Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 26
18 14. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Konan mín Laust fyrir miðnætti þann 13.apríl 1912 sigldi farþegaskipið Titanic á ísjaka með þeim afleið- ingum að skrokkurinn rifnaði og skipið byrjaði að sökkva í Norður Atlantshafið. Skipið, sem var eitt það stærsta og glæsilegasta sem sögur fóru af, hafði lagt upp í jóm- frúarferð sína frá Southampton á Englandi fjórum dögum áður en ferðinni var heitið yfir Atlants- hafið til Bandaríkjanna. Titanic var hannað af írska skipasmiðnum William Pirrie og var talið hraðskreiðasta skip í heimi og þá trúðu menn því einnig eins og nýju neti að skipið gæti ekki sokkið. Skipsskrokknum var skipt í 16 hólf sem áttu að vera með öllu vatnsheld og því máttu fjögur hólfanna fyllast af sjó án þess að hættulegur halli kæmi á skipið. Þetta dugði þó ekki til þegar skip- ið klessti á ísjaka og það flæddi inn í fimm hólf og klukkan 20 mín- útur yfir tvö hvarf ferlíkið ofan í djúpið um það bil þremur klukku- stundum eftir áreksturinn við jakann. Ofurtrúin á skipið varð til þess að öryggisráðstafanir voru í lág- marki og vegna skorts á björgun- arbátum og skipulagsleysis fórust 1.500 manns með skipinu en þeir sem hurfu ekki með því ofan í djúpið frusu í hel í sjónum. Af þeim um það bil 700 sem komust lífs af úr sjávarháskanum voru konur og börn í meirihluta. ■ REYNIR KRISTJÁNSSON Reynir Kristjánsson Ég og konan mín höfum veriðsaman lengi og hún er hlý, góð og traust manneskja með stórt hjarta; frábær móðir og mikill vinur.“ Reynir Kristjánsson, þjálfari körfuknattleiksliðs Hauka. ■ Hátíðarsýning á Sirkús verðuropinbera hliðin á afmælis- fagnaðinum, síðan ætlum við að halda okkur sjálfum hóf og opna vef félagsins sem verður okkar miðstöð á netinu þegar fram líða stundir,“ segir Þorgeir Tryggva- son, formaður leikfélagsins Hug- leiks sem er 20 ára í dag. „Þetta er stórt félag, með um hundrað manns á félagaskrá og hjá okkur eru ennþá starfandi stofnfélagar leikfélagsins. Það hefur verið mikil samfelld gróska í félaginu frá stofnun og alltaf komið leikrit á hverju ári. Það bætist líka alltaf við kraftmikið og skemmtilegt fólk sem gef- ur skemmtilegan stíganda í starfsemina.“ Leikfélagið leggur mikla áherslu á frumsamin leikrit og auk búningahöfunda, leikara og annarra þeirra sem nauðsynlegir eru til að koma upp leikriti eru ótal leik- ritahöfundar. „Fyrsta árið var sett á svið elsta leikritið sem fannst á Borgarbóka- safninu en árið eftir var Skugga- Björg sett upp, þar sem kynjunum hafði verið snúið við og svo mörgu var breytt að þetta er talið fyrsta frumsamda verk leikfélagsins. Öll verk síðan hafa verið frumsamin af félögum hópsins.“ Leikritið Sirkús, sem er svarthvítt gamanleikrit um Kalda stríðið og landvarnir er frumsamið af Þor- geiri, formanni félagsins, Ár- manni Guðmundssyni, Hjördísi Hjartardóttur og Sævari Sigur- geirssyni. Þorgeir segir þetta vera síðasta hluta þríleiks og vís- ar þar til tveggja leikrita sem þau hafa áður skrifað fyrir Hugleik, Stútungasögu og Fáfnis- menn. „Þau fjalla öll þrjú um sjálfstæði Í s l a n d s . Stútungasaga endar á að Gamli sáttmáli er gerður, Fáfnismenn fjallar um sjálfstæðisbaráttuna og Sirkús fjallar um varnarsamn- inginn.“ Þessi næstsíðasta sýning leik- hópsins á Sirkús verður í Tjarnar- bíói í Reykjavík, en sú síðasta verður á laugardaginn 17. apríl. Báðar sýningar hefjast klukkan 20. „Við erum svo með fimm ein- þáttunga í æfingu, sem fjalla allir um kleinur, eftir Þórunni Guð- mundsdóttur. Við verðum líklega með meira en það í vor, þannig að það er enginn tími til að staldra við og halda hátíð. Það er svo mik- il gróska og mikið að gera.“ ■ SARAH MICHELLE GELLAR Leikkonan sem hefur gert garðinn einna frægastan í hlutverki blóðsugubanans Buffy er 27 ára í dag. 14. apríl ■ Afmæli Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari er 84 ára. Haraldur Bessason, fyrrum rektor, er 73 ára. TITANIC Þekktir einstaklingar fórust með glæsifleyinu, þeirra á meðal voru breski blaðamaðurinn William Thomas Stead og erfingjar Sraus-, Astor- og Guggenheim-auðævanna. TITANIC ■ Farþegaskipið ósökkvandi rakst á ísjaka á þessum degi og hvarf skömmu síðar ofan í Atlantshafið. 