Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2004 Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is 1. flokki 1991 – 49. útdráttur 3. flokki 1991 – 46. útdráttur 1. flokki 1992 – 45. útdráttur 2. flokki 1992 – 44. útdráttur 1. flokki 1993 – 40. útdráttur 3. flokki 1993 – 38. útdráttur 1. flokki 1994 – 37. útdráttur 1. flokki 1995 – 34. útdráttur 1. flokki 1996 – 31. útdráttur 2. flokki 1996 – 31. útdráttur 3. flokki 1996 – 31. útdráttur Frá og með 15. apríl 2004 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu miðvikudaginn 14. apríl. Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Innlausn húsbréfa Húsbréf Ársfundur Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka Íslands. Boðar til ársfundar fimmtudaginn 29. april 2003. kl 17.15 á Grand Hótel, Háteigi (4.hæð). Dagskrá Skýrsla Stjórnar Stjórnarskör Önnur Hefbundin ársfundurmál Allir sjóðfélagar, eiga rétt á setu á ársfundi með málfrelsi og tillögurétti. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta Stjórnin McGregor á mótorfáki fráum FÓLK Skoski kvikmyndaleikarinn góðkunni, Ewan McGregor, er á leiðinni í óvenjulegt ferðalag um Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku, sem hefst í London í þessari viku. Fararskjótarnir eru mótorhjól af BMW-gerð og er ætlunin að ljúka ferðinni í New York í júlí. Með honum í för verður Charley Boorman, leikari og vinur, sem er sonur Johns Boorman, hins fræga kvikmyndaleikstjóra. Aðspurður um leiðina sem far- in verður svaraði McGregor: „Leiðin liggur alveg í augum uppi, þú ferð bara í austurátt, frá London til New York og ég er eig- inlega hissa á því að fleiri fari ekki þessa leið“. Um ferða- mátann, mótorhjólið, bætti McGregor því við að nautnin sem fælist í því að sitja mótorhjól sé bara eitthvað sem maður geti ekki útskýrt almennilega „þú annaðhvort elskar þetta eða ekki“. Ferðin verður kvikmynduð og þættir um hana verða því væntanlega sýndir víða og þeir félagar, Ewan McGregor og Charley Boorman, hafa einnig gert samning um útgáfu bókar um ferðina og er hún væntanleg á markað í haust. ■ David og Victoria Beckhamhafa leitað til lögfræðinga til þess að athuga rétt sinn varðandi blaðagreinar þar sem fyrirsætan Sarah Marbeck segist hafa átt í ástarsambandi við fótboltakapp- ann. Hún er önn- ur konan sem segist hafa verið ástkona Beckhams frá því að hann giftist Kryddpíunni Victoriu árið 1999. Sú fyrri var Rebecca Loos, aðstoðarstúlka þeirra hjóna í Madrid. Hjónin neita öllum sögusögnum um trúnaðarbresti í sambandi þeirra og vilja kanna möguleika á skaðabótamáli við blaðið sem birt hefur viðtölin við báðar stúlkurnar. Madonna hefur hagað tónleika-ferð sinni um heiminn þannig að hún eigi alltaf frí á föstudagskvöld- um. Þetta gerir hún vegna trúar sinnar, Kaballah, sem krefst þess að föstudags- kvöld fari í það að eiga notalega kvöldstund með sínum nánustu. Madonna er strangtrúuð og vill virða siði trú- ar sinnar sama þó það geri henni erfiðara fyrir með tónleikaferð- ina. Jay Z og kærustu hans BeyoncéKnowles hefur verið boðið til matsverðar í Buckinghamhöll. Drottningin vill þakka þeim fyrir þátttöku þeirra á góðgerðatónleik- um krúnunnar sem verða í maí. Kalli Bretaprins heldur utan um tónleikana og er poppstjörnuparið í skýjunum yfir því að fá að eiga kvöldverð með BOND, JAMES BOND Það þekkja sjálfsagt allir þann James Bond sem breski rithöfundurinn Ian Flemming kynnti Bond til sögunnar í bókinni Casino Royale árið 1953. Hann ekur á fínum bílum, sefur hjá þokkagyðjum og drekkur hristan Martini ótæpilega. 00-gelgja BÆKUR Penguin-bókaútgáfan ætlar að fara af stað með nýjan James Bond bókaflokk á næsta ári en þessi frægasti og kvenhollasti njósnari menningarsögunnar mun snúa aft- ur í bókum sem gerast áður en hann gekk í leyniþjónustu hennar hátign- ar og fékk kennitöluna 007 með til- heyrandi leyfi til að drepa. Í nýju bókunum mætir Bond hins vegar til leiks ungur námsmaður í Eaton og fylgst verður með ævintýrum hans upp úr 1930 og í fyrstu bókinni sem áætlað er að komi út í mars á næsta ári fer pilturinn í ferðalag til Skotlands og kemst á snoðir um vægast sagt vafasamar tilraunir bandarísks auðkýfings í kastala þar í landi. Eftir dauða Flemmings hættu Bond-bækurnar vitaskuld að koma út en rithöfundurinn John Gardner tók upp þráðinn með nokkrum bókum á áttunda ára- tugnum. Nú verður hins vegar horfið aftur til fortíðar þar sem hinn ungi Bond reynir meðal ann- ars að sætta sig við dauða for- eldra sinna í skíðaslysi en sá atburður átti það til að skjóta upp kollinum í huga Bonds í bókum Flemmings. Penguin fékk leikarann og rit- höfundinn Charlie Higson til að skrifa nýju Bond-bækurnar en hann er þekktastur fyrir sjón- varpsþættina The Fast Show. Hann mun hafa tekið tilboði Penguin fagnandi þar sem þetta hafi verið of gott tækifæri til að hafna. „Ég ólst upp með Bond og eftir að ég sætti mig loksins við það að ég mun aldrei leika hann í bíómynd held ég bara að það geti orðið ennþá meira spennandi að skrifa um hann.“ ■ EWAN MCGREGOR Ásamt góðvini sínum Charley Boorman en þeir ætla að ferðast um Evrópu, Asíu og Bandaríkin á mótorhjólum. Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.