Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 17
Toyota Tacoma 4x4 árg. ‘95, með 2700 vél, 4 cyl., vsk. bíll. Uppl. í s. 894 2170. Jayco fellihýsi árg.2001 Útdregin hlið, fortjald, Sólarsella, heitt & kalt vatn, wc, útisturta, gas/díselmiðstöðvar og ýmsir fylgihlutir. Sjón er sögu ríkari. Verð 1.500.000. Uppl í síma 893 3535. Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 98 stk. Keypt & selt 25 stk. Þjónusta 38 stk. Heilsa 4 stk. Skólar & námskeið 4 stk. Heimilið 17 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 24 stk. Atvinna 25 stk. Tilkynningar 2 stk. Góðan dag ! Í dag er miðvikudagur 14. apríl, 105. dagur ársins 2004. Reykjavík 5.58 13.28 21.00 Akureyri 5.36 13.13 20.51 Heimild: Almanak Háskólans sólarupprás hádegi sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Starf útfararstjóra útheimtir mikla sál- ræna orku, eins og gefur að skilja. Margir vita ekki að útfararstjórn krefst einnig lík- amlegs atgervis, því kistuburður og kistu- lagning eru hluti þeirra verka sem útfarar- stjóri sinnir í daglegri vinnu. Bryndís Val- bjarnardóttir, útfararstjóri hjá Útfarar- stofu Íslands og Útfararstofu Hafnarfjarð- ar, hefur iðkað austurlenska bardagaíþrótt í ein sjö ár og segir karate ekki einungis halda hennar góða formi við, heldur einnig styrkja sig andlega eftir erfiða daga. „Starfið er krefjandi, en æfingarnar losa um spennu og með þessu kerfi endurnýja ég orku mína. Að loknu dagsverki er freist- andi að leggjast upp í sófa, en með því að drífa mig á karateæfingu get ég ekki ein- ungis veitt mér uppbyggilega hreyfingu, heldur einnig skilið við daginn og heimsótt annað umhverfi.“ Bryndís kynntist íþróttinni í gegnum móður sína, Guðlaugu Gunnarsdóttur, sem dreif dótturina á æfingu hjá Karatefélagi Reykjavíkur. Þær æfðu um árabil saman, en móðirin, sem er flugfreyja hefur, vegna anna, ekki sótt æfingar undanfarin tvö ár. Heimsóknin á karateæfingu skilar brátt Bryndísi fyrsta dan í karate, en svo heitir hið eftirsótta svarta belti. Bryndís segir Okinawa Goju-Ryu, stílinn sem hún æfir eftir, hafa veitt sér meira sjálfsöryggi og einbeitingu. „Ég var enn við nám í guð- fræði þegar ég kynntist karate og þurfti reglulega að halda fyrirlestra frammi fyrir skólafélögum mínum. Sennilegast hefði ég þurft á ákveðniþjálfun að halda, en æfing- arnar komu þess í stað. Karate byggir á miklum hluta til á ákveðniþjálfun sem sjálfsaga og styrkir um leið einbeitinguna til mikilla muna. Fyrirlestrarnir, sem áður voru kvöð, urðu hreinasti barnaleikur skömmu eftir að ég byrjaði að æfa.“ Í dojoinu, en svo heitir æfingasalurinn, hljóta að skarast tveir menningarheimar, þar sem fulltrúar kristinna boðorða iðka austurlenskar bardagalistir sem byggja á heimspeki búddatrúar og japönskum hefð- um. Bryndís bendir á í því samhengi að Búddamunkar hafi ekki barist með vopn- um, heldur notað líkama sinn til varnar- bragða. Þjálfunin sé ekki síður fólgin í inn- hverfri íhugun og sannur karatemaður noti aldrei kunnáttu sína til fullnustu í raun- verulegum aðstæðum. „Karate byggir fyrst og síðast á varnartækni, ekki árásarbrögð- um. Þó kristin trú boði að ávallt skuli rétta fram hinn vangann, er engu að síður ástæðulaust að leyfa barsmíðar. Þessari íþrótt er þó ekki ætlað að berast út á götu. Vitneskjan um eigin getu, ætti að gera það eitt að verkum að hafa aldrei frumkvæði að átökum.