14. apríl 1912 Samfelld gróska í félaginu Titanic rekst á ísjaka Hannes Hlífar Stefánsson varðá dögunum Íslandsmeistari í skák í sjötta sinn á aðeins sjö árum. Hannes lagði Helga Áss Grétarsson að velli með 2,5 vinn- inga gegn 1,5. Aðeins þeir Eggert Gilfer og Baldur Möller hafa orð- ið oftar meistarar en þeir hömp- uðu titlinum sjö sinnum og því verður að teljast nokkuð líklegt að Hannes komi til með að gera enn betur í framtíðinni enda maðurinn ungur að árum. „Það er góður möguleiki á því að slá met þeirra félaga og ég stefni að sjálfsögðu að því,“ segir Hannes, og bætir við: „Útslátta- keppnin er talsvert erfiðari en venjubundin keppni og reynir miklu meira á taugarnar enda má ekki mikið bregða út af – þá er maður bara dottinn út. Á hinn bóg- inn er alltaf mikill léttir að vinna fyrstu skákina og ná yfirhöndinni í einvíginu en reyndar var svo önnur skákin mjög erfið“. En hvernig lýst Hannesi á ástandið í skákheiminum, bæði hér heima og erlendis? „Ástandið er ekki nógu gott í hinum alþjóð- lega skákheimi og mjög slæmt að ekki skuli vera meiri samstaða ríkjandi og það gengur auðvitað ekki að hafa fleiri en einn heims- meistara. Það er alltaf slæmt þeg- ar pólitísk afskipti og deilur eru ráðandi og kominn tími á að leysa málin í eitt skipti fyrir öll. Hvað ástandið hér heima varðar þá er það mjög gott og þessi uppsveifla í kringum Hrókinn er mjög já- kvæð og hefur orðið til þess að draga íslenskt skáklíf upp úr ákveðnum doða sem verið hefur undanfarin ár en auðvitað má segja að sú deyfð haldist í hendur við deilurnar í alþjóðlega skák- heiminum enda erfitt að vinna að framdrætti skákarinnar þegar allt er í komið í bál og brand úti. Þetta mun skila sér þegar til lengri tíma er litið í fleiri góðum skákmönnum. Það er orðið nokk- uð langt síðan við eignuðumst stórmeistara og alveg tími kom- inn á það.“ ■ HANNES HLÍFAR STEFÁNSSON Landaði sjötta Íslandsmeistaratitlinum um helgina og hyggur á frekari landvinninga. „Evrópumeistaramót einstaklinga fer fram í Tyrklandi í maí. Það er sterkt mót og ef Ísland sendir menn þá fer ég.“ Skák HANNES HLÍFAR STEFÁNSSON ■ Enn og aftur Íslandsmeistari í skák. Hann hefur hampað titlinum sex sinnum á síðustu sjö árum. Sex titlar á sjö árum Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma ANNA S. GUÐMUNDSDÓTTIR Seyðisfirði lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar þriðjudaginn 13. apríl 2004. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Mikael Jónsson Lilja G. Ólafsdóttir Lovísa Jónsdóttir Hafsteinn Steindórsson ■ Andlát Anton Einarsson, Hraunbæ 85, Reykja- vík, lést laugardaginn 10. apríl. Ásbjörn Pálsson húsasmíðameistari, áður til heimilis að Kambsvegi 24, lést sunnudaginn 11. apríl. Bjarni Ásgeirsson, Skálaheiði 9, Kópa- vogi, lést fimmtudaginn 8. apríl. Geir Gissurarson frá Byggðarhorni, Grænumörk 5, Selfossi, lést sunnudag- inn 11. apríl. Gróa Axelsdóttir, Hlévangi, Keflavík, lést föstudaginn 9. apríl. Hrefna Gunnarsdóttir, Eskihlíð 18a, Reykjavík, lést fimmtudaginn 8. apríl. Ingólfur Guðmundsson flugvélastjóri, Mánatúni 4, Reykjavík, lést laugardaginn 10. apríl. Kristín Erlendsdóttir frá Eystri-Hellnum, Gaulverjabæjarhreppi, Egilsbraut 9, Þor- lákshöfn, lést sunnudaginn 11. apríl. Ólafur Jón Þórðarson, Lerkigrund 6, Akranesi, lést fimmtudaginn 8. apríl. ■ Jarðarfarir 13.30 Margrét Guðmundsdóttir Hjalte- sted verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. 13.30 Vöggur Jónasson, Sunnuhlíð 21c, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 14.00 Margrét A. Kristófersdóttir frá Kúludalsá, Höfðagrund 8, Akra- nesi, verður jarðsungin frá Akra- neskirkju. 15.00 Skarphéðinn Össurarson, Kleppsvegi 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Afmæli LEIKFÉLAGIÐ HUGLEIKUR ■ Elsta sjálfstæða áhugaleikfélag höfuð- borgarinnar er 20 ára. ÚR LEIKRITINU SIRKÚS Hátíðarsýning á leikritinu verður í Tjarn- arbíói klukkan 20 í kvöld. Það er margt á döfinni framundan hjá leikfélaginu. Meðal annars verður farið með leikritið Undir Hamrinum á leiklistarhátíð í Eistlandi í sumar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.