyf. Þessar leiðir hefðu verið valdar til að lækka lyfjareikning Tryggingastofnunar án þess að hækka almenna greiðsluþátttöku. Þá kvaðst ráðherra líklega mæla fyrir breytingu á lyfjalögum í þessari viku, þess efnis, að lyfja- verðsnefnd og greiðsluþátttöku- nefnd væru sameinaðar. Fleiri at- riði væru í frumvarpinu, sem mið- aði að því að lækka verð á lyfja- pakka landsmanna, sem næmi 13 milljörðum króna. jss@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MIÐVIKUDAGUR SPILAÐ Í BIKARNUM Þrír leikir verða í deildarbikarnum í fótbolta í kvöld. Í karlaflokki tekur Keflavík á móti Stjörnunni í Reykjaneshöll klukkan 18.45. Í kvenna- flokki verða tveir leikir í Laugardalnum. Klukkan 19 mætast HK/Víkingur og Þrótt- ur. Fjölnir tekur á móti Keflavík klukkan 21. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG SÓLARDAGUR AUSTANLANDS sem nær frá Akureyri austur um til Horna- fjarðar. Gæti rofað til milli skúra sunnan og suðvestanlands en éljagangur á Vestfjörð- um. Sjá síðu 6. 14. apríl 2004 – 101. tölublað – 4. árgangur heilsa ● smáauglýsingar Kynntist karate í gegnum móður sína Bryndís Valbjarnardóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS SVARAR GAGNRÝNI DAVÍÐS Yfir- maður hjá eftirlitsstofnun EFTA vísar gagn- rýni Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á stofnunina á bug. Hann segir afgreiðslu rík- isábyrgðar ekki hafa tekið óeðlilega langan tíma. Sjá síðu 4 ÁTÖK Í MIÐBÆNUM Til átaka kom í miðbæ Reykjavíkur í gærmorgun þegar tveim hópum laust saman á götu úti. Mennirnir voru vopnaður sveðjum og rör- bútum. Sjá síðu 2 SEMUR VIÐ STÖÐ 2? Friðrik Þór Frið- riksson bindur vonir við að samkomulag takist við Stöð 2 um kaup stöðvarinnar á sýningarrétti mynda Íslensku kvikmynda- samsteypunnar. Sjá síðu 2 VILL NÝJA RANNSÓKN Lögmaður aðstandenda barns sem lést eftir fæðingu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur krafist þess að fram fari ný rannsókn á dánarorsök þess. Sjá síðu 8 Mest seldu lyfin lækka verulega Lyfjaverðsnefnd mun á næstunni tilkynna umtalsverða verðlækkun á mest seldu lyfjaflokkunum vegna lækkunar álagningar. Meðal mest seldu lyfjanna eru geðlyf, hjartalyf og magalyf. Minni lækkun verður á lyfjum sem minna eru notuð. Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Ráðherra sent bréf: Óskað eftir tillögum til lausnar JAFNRÉTTISMÁL Lögmaður Hjördísar Hákonardóttur sendi Birni Bjarna- syni dómsmálaráðherra bréf í gær þar sem hann óskar eftir tillögum hans til lausnar á deilu sem komin er upp vegna úrskurðar kæru- nefndar jafnréttismála. Að sögn Atla Gíslasonar, lögmanns Hjördísar, eru engar kröfur settar fram í bréfinu heldur var því beint til Björns að hann sendi Atla tillögur til lausnar á mál- inu ef hann hefði þær. „Ég vona að hann komi fram með tillögu um góða lausn í málinu,“ seg- ir Atli. Aðspurður segir hann ýtrustu kröfur vera skaðabætur sem yrði mismunur á launum Hjördísar nú og laununum sem hún hefði haft ásamt lífeyrisréttindum. Sjá nánar síðu 6 STRÍÐINU Í ÍRAK MÓTMÆLT Fjöldi Ítala safnaðist saman fyrir framan þinghúsið í Róm til að mótmæla stríðinu í Írak. Fjögurra Ítala sem unnu sem verktakar fyrir bandarískt fyrirtæki er saknað síðan á mánudag. Fjöldi útlendinga hefur verið tekinn í gíslingu á síðustu vikum. ÍRAK Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að vegna átaka síðustu daga komi ekki til greina að samtökin sendi fjölmennt starfslið til Írak í nán- ustu framtíð. Sameinuðu þjóðirn- ar kölluðu alla erlenda starfs- menn sína heim frá Írak í október síðastliðnum eftir mannskæðar árásir á höfuðstöðvar samtakanna í Bagdad. Annan segir að hernámsliðið verði að stilla til friðar í Írak svo hægt verði að framselja völdin í hendur heimamanna hinn 30. júní eins og fyrirhugað er. Átökin síð- ustu daga hafa torveldað störf sendinefndar SÞ sem er í Írak til að aðstoða heimamenn við að mynda bráðabirgðastjórn og und- irbúa kosningar. Að minnsta kosti 78 bandarísk- ir hermenn hafa látist og 561 særst í átökum í Írak það sem af er aprílmánaðar, að sögn tals- manns Bandaríkjahers. Bandarík- in hyggjast senda 10.000 hermenn til viðbótar til Írak til að freista þess að ná tökum á ástandinu. Sjía-klerkurinn Moqtada al- Sadr, sem er einn helsti andstæð- ingur Bandaríkjamanna í Írak, hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að láta lífið fyrir mál- stað sinn. Al-Sadr hvetur íraska hermenn til að ganga í lið með uppreisnarmönnum og hrekja Bandaríkjamenn á brott. Sjá nánar síðu 14 Bandaríkjaher hefur misst tökin á ástandinu: Sameinuðu þjóðirnar ekki á leið til Írak AP /M YN D Ríkið: Fótbolti: Áhangendur til leigu ÞÝSKALAND Hópur þýskra fótbolta- áhangenda hafa auglýst stuðning sinn til sölu fyrir greiðslu í formi pylsu og bjórs. Lið þeirra, SC Goettingen, varð gjaldþrota og því geta áhangendurnir ekki leng- ur stutt sína menn. Þeir hafa stofnað félagið „Áhangendur án liðs“ og segjast hafa fengið svo mikil viðbrögð að þeir gætu auð- veldlega mætt á fótboltaleik um hverja helgi það sem eftir er leik- tímans. Að sögn talsmanns félagsins var tilgangurinn með stofnun þess að halda Goettingen-áhang- endum saman. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.