Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 30
22 14. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR KLESSTUR VIÐ GLERIÐ Það er ávallt hart barist í íshokkí eins og sannaðist í leik New Jersey Devils og Philadelphia Flyers í NHL-deildinni á dög- unum. John Madden, leikmaður Devils, klessti þá Finnann Joni Pitkanen hjá Flyers upp við glerið á miskunnarlausan hátt. Íshokkí Markvörðurinn Fabien Barthez: Vill ljúka ferlinum hjá Marseille FÓTBOLTI Franski markvörðurinn Fabien Barthez vill ljúka knatt- spyrnuferli sínum hjá Marseille. Barthez gekk til liðs við franska félagið frá Manchester United í janúar eftir að hafa verið settur á varamannabekkinn hjá United. „Ég á 13 ára feril að baki og núna vil ég fyrst og fremst gleðja sjálfan mig. Ég veit að hjá Marseille mun ég skemmta mér,“ sagði Barthez. „Ég kom hingað til þess og vonandi lýk ég ferli mín- um hér.“ Barthez, sem spilaði 135 leiki með United, leikur í annað sinn á ferlinum með Marseille. Hann var í liðinu sem vann Evrópukeppni meistaraliða 1993 fyrst franskra liða. Barthez, sem oft á tíðum hef- ur verið gagnrýndur fyrir glæfra- leg úthlaup sín, er enn markvörð- ur númer eitt hjá franska lands- liðinu og á 65 landsleiki að baki. Þrátt fyrir að hafa verið settur út í kuldann hjá United segist Barthez bera gífurlega virðingu fyrir Sir Alex Ferguson, stjóra liðsins. „Ferguson hefur alltaf komið hreint fram við mig,“ sagði hann. „Ég átti þrjú frábær ár hjá United og Ferguson gaf mér allt. Ég gæti aldrei þakkað honum nógu mikið. Ég er alls ekki bitur út í hann.“ ■ Robson fær gamla lærisveina í heimsókn Síðari leikirnir í 8 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verða háðir í kvöld. Bobby Robson, stjóri Newcastle, tekur á móti sínu gamla félagi, PSV Eindhoven, á St James’s Park. FÓTBOLTI Bobby Robson stýrði hollenska liðinu til tveggja meist- aratitla á árunum 1990–1992 og á því góðar minningar frá veru sinni þar. Fyrri leikur PSV og Newcastle endaði með 1-1 jafn- tefli og stendur enska liðið því betur að vígi með marki skoruðu á útivelli. PSV verður án kantmannsins Arjen Robben sem meiddist í 5-0 sigri gegn Groningen um helgina. Robben, sem gengur til liðs við Chelsea í sumar, kom inn á í seinni hálfleik eftir að hafa verið meiddur í mánuð en fór út af eftir 17 mín- útna leik. Varn- a r m e n n i r n i r Andre Ooijer og Kevin Hofland eru einnig meiddir. S e r b i n n Mateja Kezman, sem skoraði þrennu gegn Groningen og mark- ið í fyrri leiknum gegn Newcastle, hefur hundrað prósent trú á sínu félagi. „Ég er nánast viss um að við komumst í undanúrslitin,“ sagði Kezmann. „Við erum í góðu formi og búum yfir miklu sjálfs- trausti.“ Shay Given, markvörður Newcastle, býst við hörkuleik í kvöld. „Við vitum að við verðum að klára dæmið núna og þetta er langt frá því að vera búið,“ sagði Given. Villareal tekur á móti Celtic en fyrri leik liðanna lauk einnig með 1-1 jafntefli. Spænska liðið er sig- urstranglegra eftir að hafa skorað mikilvægt mark á útivelli. Brasil- íumaðurinn Sonny Anderson, sem hefur skorað fimm mörk í Evr- ópukeppninni, verður í framlínu liðsins og þurfa Skotarnir vænt- anlega að hafa góðar gætur á hon- um. Óvíst er hvort Chris Sutton geti leikið með Celtic vegna meiðsla. Inter Milan er eina ítalska liðið sem ekki er dottið út úr Evrópu- keppni. Liðið tekur á móti Marseille en fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri franska liðsins. Hinn 19 ára Nígeríumaður, Obafemi Martins, verður líklega í framlínu Inter. Martins skoraði sigurmark liðsins gegn Perugia um helgina og er sjóðheitur um þessar mund- ir. „Við vitum að þetta verður erf- iður leikur en undanúrslitin eru skammt undan,“ sagði Martins. „Til að ná okkur á strik eftir tapið í Frakklandi verðum við að skora eins fljótt og mögulegt er.