Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 32
14. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. NÝ SENDING HÖRFATNAÐUR JAKKAR, KJÓLAR, PILS OG BUXUR Leigðu stuðningsmenn Stuðningshópur þýska fót-boltaliðsins SC Goettingen sem keppti í fjórðu deild lenti í tilvist- arkreppu á dögunum þegar liðið var lýst gjaldþrota. Brot af hópn- um dó þó ekki ráðalaust og leigir sig nú út til annarra fótboltafé- laga gegn því að fá pylsur og bjór. Liðið var gert gjaldþrota í október á síðasta ári og auglýsti hópurinn eftir liði á netinu undir slagorðinu Fans Without a Club. Þetta eru reyndir fótboltaunnend- ur og lofa að syngja réttu söng- vana og láta öllum illum látum á spennandi augnablikum í leikn- um. Þeir halda því fram að stuðn- ingur áhorfenda geti skipt tölu- verðu máli um niðurstöðu leiks- ins. „Við erum búnir að fá það margar fyrirspurnir að við getum auðveldlega verið á fríum fót- boltaleikjum út sumarið,“ segir Christoph Pauer, fyrrum stuðn- ingsmaður SC Goettingen. Hann og vinir hans mæta glaðir á svæð- ið fyrir nokkra bjóra og eina pylsu. Pauer segir aðalmarkmið með hópnum vera að halda áfram að styðja fótboltaiðkun á Goettingen- svæðinu. „Takmark okkar er að ná Goettingen-aðdáendahópnum aft- ur saman,“ segir hann. Um 30 manns mættu „til vinnu“ á fyrsta vinnudegi. Þá studdi hópurinn Wolfenbuetteler sem vann leik sinn 2-0. ■ Skrýtnafréttin ■ Hópur þýskra fótboltaáhangenda leigir sig út til félaga fyrir pylsur og bjór. FÓTBOLTAAÐDÁENDUR Alltaf gott að hafa góða stuðningsmenn, jafnvel þótt maður þurfi að borga þeim fyrir að koma. UMA THURMAN Sýnir mýkri hliðar á Brúðinni sem er enn í hefndarhug og hugsar gamla kærastanum sínum og barnsföður, honum Bill, þegjandi þörfina. Beittari samtöl og minna blóð KVIKMYNDIR „Hafi Kill Bill Vol. 1 verið eitt allsherjarspark í hausinn þá má segja að Kill Bill Vol. 2 sé næstum því eins og hlýtt faðmlag,“ segir Christy Lemire, kvikmynda- gagnrýnandi hjá AP, um seinni mynd leikstjórans Quentin Tar- antino um Brúðina sem leitar hefn- da á þeim sem reyndu að drepa hana á giftingardeginum. Þetta þýðir þó ekki að dyggir að- dáendur Tarantinos þurfi að hafa miklar áhyggjur af því að hann sé að mýkjast. Það er nóg af ofbeldi í þessum síðari hálfleik samurai, kung-fu og spagettívestrablöndu sem meistarinn hefur hrist saman, áherslurnar eru bara öðruvísi. Lemire gefur myndinni þrjár stjörnur af fjórum mögulegum og segir að þrátt fyrir frábær slags- málaatriði þá sé ofbeldið ekki jafn yfirgengilegt og teiknimyndalegt og það var í fyrri hlutanum „Vol. 2 endar því næstum því á hjarta- hlýjan hátt þar sem persóna Umu Thurman, morðingi í hefndarhug, finnur hamingju á hefðbundinn hátt.“ Það sem ætti síðan tvímælalaust að gleðja þá sem kunna að meta Tarantino er sú staðreynd að hér er miklu meira um taktföst og smart samtöl sem eru eitt helsta höfund- areinkenni leikstjórans. „Þetta gefur myndinni þá til- finningadýpt sem vantaði í þá fyrri umleið og heildin verður sterkari. Ég myndi samt enn vilja sjá mynd- irnar báðar saman í einum rykk,“ bætir Lemire við og bindur vonir við að verkið verði sýnt í heild í kvikmyndahúsum. Það fór lítið fyrir harðjöxlunum Michael Madsen, sem leikur Bud bróður Bills, og David Carradine í Vol. 1 og þannig heyrðist aðeins rödd Carradine í hlutverki Bills í Vol. 1. Hann er hins vegar í for- grunni í Vol. 2 og Lemrie telur Tar- antino varla getað hafa valið betri leikara í hlutverkið. „Hann hefur svo mikinn þunga og reynslan sem er mörkuð í veðrað andlit hans ger- ir hann heillandi.“ Þá skilar Uma Thurman einnig sínu með sóma í hlutverki Brúðar- innar. „Einhverjir gagnrýnendur fundu að því að persóna hennar í fyrri myndinni hefði ekki verið nægilega vel útfærð en hér er hún fullsköpuð og þó hún sé yfirþyrm- andi þá fær hún einnig að sýna á sér mýkri hliðar og það er banvæn blanda.“ ■ QUENTIN TARANTINO Gírar sig aðeins niður í blóðsúthellingunum í Kill Bill Vol. 2. Það vantar þó ekki kraftinn og samtölin minna meira á snilldina úr Pulp Fiction og Reservoir Dogs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.