Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 12
12 14. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Evrópa BRUNNIN BÍLFLÖK Hátt í fjörutíu bílar brunnu til kaldra kola þegar olíuflutningabíll lenti í árekstri og sprakk í loft upp í Estella á Spáni. Tveir slösuðust í árekstrinum. KANADA, AP Mestu selveiðar sög- unnar hófust á eyjum við austur- strönd Kanada í gær þrátt fyrir hávær mótmæli umhverfis- og dýraverndunarsinna. Um tólf þúsund selveiðimenn héldu út í eyjarnar í gær en kanadísk stjórnvöld hafa veitt þeim heimild til að veiða ríflega 300 þúsund seli. Stjórnvöld telja að veiðarnar muni ekki hafa áhrif á selstofninn. Stofninn í Norður Atlantshafi telur um 5,2 milljónir sela og telja stjórnvöld að veið- arnar muni hafa góð áhrif á vist- kerfið á svæðinu þar sem selurinn sé að ganga frá ýmsum fiskistofn- um dauðum. Talið er að veiðarnar muni skila um 20 milljónum dollara í tekjur en verð á skinninu er mjög hátt um þessar mundir. ■ Forseti Ísraels í opinberri heimsókn í Ísrael: Komið í veg fyrir morðtilræði UNGVERJALAND, AP Komið var í veg fyrir morðtilræði gegn Moshe Katsav, forseta Ísraels, í Ung- verjalandi að sögn ungversku lög- reglunnar. Katsav, sem er í Likudflokki Areils Sharon forstætisráðherra, kom í gær í þriggja daga opinbera heimsókn til Ungverjalands þar sem hann mun meðal annars opna safn til minningar um helförina gegn gyðingum. Lögreglan segist hafa fengið upplýsingar um að til stæði að fremja hryðjuverk á meðan á heimsókn forsetans stæði. Í framhaldinu hafi rann- sókn farið í gang og þrír menn af arabískum uppruna verið hand- teknir. ■ ÞÚSUNDIR HEIMILA UMFLOTIN VATNI Flóð hafa lamað athafnalíf og samgöngur í norðvesturhluta Bosníu. Í fyrradag voru þúsundir heimila umflotin vatni og lýst var yfir neyðarástandi á stóru svæði við árnar Vrbas og Lavsa. Sjálf- boðaliðar hafa flutt fjölda manna á brott frá heimilum sínum og herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu. KAUPSÝSLUMAÐUR MYRTUR Að minnsta kosti fjórir létu lífið og tveir særðust þegar brynvarin bif- reið rússnesks kaupsýslumanns var sprengd í loft upp í Moskvu. Maður á vélhjóli ók upp að bílnum á gatnamótum og lagði sprengjuna á þakið. Sprengjan sprakk sam- stundis. Maðurinn sem kom sprengjunni fyrir var á meðal þeirra sem létust. NOREGUR Ránsfengurinn í bankaráninu hjá Norsk Kont- antservice í Stafangri er talinn vera á bilinu sex hundruð til millj- arður íslenskra króna. Heimildir norska blaðsins Verdens Gang herma að ránsfengurinn hafi ver- ið um 60 milljónir norskra króna. Samkvæmt eftirlitsmyndavélum í bankanum fóru ræningjarnir með minnst sex stóra peningasekki út úr bankanum. Talið er að hver sekkur rúmi hundrað milljónir ís- lenskra króna. Hugsanlegt er talið, samkvæmt heimildurm norrænna fjölmiðla, að ránsfengurinn hafi verið meiri, eða allt að milljarður íslenskra króna. Þetta er langstærsti ránsfengur í norskri glæpasögu að lágmarki helmingi meiri en í stærsta ráni í Noregi hingað til. Sé hærri talan raunin er ránið í Stafangri það stærsta á Norðurlöndum. Ræn- ingjarnir skutu lögreglumann til bana við ránið. Samkvæmt heim- ildum Verdens Gang er talið að óvenju miklir fjármunir hafi verið hjá Norsk Kontantservice þegar ránið var framið. Meðal annars helgarinnkoma margra stórversl- ana og verslunarkjarna. ■ GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! G. FORCE profiler eru ný og glæsileg High-Performance-dekk frá BFGoodrich. Þú færð þessi dekk á ótrúlegu verði hjá okkur. JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI Kosningar í Suður-Afríku: Mbeki sigurviss SUÐUR-AFRÍKA, AP Flest bendir til þess að Afríska þjóðarráðið, undir forystu Thabos Mbekis forseta, vinni yfir- burðasigur í þingkosningunum sem fram fara í Suður-Afríku í dag. Afríska þjóðarráðið hefur farið með völdin í Suður-Afríku síðan fyrstu lýðræðislegu kosningarnar voru haldnar fyrir tíu árum. Í viðtali við BBC viðurkennir Mbeki að lífskjör almennings í Suður- Afríku hafi lítið batnað á síðustu árum en ítrekar þó að breytingar séu í vændum. Stjórnarandstæðingar saka Afríska þjóðarráðið um hafa ekki gripið til aðgerða til að minnka bilið milli ríkra og fátækra og hefta útbreiðslu alnæmis. Áætlað er að um fimm milljónir manna séu smitaðar af HIV-veirunni í Suður-Afríku og telja hjálparsamtök að um 800.000 alnæmissjúklingar séu of veikburða til að mæta á kjörstað. ■ Ríflega 300 þúsund selir drepnir: Mestu selveiðar sögunnar SELUR Talið er að veiðarnar muni skila um 20 milljónum dollara í tekjur. FORSETAR Moshe Katsav, forseti Ísraels og Ferenc Madl, forseti Ungverjalands, hlýða á þjóðsöngva landanna fyrir fund þeirra í forsetahöllinni í Búdapest. STÆRSTU RÁN SÍÐUSTU ÁRA Á NORÐURLÖNDUM Nóvember 1990: Gotabanken í Stokk- hólmi rændur; ráns- fengur 900 milljónir íslenskra króna. Júlí 1995: Fjárgeymsla í Täby rænd, ránsfengur tæp- ar 300 milljónir íslenskra króna. Nóvember 2000: Bílstjóri peningaflutn- ingafyrirtækis hverfur eftir mánuð í starfi, ránsfengur 400 millj- ónir íslenskra króna. Október 2002: Rán á Arlandaflugvell- inum, ránsfengur 400 milljónir íslenskra króna. Mars 2003: Starfsmenn Securitas rændir í Linköping, ránsfengur 250 millj- ónir íslenskra króna. TÓK TÓLF MÍNÚTUR Ránið í Stafangri var þrautskipulagt og tólf mínútum eftir að það hófst voru ræningjarnir á bak á burt með jafnvirði minnst sex hundruð milljóna íslenskra króna. VIÐ STAFANGUR Sérsveitarmenn lögreglunnar komu fljótlega á vettvang og leituðu ræningjanna. Ránsfengurinn í Stafangri: Tóku yfir hálfan milljarð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.