“ Valencia, sem er komið á topp spænsku deildarinnar, tekur á móti Bordeaux, sem vann fyrri leikinn 2-1. „Bestu liðin þurfa að- eins hálft færi til að skora en við þurfum fjögur eða fimm. Við eig- um litla möguleika á að vinna en ef við skorum fyrsta markið getur allt gerst,“ sagði Michel Pavon, þjálfari franska liðsins. Undanúrslit UEFA-bikarsins verða leikin 22. apríl og 6. maí. Úrslitaleikurinn verður síðan háð- ur í Gautaborg hinn 19. maí. ■ Silja Úlfarsdóttir spretthlaupari: Bætti sinn besta árangur FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Silja Úlfarsdóttir, spretthlaupari úr FH, bætti sinn besta árangur í sínu fyrsta 400 m hlaupi utanhúss á þessu keppnis- tímabili þegar hún hljóp á 53,70 sek. á móti í Georgíu um helgina. Besti árangur Silju fyrir hlaup- ið var 53,97 sek. frá árinu 2002. Þetta er annar besti árangur ís- lenskrar konu í greininni, en með þessu hlaupi komst Silja fram úr Helgu Halldórsdóttur úr KR sem átti best 53,92 sek., að því er sagði á fri.is. Íslandsmet Guðrúnar Arn- ardóttur frá árinu 1997 er 52,83 sekúndur. ■ Enska úrvalsdeildin: Jafntefli á Elland Road FÓTBOLTI Leeds og Everton gerðu í gær jafntefli, 1-1, á Elland Road í Leeds. Wayne Rooney skoraði mark Everton á 12. mínútu eftir sendingu frá Dananum Thomas Gravesen en James Milner jafnaði á 50. mínútu þegar hann sendi fyrirgjöf Mark Viduka í netið hjá Everton. Úrslitin þýða að Leeds er enn í fallsæti, nú tveimur stigum á eft- ir Portsmouth, Blackburn og Manchester City. Leeds leikur við Arsenal á Highbury á föstudag og heima við Portsmouth um aðra helgi. Í maímánuði leikur Leeds við Charlton á heimavelli og Bolton og Chelsea á útivelli. Stigið sem Everton fékk lyfti félaginu upp fyrir Tottenham og í 13. sæti. Everton hefur 38 stig, að- eins fjórum stigum meira en Manchester City, Portsmouth og Blackburn og er því ekki laust úr fallbaráttunni. Everton á eftir að leika við Blackburn og Bolton á heimavelli og Chelsea, Úlfana og Manchester City á útivelli. ■ RONALDINHO Börsungar óttast að missa brasilíska snillinginn yfir í raðir Chelsea. Varaforseti Barcelona: Óttast Abramovich FÓTBOLTI Sandro Rosell, varafor- seti Barcelona, óttast að Chelsea vilji kaupa Brasilíumanninn Ronaldinho. Orðrómur hefur verið uppi um að enska félagið vilji kaupa leikmanninn fyrir háar fjárhæðir. „Ég hef áhyggur ef Abramovich [eigandi Chelsea] vill fjárfesta hundruð milljóna punda til viðbótar í nýjum leik- mönnum. Markmið Abramovich verður að kaupa einn af bestu leikmönnum okkar,“ sagði Ros- ell. Ronaldinho gekk til liðs við Barcelona frá Paris St Germain síðasta sumar og hefur staðið sig frábærlega á sinni fyrstu leiktíð á Spáni. ■ FABIEN BARTHEZ Barthez verður í liði Marseille sem mætir Inter í síðari leik liðanna í UEFA-bikarnum í kvöld. Hér fagnar hann sigurmarkinu í fyrri leik liðanna. MATEJA KEZMAN Kezman fer fram hjá Aaron Hughes í fyrri leik PSV og Newcastle. Kezman skoraði þrennu um síðustu helgi og gæti reynst skeinuhættur í kvöld. AP /M YN D „Bestu liðin þurfa aðeins hálft færi til að skora en við þurfum fjögur eða fimm. STAÐAN Arsenal 32 23 9 0 62:22 78 Chelsea 33 22 5 6 60:27 71 Man. United 32 21 5 6 59:31 68 Liverpool 33 13 10 10 48:36 49 Newcastle 32 12 13 7 45:33 49 Aston Villa 33 13 9 11 44:40 48 Charlton 32 13 8 11 43:40 47 Birmingham 33 12 10 11 39:41 46 Middlesbr. 33 12 9 12 40:40 45 Fulham 33 12 8 13 47:44 44 Southampton 32 11 9 12 35:32 42 Bolton 33 10 11 12 38:51 41 Everton 33 9 11 13 42:47 38 Tottenham 33 11 5 17 42:52 38 Man. City 33 7 13 13 46:47 34 Blackburn 33 9 7 17 47:57 34 Portsmouth 32 9 7 16 36:47 34 Leeds 33 8 8 17 35:64 32 Leicester 33 5 13 15 41:58 28 Wolves 33 5 10 18 31:71 25

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.