“ Kynntist karate gegnum móður sína: Saklaus skemmtun skilar brátt svarta beltinu Kynlíf getur dregið úr líkum á krabbameini í blöðruhálskirtli. Stöðugt bætast við rannsóknir sem sýna fram á að karlmenn geta lagt sitt af mörkum til að draga úr líkum þess að þeir fái krabbamein í blöðruhálskirtli á miðjum aldri. Ein þeirra sýnir fram á að því oftar sem menn hafa sáðlát þeim mun ólík- legra er að þeir fái krabbamein í blöðruhálskirtil. Nærri 30.000 karl- menn tóku þátt í þessari rannsókn. Rannsóknarhópurinn sem hafði oftast sáðlát, eða 13–20 sinnum í mánuði, var 14–33 % ólíklegri til að fá krabba- mein í blöðruháls- kirtil en meðal- tal karlmannanna. Talsmaður rannsóknarinnar kveður þó of snemmt að hvetja menn til að breyta kynlífshegðun sinni til að draga úr líkum á krabbameini í blöðruhálskirtli. Fleira getur þó gert mönnum gott á þessu sviði en meira kynlíf. Á dögunum var kynnt á krabba- meinsráðstefnu í Orlando niður- staða rannsóknar sem sýndi að líkur karlmanna með mikinn E- vítamínforða á að fá krabbamein í blöðruhálskirtil væri minni en annarra karla. Rannsóknin sýndi líka að það gefur mun betri ár- angur að borða E-vítamínríkan mat en að taka vítamínið í töfluformi. Dæmi um grænmeti með háu E- vítamíninni- haldi eru sól- blómafræ, spínat, möndlur og paprika. Þriðja rannsóknin sýnir fram á að þeir sem neyta sojasósu eða afurða sem innihalda sojasósu draga úr líkum á að fá krabba- mein í blöðruháls- kirtil, auk þess sem þeir eru ólík- legri til að fá skalla en aðrir karlmenn. Til- gangur þessar- ar rannsóknar var að komast að því hvers vegna japansk- ir karlmenn fá síður krabba- mein í blöðru- hálskirtil en bræður þeirra í hinum vest- ræna heimi. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR HEILSUNA FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA O.FL. „Salsa virðist vera að ná festum í vitund dansfíkla hér á landi. Það sem ein- kennir salsadans er létt- leiki og gleði,“ segir Edda Blöndal, sem stendur fyr- ir þriggja daga námskeið- um í salsa. Kennari er Al- fred Gema sem kennir í salsaklúbbum í Stokk- hólmi.“ Ég kynntist Al- fred síðasta sumar þegar ég byrjaði að dansa og ákvað að prófa þetta hér heima. Þetta er þriðja skiptið sem Alfred heldur námskeið hérna, en hann er kominn með Íslands- bakteríuna.“ Námskeiðin hefjast á fimmtudag og eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Þau enda svo á salsaveislu. „Þá eldum við saman og dönsum,“ segir Edda. „Þetta er afar heil- brigð skemmtun, enda hvorki reykt né drukkið á þessum kvöldum.“ Nánari upplýsingar fást á heimasíðunni thors- hamar.is/salsa. Salsanámskeið: Heilbrigð skemmtun Nú les ég úr Jóhannesarguð- spjalli... og ég vil taka það fram að hempan mín er í þvotti! Í sundi í nær 40 ár BLS. 3 Bryndís Valbjarnardóttir „Við æfingar verður hugurinn eitt með himni og jörðu.“ Edda Blöndal og Alfred Gema Í léttri salsasveiflu. Okinawa Goju Ryu karate Beltakerfi, litir og gráður 10 kyu Hvítt belti með tveimur gulum röndum 09 kyu Gult belti 08 kyu Gult belti með einni grænni rönd 07 kyu Gult belti með tveimur grænum röndum 06 kyu Grænt belti 05 kyu Grænt belti með brúnni rönd 04 kyu Grænt belti með tveimur brúnum röndum 03 kyu Brúnt belti 02 kyu Brúnt belti með svartri rönd 01 kyu Brúnt belti með tveimur svörtum röndum Shodan Svart belti af fyrstu gráðu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.