Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 2
2 14. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR Nei, síður en svo og sem betur fer á launafólk marga eindregna tals- menn á Alþingi í fleiri en einum flokki. Þeir mættu þó vera fleiri. Ögmundur Jónasson er þingmaður Vinstri grænna og jafnframt formaður BSRB. Formaður Starfs- greinasambandsins sagði viðtali við Fréttablaðið að pólitíkusar væru hættir að taka mark á verka- lýðshreyfingunni og bilið milli stjórnmála og verkalýðsbaráttu hefði aldrei verið breiðara. Spurningdagsins Ögmundur ertu hættur að taka mark á sjálfum þér ? LÖGREGLUMÁL „Þarna laust saman tveim hópum manna og það var nokkuð greinilegt að í öðrum voru Íslendingar en hvaðan hinir voru veit ég ekki,“ segir Erlendur Sig- urðsson, dyravörð- ur á veitingastaðn- um Dubliner, en hann varð vitni að vopnuðum átökum tveggja hópa að- faranótt mánudags í Naustunum, milli Tryggvagötu og H a f n a r s t r æ t i s . Kom til ryskinga milli tveggja manna með þeim afleiðingum að félagar þeirra sóttu sér rörbúta og önnur vopn úr nálægum bíl. Einn maður var með heimatilbúna sveðju sem hann sveiflaði óspart um sig með þeim afleiðingum að tveir slösuðust lítillega, þar af ein stúlka sem lenti á milli þegar hún leitaði leigubíls. Lögregla handtók nokkra menn vegna málsins og gerði vopn þeirra upptæk en öllum var sleppt eftir yfirheyrslur. Ekki er ljóst nákvæmlega með hvaða hætti átökin hófust en vitni segja að litlu hefði mátt muna að illa færi enda vopnin skæð og mönnunum heitt í hamsi. Flestir vegfarendur héldu öruggri fjar- lægð meðan átökin gengu yfir en lögregla var fljót á vettvang. Erlendur segist hafa gengið á milli áður en allt fór í bál og brand. „Ég sá þann sem hélt á sveðjunni og gekk að honum og tók hana í mína vörslu. Lögreglan kom ör- skömmu síðar og handtók nokkra aðila vegna átakanna svo það varð ekkert stórmál úr. Ég man ekki til þess að hafa upplifað slíkt hér áður.“ Erlendur segir að sveðjan hafi greinilega verið heimatilbúin en flugbeitt og auðvelt að valda mikl- um skaða með slíku vopni. „Það var útlendingur sem hélt á henni en mér fannst samt greinilegt að Íslendingarnir áttu upptökin að þessum átökum,“ segir Erlendur. Hörður Jóhannesson yfirlög- regluþjónn sagði ekkert benda til að um gengi hefði verið að ræða. „Það bendir ekkert til þess að svo sé þó að útlendingar hafi átt hlut að máli,“ segir Hörður. „Það bendir heldur ekkert til að þetta hafi verið að yfirlögðu ráði enda báru mennirnir vopnin ekki á sér í upphafi. Þau voru sótt eftir að átök brutust út og því ekki hægt að segja að þetta hafi verið skipu- lagt með neinum hætti.“ albert@frettabladid.is Sala kvikmynda Íslensku kvikmyndasamsteypunnar: Rætt við Íslenska útvarpsfélagið KVIKMYNDIR „Ég er nokkuð bjart- sýnn. Viðræðurnar ganga vel og það kemur endanlegt svar af þeirra hálfu á morgun, fimmtu- dag,“ sagði Friðrik Þór Friðriks- son kvikmyndagerðarmaður. Viðræður um kaup Íslenska útvarpsfélagsins á öllum mynd- um Íslensku kvikmyndasam- steypunnar voru teknar upp að nýju í gær eftir að Ríkisútvarp- ið dró til baka tilboð sitt um kaup á myndum sem samsteyp- an á sýningarrétt að. Íslenska útvarpsfélagið samþykkti í fyrra að kaupa sýningarréttinn en Ríkisútvarpið bauð þá betur. Nýverið gerði framkvæmda- stjóri Sjónvarpsins svo samning um kaupin með fyrir- vörum. Útvarpsráð hafði blessað samn- inginn en útvarps- stjóri hafnaði hon- um enda hart í ári og niðurskurður framundan hjá stofnuninni. Íslenska kvik- myndasamsteypan skuldar um hálfan milljarð króna en greiðslustöðvun fyrirtækisins rennur út á næstu dögum. Landsbankinn er stærsti lánar- drottinn fyrirtækisins og hefur stýrt viðræð- um um sölu sýningar- réttarins. Samsteypan á sýn- ingarrétt á rúmlega 30 íslenskum kvikmynd- um og var rætt um að Ríkisútvarpið keypti sýningarréttinn til allt að 30 ára fyrir rúmar 70 milljónir króna. Eftir að Ríkisút- varpið hætti við voru á ný teknar upp viðræð- ur við Íslenska útvarpsfélagið. Rætt er um lægra kaupverð og sýningarrétt í 10–15 ár. ■ Grunnskólakennarar: Samninga- fundir í dag KJARAMÁL Samninganefndir grunnskólakennara og sveitar- félaga hittast að nýju klukkan 10 hjá ríkissáttasemjara en hlé var gert á viðræðum fyrir páskahátíðina. Kjarasamningur grunnskóla- kennara við sveitarfélög rann út í lok mars. Kennarar krefjast þess með- al annars að breytingar verði gerðar á vinnutíma og byrjunar- laun kennara verði 250 þúsund krónur, en þau eru 175 þúsund í dag. Fyrir pákshlé hafði lítið þok- ast í samkomulagsátt. ■ Sjómenn og LÍÚ: Sjá ekki til lands KJARAMÁL Viðræður Sjómannasam- bands Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna hefjast á nýjan leik á mánudag eftir páskahlé. Kjarasamningur milli sjómanna og útvegsmanna rann út um síðustu áramót og vísaði Sjó- mannasambandið kjaraviðræðun- um til ríkissáttasemjara um miðj- an janúar. Fundir hafa verið haldn- ir á sjö til tíu daga fresti en ekkert hefur þokast í samkomulagsátt. Vonir eru þó bundnar við að sjó- menn og útvegsmenn nái saman um nýjan kjarasamning án af- skipta ríkisvaldsins en tveir síð- ustu kjarasamningar hafa komið með lagasetningu frá Alþingi. ■ KONA BITIN AF KONU Kona var bitin til blóðs af annarri konu við skemmtistað í miðborginni að- faranótt sunnudags. Konan var bitin þegar hún ætlaði að koma hinni konunni til hjálpar þar sem hún stóð í rifrildi við kærasta sinn. Þá var önnur kona flutt á slysadeild eftir að hún var bitin í fingur og barin í höfuðið með flösku. HLUTU HÖFUÐÁVERKA Í MIÐ- BÆNUM Maður hlut áverka á höfði eftir að sparkað hafði verið ítrekað í höfuð hans á skemmti- stað í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Þá var kona flutt á slysadeild eftir að hún var barin í höfuðið með flösku. Ekki er vitað hver beitti flöskunni. LÍKAMSÁRÁS Í REYKJAVÍK Tveir menn veittust að öðrum manni fyrir utan skemmtistað í mið- borginni aðfaranótt sunnudags. Þeir slógu hann niður og spörk- uðu í höfuð hans. Starfsmenn skemmtistaðarins björguðu þeim sem varð fyrir árásinni inn í hús. Árásarmennirnir flúðu af vett- vangi. EFTIRLIT Í KRISTJANÍU Ráðist var á danska lögreglumenn sem voru að sinna eftirlitsstörfum í fríríkinu Kristjaníu. Óeirðir í Kristjaníu: Tylft manna handtekin KAUPMANNAHÖFN Tólf menn voru handteknir þegar til átaka kom milli lögreglu og ungmenna í frí- ríkinu Kristjaníu í Kaupmanna- höfn síðdegis í gær. Átökin brutust út þegar hópur ungmenna hóf að kasta grjóti og púðurkerlingum í um tuttugu lög- reglumenn sem voru í eftirlits- ferð á svæðinu. Hátt í eitt hund- rað lögreglumenn voru sendir á vettvang til að aðstoða starfs- bræður sína. Að sögn lögreglu dreif að fjölda fólks þegar fregnir bárust af átökunum og gengu margir til liðs við ungmennin her- skáu. ■ Endurbætt Þjóðminjasafn opnar í september: Langri þrautasögu að ljúka MENNING Landsmenn geta barið aug- um eina glæsilegastu þjóðminja- og sögusýningu sem sett hefur verið upp hérlendis þegar endurbætt Þjóðminjasafn opnar aftur fyrir al- menning þann 1. september. Eru iðnaðarmenn að leggja lokahönd á uppbyggingarstarfið og standa von- ir til að því ljúki í næsta mánuði. Safnið verður afar ólíkt því sem áður var en í húsinu verða auk tveg- gja stórra sýningarsala, kaffihús, safnverslun, fullkominn fyrirlestar- salur og kennslustofa fyrir skóla- hópa sem áhuga hafa. Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður segist afar ánægð með að sjá loks fyrir endann á verkinu en sem kunnugt er hefur safnið verið lokað um árabil vegna framkvæmd- anna. „Að vissu leyti má segja að tafirnar sem orðið hafa á opnun séu af hinu góða enda hefur það gefið okkur færi á að skipuleggja alla undirbúningsvinnu og sýningar mun betur fyrir vikið. Almenningur mun sjá gríðarlega breytingu frá því sem áður var enda verður safnið með nú- tímasniði og nýjustu straumar í sýn- ingartækni verða notaðir til að koma þjóðararfinum á framfæri.“ Nú eru liðin 60 ár síðan Þjóð- minjasafnið var reist en það var í tilefni stofnunar lýðveldisins árið 1944 sem Alþingi ákvað byggingu þess. ■ Landssímamálið: Dómtekið í dag DÓMSMÁL Landssímamálið verður dómtekið klukkan níu í dag. Ekki verður ljóst fyrr en eftir þingfestingu hvort dómurinn verður fjölskipaður og er það dómstjóra að ákveða. Búast má við að aðalmeðferð málsins muni taka nokkrar vikur. Málið er talið vera stærsta fjársvikamál sem upp hefur komið hér á landi. ■ BJARTSÝNN Friðrik Þór Friðriksson bindur vonir við að samkomulag takist. ■ Líkamsárásir ÁTÖK Í MIÐBÆNUM Heimatilbúin sveðja var gerð upptæk svo og rörbútar af ýmsu tagi er til ryskinga kom milli tveggja manna og kunningja þeirra í miðbæ Reykjavíkur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ Það bendir heldur ekkert til að þetta hafi verið að yfir- lögðu ráði enda hafi þeir sem báru vopn sótt þau eftir að átök hófust. Vopnuð átök í miðbænum Til átaka kom í miðbæ Reykjavíkur í gærmorgun þegar tveim hópum laust saman á götu úti. Litlu mátti muna að saklausir vegfarendur lentu á milli en mennirnir voru vopnaðir sveðjum og rörbútum. LANDHELGISBÁTURINN INGJALDUR Fyrsti safngripurinn sem fluttur er í endurbætt Þjóðminjasafn er báturinn Ingjaldur sem Hannes Hafstein notaði þegar hann réðst gegn breskum landhelgisbrjótum 1899. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.