Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR Meira skin en skúrir SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Stendur til a› fjölga atvinnutækjum? –hlut i af Ís landsbanka K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • w w w . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0 Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir.  Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best. Glitnir – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. Tala›u vi› sérfræ›ing! Vorið er komið einu sinni enn, eðaþví vil ég að minnsta kosti trúa. Ég er ein af þessum vor- og sumar- manneskjum, þessum sem eru svolít- ið eins og að bíða allan veturinn eftir vorinu. Ekki það að biðin sé sérstak- lega þjakandi eða hafi mikil áhrif á hvunndaginn, en engu að síður verð ég að viðurkenna að ég er alltaf svo- lítið að fylgjast með almanakinu og telja dagana. Þetta hefur svo sem betur fer orðið til muna auðveldara með aldrinum, eftir því sem tíminn líður hraðar, dagar, vikur og jafnvel mánuðir hendast hjá í einni svipan og ekki er haustið fyrr liðið en farið er að örla á vorinu á ný. TÍMABILIÐ þegar vetur er að breytast í vor finnst mér alltaf skemmtilegt. Þarna á sér stað heil- mikil barátta í veðrinu, barátta milli hita og kulda, bleytu og þurrks og blásturs og logns. Þessi barátta hef- ur einmitt sett hressilegan svip á veður síðustu daga. Sólskin eina stundina, þá snjókoma, svo aftur sól- skin og næst ausandi rigning. Þetta er bæði tilþrifamikið og svolítið fyndið veður þótt ekki sé beinlínis auðvelt að klæða sig skynsamlega út í það. BARÁTTUNNI milli birtunnar og myrkursins er hins vegar löngu lokið með ótvíræðum sigri birtunnar. Enda er þar um miklu ójafnara einvígi að ræða. Það er einhvern veginn svo ljóst að birtan vinnur hægt og bít- andi á, alveg á sama hátt og myrkrið á vísan sigur á haustin. Í þessu ein- vígi eru engar smáorustur háðar heldur er um eitt samfellt stríð að ræða þar sem ljóst er hvort aflið hef- ur sigur, birtan að vori og myrkrið að hausti. Og ég verð að viðurkenna að ég er í liði með birtunni með allri virðingu fyrir myrkrinu þó. NÝVAKNAÐUR gróður er líka eitt af því sem gerir þennan árstíma svo skemmtilegan. Plöntur sem gægjast upp úr moldinni, brum á grein, í þessu felst óendanleg fegurð og ekki bara fegurð heldur líka fyrirheit, fyrirheit um blóm og laufguð tré, eitthvað sem sem er lítið veikburða og fallegt en á eftir að verða stærra, sterkara og stoltara. Og kannski eru það einmitt þessi fyrirheit sem gera vorið svo skemmtilegt, eitthvað sem liggur í loftinu eins og söngur fugl- anna... ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.