Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2004 27 SÝND kl. 6, 8 og 10.10 B.i. 16 SÝND kl. 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI SÝND kl. 6 M/ÍSL TALI BIG FISH kl. 10.10TWISTED kl. 8 og 10.10 B.i. 16 LOST IN TRANSLATION kl. 8 THE PASSION OF... kl. 5.30, 8 og 10.30 PETER PAN kl. 6 MEÐ ÍSLENSKU TALI Sýnd kl. 4.30 MEÐ ÍSLENSKU TALISÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 SÝND kl. 8 og 10.10 Taktu þátt í Scooby Doo 2 leiknum á www.sambioin.is Páskamynd ársins Án efa einn besti spennuhrollur sem sést hefur í bíó. „The Dawn of the Dead“ er hressandi hryllingur, sannkölluð himnasending. Þá er húmorinn aldrei langt undan. Sem sagt, eðalstöff“ Þ.Þ. Fréttablaðið SÝND kl. 5.45, 8.30 og 10.40SÝND kl. 5.45, 8 og 10.15 SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 Jimmy the Tulip er mættur aftur í hættulega fyndinni mynd! Jimmy the Tulip er mættur aftur í hættulega fyndinni mynd! „FYRSTA FLOKKS AFÞREYING.“ „GÁTUSAGA MEÐ GULLINSNIÐI.“ „FRÁBÆRLEGA SPENNANDI SAGA ... BÓK SEM MAÐUR LES Í EINUM RYKK.“ VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON, HÖFUNDUR FLATEYJARGÁTUNNAR BIRTA MORGUNBLAÐIÐ VERÐ: 1.590 KR. WWW.BJARTUR.IS/DAVINCI M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Bregðast við á staðnum TÓNLEIKAR Í hráa sal Listaháskólans við Sölvhólsgötu verða í kvöld tónleikar þar sem kvartettinn Tímahrak flytur tónlist eftir dan- ska tónskáldið Lars Graugaard. „Hann reyndar tekur sig ekki mjög hátíðlega og vill ekki kalla sig tónskáld,“ segir Sigurður Hall- dórsson sellóleikari. Graugaard er flautuleikari en hefur síðustu árin mikið samið af tónlist með tölvuforriti sem heitir MAX-MSP. Kvartettinn ætlar að flytja eftir hann tvö verk sem sér- staklega eru samin fyrir þá félaga. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við fyrirlestra, sem Graugard ætlar að flytja í Lista- háskólanum á morgun og föstu- dag, þar sem hann fjallar um for- ritið og þá tónsmíðatækni sem hann notar á þetta forrit. „Hann verður með okkur á tón- leikunum og verður þá eingöngu á tölvunni. Þessi verk eru mikið til byggð á spuna. Við höfum verið að vinna með honum og hann er bú- inn að safna alls konar efni inn á harða diskinn hjá sér, sem hann notar síðan. Við bregðumst svo við því sem hann kemur með, og spilum það eftir eyranu.“ Ásamt Sigurði eru í kvartettin- um Tímahrak þeir Hilmar Jens- son á gítar, Matthías Hemstock á slagverk og Pétur Grétarsson á slagverk. „Þeir þrír eru miklir djassarar en svo kem ég með sellóið, sem myndar kontrast við hina,“ segir Sigurður. Graugaard er lektor í tónlistar- skólanum í Óðinsvéum og jafn- framt kennir hann í háskólanum í Álaborg. Þar fyrir utan ferðast hann mikið um heiminn til þess að halda bæði fyrirlestra og tónleika. Fyrir átta árum gerði Caput- hópurinn geisladisk með verkum Graugaards, sem gefinn var út í Danmörku. „Þessi verk, sem við flytjum núna, eru mjög ólík því sem var á geisladisknum. Það var allt út- skrifuð kammermúsík fyrir hefð- bundin hljóðfæri en hér fá áheyr- endur að kynnast nýrri hlið á Graugaard.“ ■ Ný sönglög í Norræna húsinu TÓNLEIKAR Ólafur Kjartan Sigurðar- son barítonsöngvari og Snorri Sig- fús Birgisson píanóleikari halda tónleika í Norræna Húsinu í há- deginu í dag. Tónverkin sem þeir flytja eru öll eftir Snorra Sigfús. Sjálfur ætlar Snorri Sigfús að flytja tvö verk fyrir píanó. Annað þeirra er frá árinu 1984 og nefnist Árstíðirnar, hitt er frá árinu 1997 og nefnist Portrett nr. 1. Að því búnu syngur Ólafur Kjartan fjögur sönglög sem Snorri Sigfús hefur samið við ljóð eftir Tuvia Rübner sem er búsett- ur í Ísrael, en fæddist í Bratislava árið 1924. Hann yrkir ljóð sín á hebresku og þýsku og hefur gefið út fjölda ljóðabóka. Fyrsta lagið af þessum fjórum Rübnerljóðum var frumflutt í desember í Freiburg en hin þrjú hafa hvergi heyrst opinberlega fyrr en nú. ■ LARS GRAUGAARD Kvartettinn Tímahrak ætlar að flytja verk eftir hann á tónleikum í kvöld í Listaháskóla Íslands, Sölvhólsgötu 13. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ÓLAFUR KJARTAN Syngur ný sönglög eftir Snorra Sigfús Birg- isson í Norræna húsinu nú í hádeginu. Tónskáldið spilar með á píanó. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.