Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2004 Denver í úrslit NBA-deildarinnar: Níu ára bið á enda KÖRFUBOLTI Denver Nuggets komst í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í níu ár eftir sigur á Sacramento Kings í fyrrinótt, 97-89. Marcus Camby átti frábæran leik fyrir Denver. Kappinn skoraði 12 stig, tók 21 frákast, gaf sjö stoðsend- ingar og varði boltann fimm sinnum. Mikil fagnaðarlæti voru í leikslok þegar ljóst var að sætið í úrslita- keppninni var í höfn. Þriðji mesti áhorfendafjöldi í sögu liðsins var á leiknum, eða tæplega 20 þúsund manns. Denver hefur gengið illa undanfarin ár og vann til að mynda aðeins sautján leiki á síðustu leiktíð. Liðið er það fyrsta í sögu NBA til að komast í úrslitakeppnina árið eftir að hafa unnið færri en 20 leiki. Tvö fornfræg félög, Utah Jazz og Portland Trail Blazers, komust ekki í úrslitakeppnina í ár. Þetta er í fyrsta sinn í 22 ár sem Portland nær ekki markmiðinu og í fyrsta skipti í 20 ár sem Utah nær ekki inn í úrslitin. ■ Hermann og Eiður aftur með Landsliðsþjálfararnir hafa tilkynnt 22 manna leikmannahóp fyrir leikinn gegn Lettum í næstu viku. FÓTBOLTI Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tilkynntu í gær 22 manna hóp sem leikur við Letta í Ríga í næstu viku. Hópur- inn er að mestu leyti skipað- ur þeim leikmönnum sem léku við Albani í lok síð- asta mánaðar. Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, sem gátu ekki leikið í Albaníu, koma inn í hópinn að nýju ásamt Arnari Grétarssyni og Helga Sigurðssyni. Arnar lék síð- ast landsleik þegar Íslendingar kepptu við Þjóðverja í haust en Helgi lék gegn Mexíkóum í nóv- ember. Lettar undirbúa sig fyrir loka- keppni Evrópumeistarakeppninnar í Portúgal í sumar. Þeir taka þá þátt í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn og leika í riðli með Tékkum, Þjóð- verjum og Hollendingum. Leikur- inn við Íslendinga er næstsíðasti leikur þeirra fyrir mótið en þeir mæta einnig Aserum í Ríga 6. júní. Lettar unnu Sló- vena 1-0 á útivelli í loka mars en í febr- úar unnu þeir Kazaka en töpuðu fyrir Ungverj- um og Hvít- rússum. Þ j á l f a r i n n Aleksandrs Starkovs hefur ekki tilkynnt le ikmannahópinn fyrir leikinn gegn Íslendingum en hann hefur úr nokkrum atvinnu- mönnum að velja. Andrejs Stolcers, sem leikur með Fulham, á að baki 74 landsleiki og Marians Pahars, leikmaður Sout- hampton, hef- ur leikið 59 leiki og skorað fimmtán mörk. Leikreyndast- ur er Vitalijs Astafjevs, sem leikur með Admira frá Vín í Austurríki, en hann hefur leikið 100 landsleiki. Lettar eiga einnig leikmenn í Belgíu, Dan- mörku, Rússlandi, Úkraínu og Ísra- el en þeir sem leika með liðum í Lettlandi eru flestir á mála hjá Skonto Riga og FK Ventspils. Íslendingar og Lettar hafa einu sinni áður mæst í landsleik. Íslend- ingar unnu 4-1 í Laugardalnum í ágúst 1998. Þórður Guðjónsson skoraði tvö mörk og Ríkharður Daðason og Auðun Helgason eitt hvor en Auðun lék þá sinn fyrsta landsleik. ■ Einkunnagjöf norska Dagblaðsins: Gylfi og Ólafur fengu fimm FÓTBOLTI Gylfi Einarsson og Ólafur Örn Bjarnason fengu fimm í ein- kunn hjá norska Dagblaðinu fyrir frammistöðu sína með Lillestrøm og Brann á mánudag. Gylfa var skipt út af á lokamínútunni þegar Lillestrøm vann Fredrikstad 2-0 en Ólafur lék allan leikinn þegar Brann tapaði 1-0 fyrir Rosenborg í Þrándheimi. Veigar Páll Gunnarsson kom verst Íslendinganna út úr ein- kunnagjöf Dagblaðsins og fékk tvo í einkunn fyrir frammistöðu sína í tapleik Stabæk gegn Odd Grenland. Davíð Þór Viðarsson og Hann- es Þ. Sigurðsson léku of stutt til að fá einkunn. Hannes kom inn í lið Vikings um miðjan síðari hálfleik fyrir Danann Mads Timm sem félagið fékk að láni frá Manchest- er United. Timm fékk aðeins einn í einkunn og telst skussi fyrstu umferðar. Petter Rudi, leikmaður Molde, var besti leikmaður fyrstu um- ferðar að mati Dagblaðsins sem gaf honum átta í einkunn. Leik- menn Tromsø koma vel út úr ein- kunnagjöfinni enda hófu þeir leik- tíðina með glæsibrag og unnu Vik- ing 4-0 í snævi þöktum heimavelli sínum. ■ KOMNIR ÁFRAM Jon Barry, til vinstri, og Hollendingurinn Francisco Elson fagna sigri Denver Nuggets gegn Sacramento Kings. Denver leikur í úr- slitakeppninni í fyrsta sinn síðan 1995. LANDSLIÐHÓPUR ÍSLANDS Markverðir Árni Gautur Arason (Manchester City) Kristján Finnbogason (KR) Aðrir leikmenn Arnar Grétarsson (Lokeren) Hermann Hreiðarsson (Charlton ) Helgi Sigurðsson (AGF Århus) Þórður Guðjónsson (Bochum) Brynjar Björn Gunnarsson (Stoke City) Tryggvi Guðmundsson (Örgryte) Arnar Þór Viðarsson (Lokeren) Pétur Hafliði Marteinsson (Hammarby) Eiður Smári Guðjohnsen (Chelsea) Heiðar Helguson (Watford) Jóhannes Karl Guðjónsson (Wolves) Ólafur Örn Bjarnason (Brann) Indriði Sigurðsson (Genk) Bjarni Guðjónsson (Coventry) Ívar Ingimarsson (Reading) Marel Baldvinsson (Lokeren) Gylfi Einarsson (Lillestöm) Hjálmar Jónsson (IFK Göteborg) Veigar Páll Gunnarsson (Stabæk) Kristján Örn Sigurðsson (KR) EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.