Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 14
ÍRAK, AP Alþjóðlegu mannrétt- indasamtökin Human Rights Watch krefjast rannsóknar á meintum mannréttindabrotum bandaríska hernámsliðsins í borginni Falluja í Írak. Talið er að allt að 700 Írakar hafi fallið og yfir 1.200 særst síðan Banda- ríkjaher skar upp herör gegn uppreisnarmönnum í borginni fyrir rúmri viku. Íraskir embættismenn og starfsmenn sjúkrahúsa halda því fram að meirihluti fórnar- lambanna í Falluja hafi verið óbreyttir borgarar en talsmenn bandaríska hersins fullyrða að flestir hinna föllnu hafi verið vopnaðir uppreisnarmenn. Íraskir stjórnmálamenn hafa sakað Bandaríkjamenn um að ráðast á óbreytta borgarbúa til að hefna fyrir morð og limlest- ingar á fjórum bandarískum verktökum í byrjun síðustu viku. Fjöldi manna hefur flúið frá Falluja síðustu daga og flutt fregnir af miskunnarlausum árásum Bandaríkjahers. Að sögn hjálparstarfsmanna hefst 14 14. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR FYLGST MEÐ ORRUSTUÞOTU Bandarískur hermaður fylgist með F-15 orrustuþotu bandaríska flughersins gera árás á vígi uppreisnarmanna í Falluja í Írak. SVEITARSTJÓRNARMÁL „Nú hefur bærinn eignast allt landið á þess- um stað og hæg heimtökin að reisa þarna íbúðabyggð innan skamms tíma,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnar- fjarðar. Samþykkt var á fundi bæjarráðs í síðustu viku að kaupa tvö einkafyrirtæki út úr félagi um uppbyggingu Norður- bakkasvæðisins í bænum. Vonast bæjaryfirvöld til þess að innan tíðar verði hægt að reisa fjölda íbúða á því svæði sem um ræðir enda hafa margir byggingaaðilar sóst eftir lóðum þeim sem eftir verða þegar þær byggingar sem þar eru núna verða rifnar. Lúðvík segist ánægður að þessum áfanga sé náð og nú sé hægt að klára skipulagsvinnu og vonandi hefja byggingu íbúðanna sem fyrst enda margir haft sam- band og sýnt áhuga að búa á þess- um stað. „Uppkaupin kosta bæ- inn um 600 milljónir króna en við erum bjartsýnir á að þessi út- gjöld skili sér aftur með sölu byggingarréttar og gatnagerðar- gjalda á svæðinu. Miðað við þann íbúafjölda sem áætlanir gera ráð fyrir að búi þarna í framtíðinni er engin ástæða til að óttast annað.“ ■ www.kbbanki.is Draumur fermingarbarnsins getur or›i› a› veruleika me› a›sto› Framtí›arbókar. Me› flví a› ávaxta fermingarpeningana á Framtí›arbók er lag›ur grunnur a› flví a› stórir draumar geti or›i› a› veruleika í framtí›inni. Gjafakort fyrir Framtí›arbókina fást í öllum útibúum KB banka. Láttu draumana rætast! FRamtíDaRBóK- ÉG Á MÉR DRAUM Ver›trygg›ur sparireikningur, sem ber 6% vexti. Innstæ›an ver›ur laus til úttektar vi› 18 ára aldur. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 8 4 5 • s ia .i s Hrottaleg nauðgun og morð á Gaza: Dæmdir til dauða PALESTÍNA, AP Þrír menn hafa verið dæmdir til dauða af palestínskum dómstól á Gaza fyrir að nauðga og myrða sextán ára stúlku í septem- ber. Fjórði maðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Málið vakti mikla reiði meðal Palestínumanna þegar það kom upp en ofbeldisglæpir gagnvart konum eru óalgengir á meðal íhaldssamra múslima á Gaza. Á meðan á réttarhöldunum stóð safnaðist fólk saman fyrir utan réttarsalinn og hrópaði slagorð og krafðist þess að mennirnir yrðu dæmdir til dauða. Hinir dæmdur eru á aldrinum 19–24 ára. Þeir nauðguðu stúlkun- ni nokkrum sinnum áður en þeir myrtu hana og fleygðu líkinu í ruslagám. Líkið fannst síðar á öskuhaugum. ■ Bandaríkjaher sakaður um mannréttindabrot Bandaríski herinn hefur verið sakaður um mannréttindabrot í Falluja. Um fjörutíu erlendir ríkisborgarar eru í haldi uppreisnarmanna en tals- menn Bandaríkjahers segjast ekki ætla að semja við mannræningjana. HERÞYRLA SKOTIN NIÐUR Bandarísk herþyrla var skotin niður skammt frá Falluja í Írak í gær. Áhöfnin komst lífs af en bandaríski herinn brenndi þyrluna til að koma í veg fyrir að farið yrði ránshendi um hana. Norðurbakkinn í Hafnarfirði: Uppkaup kostuðu bæinn 600 milljónir NORÐURBAKKINN Stefnt er að því að skipuleggja íbúðabyggð á svæðinu í framtíðinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T R EY N IS SO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.